Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2023 20:05 Ásmundur var leystur út með fallegum blómvendi og grænmetiskörfu frá Garðyrkjuskólanum. Hér er hann ásamt Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum á opna húsinu í skólanum á sumardaginn fyrsta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn. Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira