Fótbolti

Brynjar Ingi hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í 2-0 sigri Ham-Kam í Íslendingaslag.
Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í 2-0 sigri Ham-Kam í Íslendingaslag. Getty/Juan Mauel Serrano Arce

Brynjar Ingi Bjarnason og félagar hans í Ham-Kam unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Ara Leifssyni og félögum hans í Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Brynjar og Ari voru báðir í byrjunarliði sinna félaga í dag og léku allan leikinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik sáu þeir Henrik Udahl og Paal Kirkevold um markaskorun Ham-Kam og niðurstaðan varð 2-0 sigur liðsins.

Ham-Kam situr nú í þriðja sæti norsku deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki, en Strømsgodset í því ellefta með þrjú stig.

Þá voru þeir Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson báðir í byrjunarliði Rosenborg er liðið gerði 1-1 jafntefli við Sandefjord og Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Hilmi Rafni Mikaelssyni og félögum í Tromsø.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×