Fimmta hvert ungmenni með lesblindu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 06:23 Áður var miðað við að einn af hverjum tíu væri með lesblindu. Vísir/Vilhelm Í kringum tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til 24 ára á Íslandi glíma við lesblindu. Er lesblinda því mun algengari en talið var áður. Rannsókn sýnir fram á að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu líklegri til að enda hvorki í námi né vinnu síðar á lífsleiðinni. Morgunblaðið greinir frá þessu og vitnar í niðurstöður rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt rannsókninni er mikilvægt að börn sem glíma við lesblindu fái greiningu og stuðning fyrir tíu ára aldur svo lágmarka megi þau áhrif sem lesblinda hefur á félagslega stöðu þeirra til framtíðar. Áður hefur verið talið að einn af hverjum tíu glími við lesblindu og gefur þessi rannsókn í skyn að mun fleiri glími við hana en áður var talið. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu verr staddir en aðrir að mörgu leyti. „Sérstaklega eru þau gjörn á að upplifa kvíða og ef við greinum þessi börn snemma þannig að hægt sé að vinna með lesblinduna út grunnskólagönguna þá hefur það áhrif á það hvort þau upplifi kvíða seinna meir. Sama á við um stuðninginn heima fyrir. Þau í könnuninni sem fengu meiri stuðning í heimanámi heima fyrir voru ólíklegri til að upplifa kvíða,“ segir Ásdís. Guðmundur Skúli Johnsen, formaður Félags lesblindra, segir að koma þurfi betur til móts við þá sem glíma við lesblindu, meðal annars með lesvélum. „Skólakerfið hefur einhvern veginn ekki náð að tileinka sér þessa tækni. Viðbrögð skólanna eru alla jafna góð þegar við nefnum þetta og kynnum okkar málstað en engu að síður er þessi tregða í skólakerfinu sem er þess efnis að texti sé guð,“ segir Skúli. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá þessu og vitnar í niðurstöður rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt rannsókninni er mikilvægt að börn sem glíma við lesblindu fái greiningu og stuðning fyrir tíu ára aldur svo lágmarka megi þau áhrif sem lesblinda hefur á félagslega stöðu þeirra til framtíðar. Áður hefur verið talið að einn af hverjum tíu glími við lesblindu og gefur þessi rannsókn í skyn að mun fleiri glími við hana en áður var talið. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu verr staddir en aðrir að mörgu leyti. „Sérstaklega eru þau gjörn á að upplifa kvíða og ef við greinum þessi börn snemma þannig að hægt sé að vinna með lesblinduna út grunnskólagönguna þá hefur það áhrif á það hvort þau upplifi kvíða seinna meir. Sama á við um stuðninginn heima fyrir. Þau í könnuninni sem fengu meiri stuðning í heimanámi heima fyrir voru ólíklegri til að upplifa kvíða,“ segir Ásdís. Guðmundur Skúli Johnsen, formaður Félags lesblindra, segir að koma þurfi betur til móts við þá sem glíma við lesblindu, meðal annars með lesvélum. „Skólakerfið hefur einhvern veginn ekki náð að tileinka sér þessa tækni. Viðbrögð skólanna eru alla jafna góð þegar við nefnum þetta og kynnum okkar málstað en engu að síður er þessi tregða í skólakerfinu sem er þess efnis að texti sé guð,“ segir Skúli.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira