Fyrsta sinn sem Man Utd fer áfram eftir vítaspyrnukeppni í enska bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 12:09 Spyrnan sem skilaði Manchester United í úrslit. Craig Mercer/Getty Images Sagan var ekki beint með Manchester United þegar flautað var til loka framlengingar í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag. Man United og Brighton mættust í frekar jöfnum leik á Wembley í Lundúnum. Undir var sæti í úrslitum FA-bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, gegn Manchester City. Það var ljóst að mikið var í húfi og á endanum var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Brighton 0-0 Manchester United (6:7 on pens)Manchester United qualify for a 21st FA Cup final - the joint-most of any side, moving level with Arsenal.Nothing to separate the teams in normal play, and ends in penalty heartbreak for the Seagulls... pic.twitter.com/5Pwm8TyKUt— Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 23, 2023 Úrslit leiksins myndu því ráðast í vítaspyrnukeppni, eitthvað sem sendi kaldan svita niður bak stuðningsfólk Man United en aldrei í sögu félagsins hafði það áfram í ensku bikarkeppninni eftir vítaspyrnukeppni. Féll Man Utd til að mynda úr leik gegn B-deildarliði Middlesbrough á síðustu leiktíð. Vorið 2009 tapaði Man Utd gegn Everton í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Árið 2005 fór Man Utd alla leið í úrslit en beið lægri hlut gegn Arsenal eftir vítaspyrnukeppni. Saga liðsins í FA-bikarkeppninni var því ekki með Man Utd þegar flautað var til loka framlengingar á Wembley. Ekki bætti úr skák að liðið hafði aðeins unnið eina af síðustu átta vítaspyrnukeppnum sem að hafði farið í. Það var gegn Rochdale AFC í deildarbikarnum tímabilið 2019-20. Markvörður Rochdale í þeim leik var Robert Sánchez, markvörður Brighton á sunnudag. Fór það svo að Sánchez varði ekki eina einustu spyrnu í marki Brighton og þó David De Gea hafi heldur ekki varið eina einustu spyrnu þá hitti Solly March ekki á markið og Man United hafði betur 7-6 eftir að Victor Lindelöf þrumaði sinni spyrnu í netið. EVERY angle of THAT @vlindelof penalty #EmiratesFACup pic.twitter.com/hu6Fks3gGW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) April 24, 2023 Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30 Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Man United og Brighton mættust í frekar jöfnum leik á Wembley í Lundúnum. Undir var sæti í úrslitum FA-bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, gegn Manchester City. Það var ljóst að mikið var í húfi og á endanum var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Brighton 0-0 Manchester United (6:7 on pens)Manchester United qualify for a 21st FA Cup final - the joint-most of any side, moving level with Arsenal.Nothing to separate the teams in normal play, and ends in penalty heartbreak for the Seagulls... pic.twitter.com/5Pwm8TyKUt— Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 23, 2023 Úrslit leiksins myndu því ráðast í vítaspyrnukeppni, eitthvað sem sendi kaldan svita niður bak stuðningsfólk Man United en aldrei í sögu félagsins hafði það áfram í ensku bikarkeppninni eftir vítaspyrnukeppni. Féll Man Utd til að mynda úr leik gegn B-deildarliði Middlesbrough á síðustu leiktíð. Vorið 2009 tapaði Man Utd gegn Everton í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Árið 2005 fór Man Utd alla leið í úrslit en beið lægri hlut gegn Arsenal eftir vítaspyrnukeppni. Saga liðsins í FA-bikarkeppninni var því ekki með Man Utd þegar flautað var til loka framlengingar á Wembley. Ekki bætti úr skák að liðið hafði aðeins unnið eina af síðustu átta vítaspyrnukeppnum sem að hafði farið í. Það var gegn Rochdale AFC í deildarbikarnum tímabilið 2019-20. Markvörður Rochdale í þeim leik var Robert Sánchez, markvörður Brighton á sunnudag. Fór það svo að Sánchez varði ekki eina einustu spyrnu í marki Brighton og þó David De Gea hafi heldur ekki varið eina einustu spyrnu þá hitti Solly March ekki á markið og Man United hafði betur 7-6 eftir að Victor Lindelöf þrumaði sinni spyrnu í netið. EVERY angle of THAT @vlindelof penalty #EmiratesFACup pic.twitter.com/hu6Fks3gGW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) April 24, 2023 Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30 Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30
Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20