Sáttur í Þorlákshöfn: „Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 16:32 Semple í baráttunni við Hjálmar Stefánsson. Kári Jónsson og Styrmir Snær Þrastarson fylgjast með. Vísir/Bára Dröfn „Við komum út og spiluðum af mikilli orku, fyrirliðinn okkar setti þrjá þrista en þeir komu til baka. Mér leið eins og í hvert skipti sem fórum á skrið þá komu þeir allaf til baka,“ sagði Jordan Semple í viðtali við Körfuboltakvöld eftir frækinn sigur Þórs Þorlákshafnar á Val í gær, þriðjudag. Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira