Tryggjum raforkuöryggi heimila Halla Hrund Logadóttir skrifar 27. apríl 2023 07:01 Orkuþörf heimila á Íslandi er innan við 5% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar. Væru þau í framboði til Alþingis myndu þau því ekki ná kjördæmakjörnum fulltrúa á þing þó um sé að ræða hjartað í íslensku samfélagi. Orkuþörf venjulegra fyrirtækja, allt frá hárgreiðslustofum til fjármálafyrirtækja og bænda, er síðan hátt í 15% til viðbótar. Restin af orkuframleiðslunni, eða tæplega 80%, hennar fer til orkufreks iðnaðar svo sem álvera, járnblendis og gagnavera. Mikilvægir aðilar en með ólíka samningsstöðu Allir þessir ólíku aðilar eiga það sameiginlegt að skipta miklu máli fyrir hagkerfið og byggðir landsins. Samningsstaða þeirra um raforkukaup er þó afar ólík. Á meðan risar markaðarins hafa sterka samningsstöðu í gegnum magnkaup raforku eru heimilin veikur samningsaðili. Þau samanstanda einfaldlega af mörgum litlum kaupendum frá heimilum í Breiðholti niður í Laugardal yfir í bæi og byggðir landsins. Þetta ástand kemur einmitt sérstaklega illa við íbúa á landsbyggðinni svo sem á Ísafirði og Vestmannaeyjum sem treysta í ofanálag á raforku til húshitunar í gegnum fjarvarmaveitur sem má skerða umfram aðra íbúa landsins. Miklar breytingar hafa orðið á orkuumhverfi Íslands undanfarin ár og eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku er sífellt að aukast. Í dag er ekkert því til fyrirstöðu að heimilin í landinu verði hreinlega undir í samkeppninni um raforku bjóði annar kaupandi betur. Engin úrræði eru til að koma í veg fyrir slíkt ástand með lagalegu inngripi. Heimilin eru þannig á ystu nöf í ölduróti orkumarkaðarins á meðan risarnir búa við langtímasamninga sem tryggja raforkuþörf þeirra. Vernd í þágu almennings ekki séríslensk krafa Þetta misræmi hefur ekki alltaf verið við lýði. Áður fyrr bar Landsvirkjun skýra lagalega ábyrgð á því að tryggja orku fyrir heimilin og venjuleg fyrirtæki. Þegar orkulöggjöf Evrópusambandsins var fyrst tekin upp í íslenskan rétt var þessi ábyrgð Landsvirkjunar felld úr gildi án þess að nýjar lausnir væru innleiddar. Þó eru margar leiðir færar innan Evrópulöggjafarinnar, ekki síst í kjölfar orkukrísu álfunnar, sem einmitt er ætlað að tryggja orkuöryggi heimila en þær hafa ekki verið innleiddar í lög hér á landi. Vernd fyrir heimilin í landinu er því ekki séríslensk krafa enda raforka íbúa nauðsynjavara, grunnþjónusta við borgara, sem ekki er hægt að skipta út með hraði. Færa má sterk rök fyrir því að það að tryggja bæði heimilum og venjulegum fyrirtækjum aðgengi að raforku. Þetta skiptir sérstaklega máli á Íslandi fremur en í öðrum ríkjum, þar sem hér er um að ræða einangrað raforkukerfi sem byggir á sveiflum í skilyrðum náttúrunnar sjálfrar, orku úr vatnsafli og jarðvarma sameiginlegra auðlinda og hér er ekki hægt að stóla á varabirgðir annars staðar frá. Ekki ævintýraleg spennusaga Möguleiki á orkuskorti til heimila sem lýst er hér að ofan er því miður ekki spennusaga. Hún er lýsing á stöðu sem raungerðist að hluta síðastliðinn vetur og við sjáum strax að getur endurtekið sig. Þá fóru saman mikil sala raforku til stórnotenda og töluverðar sveiflur í framleiðslu vegna tíðarfars og bilana. Afleiðingin var sú að ákveðin óvissa var til staðar hvort næg raforka væri til fyrir almenning. Samtímis skorti orku í flutningstöp sem segja má að sé forsenda þess að orkukerfið okkar starfi eðlilega. Það leiddi til þess að orkuverð í töpin, sem nánast jafn stór notandi og heimilin – eða um 2% markaðarins - hækkaði gífurlega á skömmum tíma, um rúmlega 300% fyrir það magn sem skorti. Þessi niðurstaða sýndi svart á hvítu að aðgerðaleysi í garð heimila getur haft neikvæð áhrif á orkuverð þeirra sem er mikilvægt umhugsunarefni fyrir þing og þjóð. Mikilvægt er að vernda heimili Á næstu árum má gera má ráð fyrir mikilli og áframhaldandi umframeftirspurn í endurnýjanlega orku meðal annars vegna krefjandi aðstæðna á orkumörkuðum Evrópu og aukinnar raforkunotkunar vegna orkuskipta í takt við loftslagsmarkmið þjóða. Það mun auka áhættuna af því að óvissa verði um hvort orkuöryggi heimila sé tryggt. Breytingar á tíðarfari geta haft áhrif og munu ef til vill ráða úrslitum í því hvernig næstu misseri þróast. Hér er afar mikilvægt að hafa í huga að vernda þarf heimili óháð magni raforku sem framleidd er með núverandi eða nýjum virkjunum framtíðarinnar. Veik staða þeirra verður sú sama án lagabreytinga. Landsvirkjun hefur lengi vakið athygli á þessu ástandi, nú síðast á ársfundi sínum. Ráðherra orkumála hefur sömuleiðis kallað eftir aðgerðum sem miða að því að tryggja orkuöryggi heimila landsins. Á síðasta ári vann t.d. starfshópur á hans vegum að fjölþættum tillögum til úrbóta á regluverki raforkumála í samræmi við löggjöf ESB, sem tryggðu bæði framboð og stöðugleika í verði óháð landshlutum. Samráðshópurinn samanstóð af fulltrúum frá orkuframleiðendum og orkusölufyrirtækjum, Orkustofnun, Neytendasamtökunum, Landsneti og Landsvernd. Orkustofnun hefur verið vakin og sofin yfir verkefninu, sem sjá má í ítrekuðum umsögnum stofnunarinnar á heimasíðu hennar, og tekið þátt í að útfæra tillögur um mál sem gætu bætt stöðu heimilanna. Sömuleiðis hefur Orkustofnun lagt áherslu á að bæta aðgengi og vinnslu gagna innan stofnunarinnar til að fá betri yfirsýn yfir stöðu mála. Heilt yfir eru allir á því að bregðast þurfi við stöðunni. Einstaka tillögur þarf að útfæra betur, sumar eru tæknilegs eðlis en um margt er þegar sátt um og mikil þörf að ráðast strax í að tryggja öryggi. Lágmarkslisti sem þarf til að vernda heimili Nú hefur frumvarp sem miðar að því að taka á stöðunni verið lagt fyrir Alþingi, 20 árum eftir að ábyrgð Landsvirkjunar á orkuöryggi almennings var felld úr gildi, og frumvarpinu ber að fagna. Mikilvægt er þó að átta sig á að mun betur má ef duga skal til að tryggja að almenningur í landinu hafi aðgang að tryggri raforku á stöðugu verði. Að frumvarpinu óbreyttu er ekki er spurning um hvort heldur hvenær raforkuskortur og áhrif á verðlag raungerist til heimila, því frumvarpsdrögin eru bitlaus sem smjörhnífur þegar kemur að vernd þeirra. Að mati Orkustofnunar er hér um að ræða lágmarkslista sem þarf til úrbóta á frumvarpinu. Hann er ekki fullnægjandi en myndi þó vera skref í rétta átt: Heimili séu strax skilgreind sérstaklega sem alþjónustunotendur sem eigi að njóta sérstaks öryggis. Hér þyrfti helst að girða af markað alþjónustunotenda í heild sinni, þ.e.a.s venjulegra fyrirtækja sömuleiðis líkt til að tryggja yfirsýn og framboð þeirra. Orkuframleiðendur bjóði lengri tíma samninga fyrir alþjónustunotendur til að tryggja stöðugleika í framboði og draga úr sveiflum í verði. Einnig að þeir geri sömuleiðis ráð fyrir magni til boða í skammtímasveiflur í orkunotkun þessa litla hóps, líkt og vegna kuldakastanna í vetur. Orkusölufyrirtækjum beri að sýna fram á að þeir hafi raunverulega tryggt sér orku í þá samninga sem þeir gera við alþjónustunotendur. Efla gagnaheimildir og ekki síst langtíma fjármögnun greiningar gagna til að efla yfirsýn og og þar með eftirlit með markaði. Innleiða lágmarksheimildir til inngripa stefni í raforkuskort til þessa hóps. Sýnum djörfung og dug í að uppfylla grunnskyldur við þegna landsins af alúð og ábyrgð. Setjum málið í fyrsta forgang á Alþingi þannig að heimilin komist í skjól frá brimrótinu áður en aldan skellur á þeim. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Halla Hrund Logadóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Orkuþörf heimila á Íslandi er innan við 5% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar. Væru þau í framboði til Alþingis myndu þau því ekki ná kjördæmakjörnum fulltrúa á þing þó um sé að ræða hjartað í íslensku samfélagi. Orkuþörf venjulegra fyrirtækja, allt frá hárgreiðslustofum til fjármálafyrirtækja og bænda, er síðan hátt í 15% til viðbótar. Restin af orkuframleiðslunni, eða tæplega 80%, hennar fer til orkufreks iðnaðar svo sem álvera, járnblendis og gagnavera. Mikilvægir aðilar en með ólíka samningsstöðu Allir þessir ólíku aðilar eiga það sameiginlegt að skipta miklu máli fyrir hagkerfið og byggðir landsins. Samningsstaða þeirra um raforkukaup er þó afar ólík. Á meðan risar markaðarins hafa sterka samningsstöðu í gegnum magnkaup raforku eru heimilin veikur samningsaðili. Þau samanstanda einfaldlega af mörgum litlum kaupendum frá heimilum í Breiðholti niður í Laugardal yfir í bæi og byggðir landsins. Þetta ástand kemur einmitt sérstaklega illa við íbúa á landsbyggðinni svo sem á Ísafirði og Vestmannaeyjum sem treysta í ofanálag á raforku til húshitunar í gegnum fjarvarmaveitur sem má skerða umfram aðra íbúa landsins. Miklar breytingar hafa orðið á orkuumhverfi Íslands undanfarin ár og eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku er sífellt að aukast. Í dag er ekkert því til fyrirstöðu að heimilin í landinu verði hreinlega undir í samkeppninni um raforku bjóði annar kaupandi betur. Engin úrræði eru til að koma í veg fyrir slíkt ástand með lagalegu inngripi. Heimilin eru þannig á ystu nöf í ölduróti orkumarkaðarins á meðan risarnir búa við langtímasamninga sem tryggja raforkuþörf þeirra. Vernd í þágu almennings ekki séríslensk krafa Þetta misræmi hefur ekki alltaf verið við lýði. Áður fyrr bar Landsvirkjun skýra lagalega ábyrgð á því að tryggja orku fyrir heimilin og venjuleg fyrirtæki. Þegar orkulöggjöf Evrópusambandsins var fyrst tekin upp í íslenskan rétt var þessi ábyrgð Landsvirkjunar felld úr gildi án þess að nýjar lausnir væru innleiddar. Þó eru margar leiðir færar innan Evrópulöggjafarinnar, ekki síst í kjölfar orkukrísu álfunnar, sem einmitt er ætlað að tryggja orkuöryggi heimila en þær hafa ekki verið innleiddar í lög hér á landi. Vernd fyrir heimilin í landinu er því ekki séríslensk krafa enda raforka íbúa nauðsynjavara, grunnþjónusta við borgara, sem ekki er hægt að skipta út með hraði. Færa má sterk rök fyrir því að það að tryggja bæði heimilum og venjulegum fyrirtækjum aðgengi að raforku. Þetta skiptir sérstaklega máli á Íslandi fremur en í öðrum ríkjum, þar sem hér er um að ræða einangrað raforkukerfi sem byggir á sveiflum í skilyrðum náttúrunnar sjálfrar, orku úr vatnsafli og jarðvarma sameiginlegra auðlinda og hér er ekki hægt að stóla á varabirgðir annars staðar frá. Ekki ævintýraleg spennusaga Möguleiki á orkuskorti til heimila sem lýst er hér að ofan er því miður ekki spennusaga. Hún er lýsing á stöðu sem raungerðist að hluta síðastliðinn vetur og við sjáum strax að getur endurtekið sig. Þá fóru saman mikil sala raforku til stórnotenda og töluverðar sveiflur í framleiðslu vegna tíðarfars og bilana. Afleiðingin var sú að ákveðin óvissa var til staðar hvort næg raforka væri til fyrir almenning. Samtímis skorti orku í flutningstöp sem segja má að sé forsenda þess að orkukerfið okkar starfi eðlilega. Það leiddi til þess að orkuverð í töpin, sem nánast jafn stór notandi og heimilin – eða um 2% markaðarins - hækkaði gífurlega á skömmum tíma, um rúmlega 300% fyrir það magn sem skorti. Þessi niðurstaða sýndi svart á hvítu að aðgerðaleysi í garð heimila getur haft neikvæð áhrif á orkuverð þeirra sem er mikilvægt umhugsunarefni fyrir þing og þjóð. Mikilvægt er að vernda heimili Á næstu árum má gera má ráð fyrir mikilli og áframhaldandi umframeftirspurn í endurnýjanlega orku meðal annars vegna krefjandi aðstæðna á orkumörkuðum Evrópu og aukinnar raforkunotkunar vegna orkuskipta í takt við loftslagsmarkmið þjóða. Það mun auka áhættuna af því að óvissa verði um hvort orkuöryggi heimila sé tryggt. Breytingar á tíðarfari geta haft áhrif og munu ef til vill ráða úrslitum í því hvernig næstu misseri þróast. Hér er afar mikilvægt að hafa í huga að vernda þarf heimili óháð magni raforku sem framleidd er með núverandi eða nýjum virkjunum framtíðarinnar. Veik staða þeirra verður sú sama án lagabreytinga. Landsvirkjun hefur lengi vakið athygli á þessu ástandi, nú síðast á ársfundi sínum. Ráðherra orkumála hefur sömuleiðis kallað eftir aðgerðum sem miða að því að tryggja orkuöryggi heimila landsins. Á síðasta ári vann t.d. starfshópur á hans vegum að fjölþættum tillögum til úrbóta á regluverki raforkumála í samræmi við löggjöf ESB, sem tryggðu bæði framboð og stöðugleika í verði óháð landshlutum. Samráðshópurinn samanstóð af fulltrúum frá orkuframleiðendum og orkusölufyrirtækjum, Orkustofnun, Neytendasamtökunum, Landsneti og Landsvernd. Orkustofnun hefur verið vakin og sofin yfir verkefninu, sem sjá má í ítrekuðum umsögnum stofnunarinnar á heimasíðu hennar, og tekið þátt í að útfæra tillögur um mál sem gætu bætt stöðu heimilanna. Sömuleiðis hefur Orkustofnun lagt áherslu á að bæta aðgengi og vinnslu gagna innan stofnunarinnar til að fá betri yfirsýn yfir stöðu mála. Heilt yfir eru allir á því að bregðast þurfi við stöðunni. Einstaka tillögur þarf að útfæra betur, sumar eru tæknilegs eðlis en um margt er þegar sátt um og mikil þörf að ráðast strax í að tryggja öryggi. Lágmarkslisti sem þarf til að vernda heimili Nú hefur frumvarp sem miðar að því að taka á stöðunni verið lagt fyrir Alþingi, 20 árum eftir að ábyrgð Landsvirkjunar á orkuöryggi almennings var felld úr gildi, og frumvarpinu ber að fagna. Mikilvægt er þó að átta sig á að mun betur má ef duga skal til að tryggja að almenningur í landinu hafi aðgang að tryggri raforku á stöðugu verði. Að frumvarpinu óbreyttu er ekki er spurning um hvort heldur hvenær raforkuskortur og áhrif á verðlag raungerist til heimila, því frumvarpsdrögin eru bitlaus sem smjörhnífur þegar kemur að vernd þeirra. Að mati Orkustofnunar er hér um að ræða lágmarkslista sem þarf til úrbóta á frumvarpinu. Hann er ekki fullnægjandi en myndi þó vera skref í rétta átt: Heimili séu strax skilgreind sérstaklega sem alþjónustunotendur sem eigi að njóta sérstaks öryggis. Hér þyrfti helst að girða af markað alþjónustunotenda í heild sinni, þ.e.a.s venjulegra fyrirtækja sömuleiðis líkt til að tryggja yfirsýn og framboð þeirra. Orkuframleiðendur bjóði lengri tíma samninga fyrir alþjónustunotendur til að tryggja stöðugleika í framboði og draga úr sveiflum í verði. Einnig að þeir geri sömuleiðis ráð fyrir magni til boða í skammtímasveiflur í orkunotkun þessa litla hóps, líkt og vegna kuldakastanna í vetur. Orkusölufyrirtækjum beri að sýna fram á að þeir hafi raunverulega tryggt sér orku í þá samninga sem þeir gera við alþjónustunotendur. Efla gagnaheimildir og ekki síst langtíma fjármögnun greiningar gagna til að efla yfirsýn og og þar með eftirlit með markaði. Innleiða lágmarksheimildir til inngripa stefni í raforkuskort til þessa hóps. Sýnum djörfung og dug í að uppfylla grunnskyldur við þegna landsins af alúð og ábyrgð. Setjum málið í fyrsta forgang á Alþingi þannig að heimilin komist í skjól frá brimrótinu áður en aldan skellur á þeim. Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar