Mikilvægt að standa saman að bættum kjörum fanga Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir skrifar 26. apríl 2023 14:00 Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins sem er ætlað að veita einstaklingum í afplánun stuðning þegar þeir eru að koma út í samfélagið á ný. Stuðningurinn kemur frá sjálfboðaliða sem aðstoðar einstakling við ýmsa praktíska hluti í allt að eitt ár. Verkefnastjóri úrræðisins, Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir, segir að fangelsin séu ekki rétti staðurinn fyrir þennan hóp. „Það þarf að vera úrræði þar sem þessir einstaklingar fá þá geðheilbrigðisþjónustu og stuðning sem þeir þurfa,” segir hún. „Þetta er brýnt málefni og það þarf að efla heilbrigðisþjónustu við fanga með áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu, en mikilvægt er að horft sé með heildrænum hætti á málið og þannig sé tryggð samhæfð þjónusta fyrir þennan hóp, einnig eftir að afplánun lýkur.“ Skortur á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu Áhyggjur Rauða krossins snúa fyrst og fremst að því hvort þessir einstaklingar fái viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur. Skortur á viðeigandi þjónustu og öryggi fyrir verulega veika einstaklinga í fangelsum landsins getur talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu – því það getur flokkast sem svo að þessum föngum sé ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og fangelsin vinni betur saman, því í fangelsum skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, auk þeirrar sérstöku heilbrigðisþjónustu sem lög og reglur um fanga segja til um. Gagnrýni frá eftirlitsaðilum Það er vilji allra þeirra sem koma að fangelsismálum að sinna þessum hópi vel og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, en það virðist vera úrræðaleysi í kerfinu. Pyntinganefnd Evrópuráðs hefur ítrekað gert athugasemdir við stöðu fangelsismála á Íslandi og í byrjun árs gáfu mannréttindasamtökin Amnesty International út skýrslu sem fjallaði um einangrunarvistun í fangelsum hér á landi. Þar segir að misbeiting einangrunarvistar sé umfangsmikil og tekið fram að það eigi einnig við um einangrunarvistun barna og einstaklinga með fatlanir og geðraskanir. Einangrunarvist skal vera háð ströngum skilyrðum og skal aðeins vara í sem skemmstan tíma, samkvæmt alþjóðalögum. Eins og staðan er í dag er veikum einstaklingum boðið upp á ómannúðlegar aðstæður. Það er verið að kalla eftir breytingum og stjórnvöldum ber skylda til þess að bregðast við því ákalli. Höfundur er verkefnastjóri í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagasamtök Geðheilbrigði Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins sem er ætlað að veita einstaklingum í afplánun stuðning þegar þeir eru að koma út í samfélagið á ný. Stuðningurinn kemur frá sjálfboðaliða sem aðstoðar einstakling við ýmsa praktíska hluti í allt að eitt ár. Verkefnastjóri úrræðisins, Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir, segir að fangelsin séu ekki rétti staðurinn fyrir þennan hóp. „Það þarf að vera úrræði þar sem þessir einstaklingar fá þá geðheilbrigðisþjónustu og stuðning sem þeir þurfa,” segir hún. „Þetta er brýnt málefni og það þarf að efla heilbrigðisþjónustu við fanga með áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu, en mikilvægt er að horft sé með heildrænum hætti á málið og þannig sé tryggð samhæfð þjónusta fyrir þennan hóp, einnig eftir að afplánun lýkur.“ Skortur á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu Áhyggjur Rauða krossins snúa fyrst og fremst að því hvort þessir einstaklingar fái viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur. Skortur á viðeigandi þjónustu og öryggi fyrir verulega veika einstaklinga í fangelsum landsins getur talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu – því það getur flokkast sem svo að þessum föngum sé ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og fangelsin vinni betur saman, því í fangelsum skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, auk þeirrar sérstöku heilbrigðisþjónustu sem lög og reglur um fanga segja til um. Gagnrýni frá eftirlitsaðilum Það er vilji allra þeirra sem koma að fangelsismálum að sinna þessum hópi vel og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, en það virðist vera úrræðaleysi í kerfinu. Pyntinganefnd Evrópuráðs hefur ítrekað gert athugasemdir við stöðu fangelsismála á Íslandi og í byrjun árs gáfu mannréttindasamtökin Amnesty International út skýrslu sem fjallaði um einangrunarvistun í fangelsum hér á landi. Þar segir að misbeiting einangrunarvistar sé umfangsmikil og tekið fram að það eigi einnig við um einangrunarvistun barna og einstaklinga með fatlanir og geðraskanir. Einangrunarvist skal vera háð ströngum skilyrðum og skal aðeins vara í sem skemmstan tíma, samkvæmt alþjóðalögum. Eins og staðan er í dag er veikum einstaklingum boðið upp á ómannúðlegar aðstæður. Það er verið að kalla eftir breytingum og stjórnvöldum ber skylda til þess að bregðast við því ákalli. Höfundur er verkefnastjóri í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun