Barcelona tapaði óvænt fyrir Rayo Vallecano Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. apríl 2023 22:16 Úr leik kvöldsins. Florencia Tan Jun/Getty Images Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, tapaði einkar óvænt fyrir Rayo Vallecano í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, í kvöld. Eftir tap Real Madríd í gær hefði Barcelona nánast endanlega getað tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri í kvöld en allt kom fyrir ekki. Vallecano, sem er um miðja deild, sýndi sínar bestu hliðar og komst yfir eftir nítján mínútna leik. Alvaro Garcia með markið eftir sendingu Sergio Camello. Börsungar voru augljóslega pirraðir og nældu sér í þrjú gul spjöld áður en fyrri hálfleik var lokið. Þeir komu hins vegar boltanum aldrei í netið og staðan 1-0 í hálfleik. Staðan var fljót að breytast í síðari hálfleik en Fran Garcia tvöfaldaði foryst heimamanna á 54. mínútu. Xavi, þjálfari Börsunga, gerði tvær breytingar strax í kjölfarið og þrjár til viðbótar áður en Robert Lewandowski minnkaði muninn undir lok leiks. Nær komust gestirnir ekki og Rayo Vallecano vann magnaðan 2-1 sigur á toppliðinu. Barcelona er á toppi La Liga með 76 stig á meðan Real Madríd er í 2. sæti með 65 stig. Bæði lið eiga sjö leiki eftir. Þá er Atlético Madríd að gera sig líklegt til að stela öðru sætinu en liðið er aðeins tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum þökk sé 3-1 sigri á Mallorca í kvöld. Rodrigo de Paul, Álvaro Morata og Yannick Carrasco með mörkin. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Úkraína komst yfir Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM Sjá meira
Eftir tap Real Madríd í gær hefði Barcelona nánast endanlega getað tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri í kvöld en allt kom fyrir ekki. Vallecano, sem er um miðja deild, sýndi sínar bestu hliðar og komst yfir eftir nítján mínútna leik. Alvaro Garcia með markið eftir sendingu Sergio Camello. Börsungar voru augljóslega pirraðir og nældu sér í þrjú gul spjöld áður en fyrri hálfleik var lokið. Þeir komu hins vegar boltanum aldrei í netið og staðan 1-0 í hálfleik. Staðan var fljót að breytast í síðari hálfleik en Fran Garcia tvöfaldaði foryst heimamanna á 54. mínútu. Xavi, þjálfari Börsunga, gerði tvær breytingar strax í kjölfarið og þrjár til viðbótar áður en Robert Lewandowski minnkaði muninn undir lok leiks. Nær komust gestirnir ekki og Rayo Vallecano vann magnaðan 2-1 sigur á toppliðinu. Barcelona er á toppi La Liga með 76 stig á meðan Real Madríd er í 2. sæti með 65 stig. Bæði lið eiga sjö leiki eftir. Þá er Atlético Madríd að gera sig líklegt til að stela öðru sætinu en liðið er aðeins tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum þökk sé 3-1 sigri á Mallorca í kvöld. Rodrigo de Paul, Álvaro Morata og Yannick Carrasco með mörkin.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Úkraína komst yfir Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM Sjá meira