Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfsmannafund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2023 14:46 Starfsmannafundur hefur verið boðaður í Menntaskólanum við Sund í dag þar sem til stendur að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps ráðherra. Vísir/Vilhelm Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru starfsmannafundirnir á dagskrá um klukkan 15:30 í dag. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefði skipað stýrihóp um „eflingu framhaldsskóla“. Skólarnir standi frammi fyrir breytingum þar sem gera megi ráð fyrir að nemendum í bóknámi muni fækka á komandi árum. Árgangar verði fámennari og hlutur starfs- og verknáms aukast. Þessi nýja staða kalli á „breytingar á skipulagi, nýtingu húsnæðis og tilfærslu fjármuna innan kerfisins sem nýtast við að efla stuðning við nemendur og auka skólaþróun“, líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Ekki hefur náðst í Ásmund Einar og Kolfinnu Jóhannesdóttur, skólameistara Kvennaskólans í dag, en Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, sagði í samtali við Vísi í dag ekki tímabært að tjá sig um efni fundarins. Aukin skólaþjónusta og hagræðing Mikil umræða hefur farið fram á síðustu árum um framtíð framhaldsskóla í landinu. Á dögunum var kynnt niðurstaða sérstakrar verkefnastjórnar að kannað verði kostir þess að framtíðarhúsnæði Tækniskólans verði í Hafnarfirði og að Tækniskólinn og Flensborgarskóli yrðu sameinaðir. Sömuleiðis hefur lengi verið rætt um möguleika á sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Verkefni stýrihópsins nú er sagt vera að „móta aðgerðir til að ná markmiðum menntastefnu stjórnvalda til 2030 og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu verk- og starfsnáms“. Tillögur hópsins munu einnig byggja á markmiðum stjórnvalda um að auka farsæld barna og ungmenna, meðal annars með „samþættingu kerfa, aukinni skólaþjónustu og hagræðingu, eftirfylgni og samvinnu“. Stýrihópur ráðherrans: Hafþór Einarsson, Sigríður Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og Anna María Gunnarsdóttir. Þorsteinn og Sigríður leiða vinnu hópsins. Stjr Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir ennfremur að stýrihópnum sé falið að móta og leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins og mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Þorsteinn og Sigríður leiða hópinn Stýrihópnum verður þannig falið að meta rekstrarforsendur framhaldsskólanna með hliðsjón af fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024–2028 og gera tillögur að úrbótum þar sem við á. „Við mótun aðgerða mun hópurinn sérstaklega hafa í huga að tryggja og efla gæði náms sem búi nemendur undir samfélagslegar áskoranir í síbreytilegum heimi auk þess að skólarnir hafi getu til að þjónusta fjölbreyttan hóp nemenda. Hópinn skipa Þorsteinn Gunnarsson, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Sigríður Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri og fyrrv. aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, Anna María Gunnarsdóttir og Hafþór Einarsson, sérfræðingar í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þorsteinn og Sigríður leiða starf stýrihópsins en hópurinn mun eiga náið samráð við skólastjórnendur, kennara, nemendur og aðra hagaðila við mótun aðgerða. Tillögum verður skilað í áföngum til mennta- og barnamálaráðherra í maí, ágúst og október,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru starfsmannafundirnir á dagskrá um klukkan 15:30 í dag. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefði skipað stýrihóp um „eflingu framhaldsskóla“. Skólarnir standi frammi fyrir breytingum þar sem gera megi ráð fyrir að nemendum í bóknámi muni fækka á komandi árum. Árgangar verði fámennari og hlutur starfs- og verknáms aukast. Þessi nýja staða kalli á „breytingar á skipulagi, nýtingu húsnæðis og tilfærslu fjármuna innan kerfisins sem nýtast við að efla stuðning við nemendur og auka skólaþróun“, líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Ekki hefur náðst í Ásmund Einar og Kolfinnu Jóhannesdóttur, skólameistara Kvennaskólans í dag, en Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, sagði í samtali við Vísi í dag ekki tímabært að tjá sig um efni fundarins. Aukin skólaþjónusta og hagræðing Mikil umræða hefur farið fram á síðustu árum um framtíð framhaldsskóla í landinu. Á dögunum var kynnt niðurstaða sérstakrar verkefnastjórnar að kannað verði kostir þess að framtíðarhúsnæði Tækniskólans verði í Hafnarfirði og að Tækniskólinn og Flensborgarskóli yrðu sameinaðir. Sömuleiðis hefur lengi verið rætt um möguleika á sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Verkefni stýrihópsins nú er sagt vera að „móta aðgerðir til að ná markmiðum menntastefnu stjórnvalda til 2030 og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu verk- og starfsnáms“. Tillögur hópsins munu einnig byggja á markmiðum stjórnvalda um að auka farsæld barna og ungmenna, meðal annars með „samþættingu kerfa, aukinni skólaþjónustu og hagræðingu, eftirfylgni og samvinnu“. Stýrihópur ráðherrans: Hafþór Einarsson, Sigríður Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og Anna María Gunnarsdóttir. Þorsteinn og Sigríður leiða vinnu hópsins. Stjr Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir ennfremur að stýrihópnum sé falið að móta og leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins og mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Þorsteinn og Sigríður leiða hópinn Stýrihópnum verður þannig falið að meta rekstrarforsendur framhaldsskólanna með hliðsjón af fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024–2028 og gera tillögur að úrbótum þar sem við á. „Við mótun aðgerða mun hópurinn sérstaklega hafa í huga að tryggja og efla gæði náms sem búi nemendur undir samfélagslegar áskoranir í síbreytilegum heimi auk þess að skólarnir hafi getu til að þjónusta fjölbreyttan hóp nemenda. Hópinn skipa Þorsteinn Gunnarsson, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Sigríður Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri og fyrrv. aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, Anna María Gunnarsdóttir og Hafþór Einarsson, sérfræðingar í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þorsteinn og Sigríður leiða starf stýrihópsins en hópurinn mun eiga náið samráð við skólastjórnendur, kennara, nemendur og aðra hagaðila við mótun aðgerða. Tillögum verður skilað í áföngum til mennta- og barnamálaráðherra í maí, ágúst og október,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira