Fljótagöng og samgöngur í Fljótum og til Siglufjarðar Stefán Vagn Stefánsson skrifar 28. apríl 2023 11:30 Nú í vikunni var birt sláandi mynd af ástandi Siglufjarðarvegar. Þar sést greinilega hversu mikið hefur hrunið úr hlíðinni, en það er stutt í að vegurinn verði í raun ófær eða honum lokað sem öryggisráðstöfun. Öllum ætti að vera ljóst að núverandi veglína er ekki framtíðarlausn og að horfa verði til annarra leiða hvað varðar samgöngur milli Fljóta og Siglufjarðar. Að þessu sögðu er ljóst að framkvæmdir við Fljótagöng þola enga bið og hefja þarf undirbúning þeirra strax. Göng á milli Fljóta og Siglufjarðar yrðu gríðarleg samgöngubót fyrir vegfarendur á þessari leið en ekki síður myndi slík framkvæmd auka umferðaröryggi verulega. Öryggi í forgangi Öryggi þeirra sem um vegina fara er að mínu mati sá þáttur sem sérstaklega þarf að horfa til við forgangsröðun jarðgangna. Íbúar í Fljótum sækja mikla þjónustu til Siglufjarðar og því ljóst að samfélagsleg áhrif Fljótagangna yrðu mikil. Þungaflutningar frá Siglufirði t.d. með sjávarafurðir suður myndu nýta leiðina um Fljót þar sem sú vegalengd er töluvert styttri en inn Eyjafjörð og Öxnadalsheiði. Því myndi þessi gangnagerð skila fyrirtækjum á svæðinu mikilli hagræðingu. Eins eru börn í Fljótum að sækja skólaþjónustu til Siglufjarðar og íbúar í einhverjum mæli vinnu. Hugsum um fólkið og öryggi þeirra sem þjónustuna þurfa að sækja annað. Við þurfum að vera tilbúin Það er hins vegar ljóst að þó svo að Fljótagöngum yrði forgangsraðað ofarlega í nýrri jarðgangnaáætlun, sem boðuð hefur verið í vor og ákvörðun tekin um að hefjast strax handa við undirbúning og framkvæmd gangnanna, er tíminn frá ákvörðun til opnunar talinn í árum. Því er afar brýnt að Vegagerðin sé tilbúin að bregðast við ef Siglufjarðarvegur lokast, en eins og áður var sagt getur slíkt gerst með stuttum fyrirvara og í raun hvenær sem er. Skynsamlegasta aðgerðin, sem ég tel í raun einboðin, er að farið verði strax í það að laga veginn um Lágheiði og gera hann tilbúinn til að taka við þeirri umferð sem kæmi ef Siglufjarðarvegur lokast. Ekki er verið að tala um að byggja um malbikaðan uppbyggðan veg heldur einfaldlega laga veginn þannig að hann sé akstursfær allt árið. Með þessu móti yrði einnig komið til móts við íbúa og fyrirtæki á svæðinu, sem árum saman hafa barist fyrir uppbyggingu á þeim vegi og er ill- eða ófær stóran hluta vetrarins. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Siglufjarðarvegur getur lokast án fyrirvara. Þá verðum við að vera kominn af stað með varaplan, sem að mínu mati er uppbygging og lagfæring á veginum um Lágheiði á meðan Fljótagöng eru í undirbúningi. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Vegagerð Framsóknarflokkurinn Fjallabyggð Skagafjörður Alþingi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni var birt sláandi mynd af ástandi Siglufjarðarvegar. Þar sést greinilega hversu mikið hefur hrunið úr hlíðinni, en það er stutt í að vegurinn verði í raun ófær eða honum lokað sem öryggisráðstöfun. Öllum ætti að vera ljóst að núverandi veglína er ekki framtíðarlausn og að horfa verði til annarra leiða hvað varðar samgöngur milli Fljóta og Siglufjarðar. Að þessu sögðu er ljóst að framkvæmdir við Fljótagöng þola enga bið og hefja þarf undirbúning þeirra strax. Göng á milli Fljóta og Siglufjarðar yrðu gríðarleg samgöngubót fyrir vegfarendur á þessari leið en ekki síður myndi slík framkvæmd auka umferðaröryggi verulega. Öryggi í forgangi Öryggi þeirra sem um vegina fara er að mínu mati sá þáttur sem sérstaklega þarf að horfa til við forgangsröðun jarðgangna. Íbúar í Fljótum sækja mikla þjónustu til Siglufjarðar og því ljóst að samfélagsleg áhrif Fljótagangna yrðu mikil. Þungaflutningar frá Siglufirði t.d. með sjávarafurðir suður myndu nýta leiðina um Fljót þar sem sú vegalengd er töluvert styttri en inn Eyjafjörð og Öxnadalsheiði. Því myndi þessi gangnagerð skila fyrirtækjum á svæðinu mikilli hagræðingu. Eins eru börn í Fljótum að sækja skólaþjónustu til Siglufjarðar og íbúar í einhverjum mæli vinnu. Hugsum um fólkið og öryggi þeirra sem þjónustuna þurfa að sækja annað. Við þurfum að vera tilbúin Það er hins vegar ljóst að þó svo að Fljótagöngum yrði forgangsraðað ofarlega í nýrri jarðgangnaáætlun, sem boðuð hefur verið í vor og ákvörðun tekin um að hefjast strax handa við undirbúning og framkvæmd gangnanna, er tíminn frá ákvörðun til opnunar talinn í árum. Því er afar brýnt að Vegagerðin sé tilbúin að bregðast við ef Siglufjarðarvegur lokast, en eins og áður var sagt getur slíkt gerst með stuttum fyrirvara og í raun hvenær sem er. Skynsamlegasta aðgerðin, sem ég tel í raun einboðin, er að farið verði strax í það að laga veginn um Lágheiði og gera hann tilbúinn til að taka við þeirri umferð sem kæmi ef Siglufjarðarvegur lokast. Ekki er verið að tala um að byggja um malbikaðan uppbyggðan veg heldur einfaldlega laga veginn þannig að hann sé akstursfær allt árið. Með þessu móti yrði einnig komið til móts við íbúa og fyrirtæki á svæðinu, sem árum saman hafa barist fyrir uppbyggingu á þeim vegi og er ill- eða ófær stóran hluta vetrarins. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Siglufjarðarvegur getur lokast án fyrirvara. Þá verðum við að vera kominn af stað með varaplan, sem að mínu mati er uppbygging og lagfæring á veginum um Lágheiði á meðan Fljótagöng eru í undirbúningi. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun