1. maí í 100 ár Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 1. maí 2023 13:00 Það er hægara sagt en gert að setja sig í spor alþýðufólksins sem safnaðist saman á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis árið 1923 þegar fyrsti kröfufundurinn í tilefni 1. maí var haldinn í Reykjavík fyrir akkúrat hundrað árum. Fátækralögin alræmdu voru enn í gildi. Fólki var bókstaflega refsað fyrir að vera fátækt. Sá sem þurfti fjárstuðning frá hinu opinbera missti nær öll borgaraleg réttindi og gat átt von á því að vera fluttur nauðugur milli landshluta. Fjölskyldum var sundrað og lögregla látin vakta hús og elta uppi þau sem flytja átti nauðungarflutningum. Allir sem þegið höfðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum, svo sem vegna atvinnuleysis, elli eða fötlunar, voru útilokaðir frá því að kjósa í bæjarstjórnarkosningum. Kosningaaldur miðaðist við 25 ár og utankjörfundaratkvæðagreiðslur tíðkuðust ekki svo sjómenn, önnur fjölmennasta stétt landsins, gátu fæstir kosið. Verkafólk þurfti að vinna myrkranna á milli til að hafa í sig og á. Félagsleg undirboð voru ekki undantekning heldur almenn regla. Engar félagslegar tryggingar voru til staðar gegn fátækt af völdum veikinda, aldurs, örorku eða atvinnuleysis, svo fólk lifði í eilífum ótta um afkomu sína. Það kom í hlut verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna að berja fram nýja og betri samfélagsgerð í þágu fjöldans, og þessu verkefni er hvergi nærri lokið. Þetta er barátta fyrir bættum kjörum en líka barátta fyrir frelsi og lýðræði. Víðast hvar var almennur kosningaréttur afsprengi harkalegrar verkalýðsbaráttu og sögulega hefur það verið verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga í Evrópu að útvíkka og verja almenn lýðréttindi. Íhaldsöflin gerðu allt hvað þau gátu til að hindra breytingar í átt að jafnara samfélagi. Sagan af þessu er kyrfilega varðveitt í Alþingistíðindum. Tökum nokkur dæmi frá millistríðsárunum: • Þegar Jón Baldvinsson, fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins, beitti sér fyrir lagasetningu um hvíldartíma háseta á togurum árið 1921, Vökulögunum svokölluðu, mætti hann harðri mótspyrnu frá fulltrúum atvinnurekendavaldsins á Alþingi. „Þetta mun óhjákvæmilega draga úr aflabrögðum,“ sagði einn þeirra. „Heldur hann kannski að sjómenn raki sig og þvoi sér vandlega og fari í sparifötin áður en þeir matast?“ spurði Ólafur Thors þegar Héðinn Valdimarsson barðist fyrir því nokkrum árum síðar að hvíldartíminn yrði lengdur í átta klukkustundir á sólarhring. Samflokksmaður Ólafs færði rök fyrir því að lengri hvíldartími myndi ala með þjóðinni leti, ómennsku og heimtufrekju. Jón Baldvinsson mætti auðvitað álíka harðri mótstöðu þegar hann lagði fram frumvarp um að útgerðarmönnum yrði skylt að tryggja muni og fatnað skipverja sem lenda í sjávarháska. • Þegar Jón Baldvinsson mælti fyrir því árið 1924 að fátækralögin yrðu endurskoðuð, tekið yrði fyrir nauðungarflutninga og hætt að svipta sveitarstyrkþega kosningarétti og öðrum borgararéttindum lagðist meirihluti allsherjarnefndar eindregið gegn slíkum breytingum. Jón Þorláksson og fleiri töldu að menn yrðu „miklu stórtækari til sveitarsjóðanna en áður ef styrkurinn hefir ekki lengur neinn réttindamissi í för með sér“ og einn þingmaður hafði á orði að sér þætti það „mjög ógeðfelld tilhugsun að menn sem ekki sjá sér og sínum farborða sakir óreglu, leti og annarrar ómennsku eigi að fara að sjá fyrir og stjórna okkur hinum“. • Atvinnuleysistryggingar voru alltaf eitur í beinum atvinnurekendavaldsins og fulltrúa þess á Alþingi. „Við sjálfstæðismenn leggjumst á móti atvinnuleysistryggingum,“ sagði Thor Thors árið 1935. „Það er beinlínis lagt fram fé til þess að viðhalda atvinnuleysinu með því að leggja fram fé til svokallaðra atvinnuleysistrygginga,“ sagði samflokksmaður hans. „Miðar það til þess að deyfa sjálfsbjargarhvöt manna og þeir reyna síður að sjá sjálfum sér farborða til hins ýtrasta,“ sagði sá þriðji. Allt eru þetta kunnugleg stef og enn í dag er sams konar rökum beitt gegn eflingu velferðarkerfisins. Raunar voru alvöru atvinnuleysistryggingar ekki lögfestar á Íslandi fyrr en árið 1955 eftir löng og hörð verkföll, mörgum áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum. • Íhaldsmenn hömuðust gegn lögunum um verkamannabústaði árið 1929 og kusu gegn þeim. Ólafur Thors hæddist að Héðni Valdimarssyni fyrir að „þenja sig og grenja um dimmu, köldu og röku kjallaraholurnar“ og gaf lítið fyrir það sem hann kallaði „tilfinningavæl jafnaðarmanna“. Hann hélt því fram að löggjöfin yrði „almenningi til skaða“ enda myndu „slík afskipti hins opinbera draga úr framtaki einstaklingsins til bygginga“. Sams konar sjónarmið birtust síðar frá Bjarna Benediktssyni þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur. „Ein alvarlegasta ásökunin á hendur Reykjavíkurbæ er sú að hann verji ekki nægu fé til að koma upp ódýru húsnæði fyrir almenning. Við sjálfstæðismenn teljum það yfirleitt ekki vera í verkahring þess opinbera að sjá fyrir þessum þörfum manna.“ Verkamannabústaðirnir voru reistir fyrir harðfylgi verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna og tryggðu þúsundum fjölskyldna þak yfir höfuðið. Kerfið var svo lagt niður af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um síðustu aldamót með hörmulegum afleiðingum fyrir almenning í landinu. Þannig var lagður grunnur að húsnæðiskreppu sem sér ekki fyrir endann á. Flest af þeim félagslegu réttindamálum og framfaraskrefum sem kunna að virðast hversdagsleg lífsgæði í dag voru hápólitísk og kostuðu harðvítug átök við ráðandi stéttir. Það mun líka kosta átök að viðhalda þessum réttindum og styrkja þau enn frekar. Þar verður samtakamátturinn sem fyrr sterkasta vopnið. Á fjöldafundinum 1. maí 1923 voru settar fram kröfur um aukið húsnæðisöryggi, mannsæmandi vinnuaðstæður, réttlátara skattkerfi, traustar almannatryggingar, lýðræðisumbætur og útrýmingu fátæktar. Baráttan fyrir öllu þessu heldur áfram hundrað árum síðar og byggir enn á sömu grunngildunum um jöfnuð, frelsi, samstöðu og mannlega reisn okkar allra. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er hægara sagt en gert að setja sig í spor alþýðufólksins sem safnaðist saman á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis árið 1923 þegar fyrsti kröfufundurinn í tilefni 1. maí var haldinn í Reykjavík fyrir akkúrat hundrað árum. Fátækralögin alræmdu voru enn í gildi. Fólki var bókstaflega refsað fyrir að vera fátækt. Sá sem þurfti fjárstuðning frá hinu opinbera missti nær öll borgaraleg réttindi og gat átt von á því að vera fluttur nauðugur milli landshluta. Fjölskyldum var sundrað og lögregla látin vakta hús og elta uppi þau sem flytja átti nauðungarflutningum. Allir sem þegið höfðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum, svo sem vegna atvinnuleysis, elli eða fötlunar, voru útilokaðir frá því að kjósa í bæjarstjórnarkosningum. Kosningaaldur miðaðist við 25 ár og utankjörfundaratkvæðagreiðslur tíðkuðust ekki svo sjómenn, önnur fjölmennasta stétt landsins, gátu fæstir kosið. Verkafólk þurfti að vinna myrkranna á milli til að hafa í sig og á. Félagsleg undirboð voru ekki undantekning heldur almenn regla. Engar félagslegar tryggingar voru til staðar gegn fátækt af völdum veikinda, aldurs, örorku eða atvinnuleysis, svo fólk lifði í eilífum ótta um afkomu sína. Það kom í hlut verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna að berja fram nýja og betri samfélagsgerð í þágu fjöldans, og þessu verkefni er hvergi nærri lokið. Þetta er barátta fyrir bættum kjörum en líka barátta fyrir frelsi og lýðræði. Víðast hvar var almennur kosningaréttur afsprengi harkalegrar verkalýðsbaráttu og sögulega hefur það verið verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga í Evrópu að útvíkka og verja almenn lýðréttindi. Íhaldsöflin gerðu allt hvað þau gátu til að hindra breytingar í átt að jafnara samfélagi. Sagan af þessu er kyrfilega varðveitt í Alþingistíðindum. Tökum nokkur dæmi frá millistríðsárunum: • Þegar Jón Baldvinsson, fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins, beitti sér fyrir lagasetningu um hvíldartíma háseta á togurum árið 1921, Vökulögunum svokölluðu, mætti hann harðri mótspyrnu frá fulltrúum atvinnurekendavaldsins á Alþingi. „Þetta mun óhjákvæmilega draga úr aflabrögðum,“ sagði einn þeirra. „Heldur hann kannski að sjómenn raki sig og þvoi sér vandlega og fari í sparifötin áður en þeir matast?“ spurði Ólafur Thors þegar Héðinn Valdimarsson barðist fyrir því nokkrum árum síðar að hvíldartíminn yrði lengdur í átta klukkustundir á sólarhring. Samflokksmaður Ólafs færði rök fyrir því að lengri hvíldartími myndi ala með þjóðinni leti, ómennsku og heimtufrekju. Jón Baldvinsson mætti auðvitað álíka harðri mótstöðu þegar hann lagði fram frumvarp um að útgerðarmönnum yrði skylt að tryggja muni og fatnað skipverja sem lenda í sjávarháska. • Þegar Jón Baldvinsson mælti fyrir því árið 1924 að fátækralögin yrðu endurskoðuð, tekið yrði fyrir nauðungarflutninga og hætt að svipta sveitarstyrkþega kosningarétti og öðrum borgararéttindum lagðist meirihluti allsherjarnefndar eindregið gegn slíkum breytingum. Jón Þorláksson og fleiri töldu að menn yrðu „miklu stórtækari til sveitarsjóðanna en áður ef styrkurinn hefir ekki lengur neinn réttindamissi í för með sér“ og einn þingmaður hafði á orði að sér þætti það „mjög ógeðfelld tilhugsun að menn sem ekki sjá sér og sínum farborða sakir óreglu, leti og annarrar ómennsku eigi að fara að sjá fyrir og stjórna okkur hinum“. • Atvinnuleysistryggingar voru alltaf eitur í beinum atvinnurekendavaldsins og fulltrúa þess á Alþingi. „Við sjálfstæðismenn leggjumst á móti atvinnuleysistryggingum,“ sagði Thor Thors árið 1935. „Það er beinlínis lagt fram fé til þess að viðhalda atvinnuleysinu með því að leggja fram fé til svokallaðra atvinnuleysistrygginga,“ sagði samflokksmaður hans. „Miðar það til þess að deyfa sjálfsbjargarhvöt manna og þeir reyna síður að sjá sjálfum sér farborða til hins ýtrasta,“ sagði sá þriðji. Allt eru þetta kunnugleg stef og enn í dag er sams konar rökum beitt gegn eflingu velferðarkerfisins. Raunar voru alvöru atvinnuleysistryggingar ekki lögfestar á Íslandi fyrr en árið 1955 eftir löng og hörð verkföll, mörgum áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum. • Íhaldsmenn hömuðust gegn lögunum um verkamannabústaði árið 1929 og kusu gegn þeim. Ólafur Thors hæddist að Héðni Valdimarssyni fyrir að „þenja sig og grenja um dimmu, köldu og röku kjallaraholurnar“ og gaf lítið fyrir það sem hann kallaði „tilfinningavæl jafnaðarmanna“. Hann hélt því fram að löggjöfin yrði „almenningi til skaða“ enda myndu „slík afskipti hins opinbera draga úr framtaki einstaklingsins til bygginga“. Sams konar sjónarmið birtust síðar frá Bjarna Benediktssyni þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur. „Ein alvarlegasta ásökunin á hendur Reykjavíkurbæ er sú að hann verji ekki nægu fé til að koma upp ódýru húsnæði fyrir almenning. Við sjálfstæðismenn teljum það yfirleitt ekki vera í verkahring þess opinbera að sjá fyrir þessum þörfum manna.“ Verkamannabústaðirnir voru reistir fyrir harðfylgi verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna og tryggðu þúsundum fjölskyldna þak yfir höfuðið. Kerfið var svo lagt niður af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um síðustu aldamót með hörmulegum afleiðingum fyrir almenning í landinu. Þannig var lagður grunnur að húsnæðiskreppu sem sér ekki fyrir endann á. Flest af þeim félagslegu réttindamálum og framfaraskrefum sem kunna að virðast hversdagsleg lífsgæði í dag voru hápólitísk og kostuðu harðvítug átök við ráðandi stéttir. Það mun líka kosta átök að viðhalda þessum réttindum og styrkja þau enn frekar. Þar verður samtakamátturinn sem fyrr sterkasta vopnið. Á fjöldafundinum 1. maí 1923 voru settar fram kröfur um aukið húsnæðisöryggi, mannsæmandi vinnuaðstæður, réttlátara skattkerfi, traustar almannatryggingar, lýðræðisumbætur og útrýmingu fátæktar. Baráttan fyrir öllu þessu heldur áfram hundrað árum síðar og byggir enn á sömu grunngildunum um jöfnuð, frelsi, samstöðu og mannlega reisn okkar allra. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun