Stefnir í greiðsluþrot í júní verði skuldaþakið ekki hækkað Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2023 11:03 Lögbundið þak er á skuldir bandarísku alríkisstjórnarinnar. Útlit er fyrir að ríkissjóðir klára reiðufé sitt innan fjögurra vikna ef Bandaríkjaþing grípur ekki í taumana. Vísir/Getty Bandaríska alríkisstjórnin gæti lent í greiðsluþroti strax um mánaðamótin samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkisins í tæka tíð, að sögn Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Repúblikanar krefjast mikils niðurskurðar gegn því að þeir samþykki það. Lögbundið þak er á skuldir bandarísku alríkisstjórnarinnar. Það hljóðar nú upp á 31 billjón dollara og náðist það í janúar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hefur síðan beitt neyðaraðgerðum til þess að halda rekstri ríkisins gangandi þar til að þingið hækkar þakið eða fellir það niður. Þing og forseti hafa ítrekað þurft að semja um að hækka þakið til þess að alríkisstjórnin geti fjármagnað starfsemi sína og greitt skuldir sínar undanfarin ár. Síðast var það gert árið 2021. Báðir flokkar bera ábyrgð á skuldasöfnun sem hefur átt sér stað um árabil. Repúblikanar, sem eru margir hverjir hugmyndafræðilega andvígir vaxandi útgjöldum ríkisins, hafa ítrekað hótað að samþykkja ekki að hækka eða fella niður skuldaþakið þegar demókrati er í Hvíta húsinu til þess að stöðva stefnumál hans. Þeir hækkuðu þakið aftur á móti í þrígang í forsetatíð Donalds Trump möglunarlaust og nutu til þess stuðnings þingmanna demókrata. Sama er uppi á teningnum nú. Repúblikanar samþykktu á dögunum frumvarp sem fæli það í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar yrðu skorin niður um fimmtán prósent næsta áratuginn. Auk þess vilja þeir drepa loftslagsaðgerðir Biden, draga tennurnar úr eftirliti með skattsvikum og fella niður skuldafyrirgefningu námslána gegn því að þeir samþykki að hækka þakið í skamma stund. Biden hafnaði tillögu repúblikana. Hann krefst þess að þingið samþykkja að hækka þakið skilyrðislaust. Efnahagslegar hamfarir komi til þrots Nú er orðið aðsteðjandi að hækka skuldaþakið. Yellen fjármálaráðherra lét Bandaríkjaþing vita í gær að fjármálaráðuneytið teldi að ríkissjóður gæti lent í greiðsluþroti strax 1. júní verði skuldaþakið ekki hækkað eða fellt niður. Ekki sé þó hægt að spá nákvæmlega fyrir um dagsetninguna þegar ríkið þrýtur reiðufé. Sjálfstæð fjárlagaskrifstofu Bandaríkjaþings tilkynnti einnig í gær að hún telji aukna hættu á að ríkissjóður lendi í greiðsluþroti í júní vegna lægri skatttekna en reiknað hafði verið með í apríl, að sögn AP-fréttastofunnar. Yellen varaði sérstaklega við því að þingmenn biðu fram á elleftu stundu með að hækka þakið. Fyrri reynsla hafi sýnt að það gæti haft alvarlega efnahagslegar afleiðingar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjaþing til þess að hækka skuldaþakið eða fella það niður tafarlaust í gær.AP/Manuel Balce Ceneta Færi bandaríska alríkisstjórnin í greiðsluþrot gæti það þýtt efnahagslegar hamfarir, ekki aðeins fyrir Bandaríkin, heldur fyrir heimsbyggðina. Rekstur alríkisstofnana gæti stöðvast, opinberir starfsmenn fengju ekki greitt og lánshæfismat Bandaríkjanna lækkaði. Það þýddi hærri vexti fyrir það opinbera, fyrirtæki og einstaklinga og líklega efnahagslegan samdrátt sem gæti drepið heimshagkerfið í dróma. Áætlað er að það hafi kostað bandaríska skattgreiðendur um milljarð dollara í hærri vexti á ríkisskuldabréf þegar aðeins nokkrum dögum munaði að ríkið lenti í greiðsluþroti árið 2011. Þá sem nú notaði þingmeirihluti repúblikana skuldaþakið sem tól til að berja á Barack Obama forseta. Jafnvel þó að ríkið hafi ekki farið í þrot leiddi þráteflið til óróa á mörkuðum og lækkunar á lánshæfismati ríkissjóðs, að sögn Washington Post. Matsfyrirtæki hafa þegar varað við því að lánshæfi alríkisstjórnarinnar gæti enn lækkað semji Bandaríkjaþing ekki um að hækka þakið á næstunni. Joe Biden hefur engan áhuga á að semja við repúblikana um að drepa helstu stefnumál sín gegn því að þeir samþykki að leyfa ekki alríkisstjórninni að fara í þrot.Win McNamee/Getty Ræða málin í næstu viku Fram að þessu hefur Biden staðfastlega neitað að semja við repúblikana um hækkun eða niðurfellingu skuldaþaksins. Hann sé tilbúinn að ræða ríkisfjármál ef repúblikanar leggja fram skýra áætlun um hvernig þeir ætla sér að rétta úr rekstri ríkisins. Innanflokkserjur innan Repúblikanaflokksins þýða að þeir eiga erfitt með að tala einni röddu í þeim efnum. Það kostaði Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingins, blóð svita og tár að fá flokksystkini sín til þess að samþykkja tillöguna um hækkun skuldaþaksins í síðustu viku. Óljóst er hvort hann geti reitt sig á að þingflokkurinn standi saman í átökum næstu vikna. Nú virðist Biden ætla að láta undan og semja um skuldaþakið. Hann hefur boðið leiðtogum flokkanna í báðum deildum þingsins til fundar við sig um málið í næstu viku. Biden var engu að síður harðorður í garð repúblikana. Sakaði hann þá um að leggja fram öfgafulla tillögu um hækkun skuldaþaksins sem fæli í sér niðurskurð á nauðsynlegum opinberum fjárútlátum. Um sextíu þúsund grunnaskólakennurum yrði sagt upp störfum og milljónir snauðra fjölskyldna misstu aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð með áætlun repúblikana. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi repúblikana. Hann sakar Biden forseta um aðgerðaleysi.AP/Matt Rourke Benti forsetinn á að ekki þyrfti að hækka skuldaþakið vegna útgjalda ríkisstjórnar hans. Gagnrýndi hann Trump forvera sinn fyrir að hlaða skuldum á ríkið í sinni forsetatíð. McCarthy gaf lítið fyrir fundarboð Biden og sakaði forsetinn um aðgerðaleysi. Hann hætti nú á að klaufast í átt að fyrsta greiðsluþroti í sögu Bandaríkjanna. Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Lögbundið þak er á skuldir bandarísku alríkisstjórnarinnar. Það hljóðar nú upp á 31 billjón dollara og náðist það í janúar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hefur síðan beitt neyðaraðgerðum til þess að halda rekstri ríkisins gangandi þar til að þingið hækkar þakið eða fellir það niður. Þing og forseti hafa ítrekað þurft að semja um að hækka þakið til þess að alríkisstjórnin geti fjármagnað starfsemi sína og greitt skuldir sínar undanfarin ár. Síðast var það gert árið 2021. Báðir flokkar bera ábyrgð á skuldasöfnun sem hefur átt sér stað um árabil. Repúblikanar, sem eru margir hverjir hugmyndafræðilega andvígir vaxandi útgjöldum ríkisins, hafa ítrekað hótað að samþykkja ekki að hækka eða fella niður skuldaþakið þegar demókrati er í Hvíta húsinu til þess að stöðva stefnumál hans. Þeir hækkuðu þakið aftur á móti í þrígang í forsetatíð Donalds Trump möglunarlaust og nutu til þess stuðnings þingmanna demókrata. Sama er uppi á teningnum nú. Repúblikanar samþykktu á dögunum frumvarp sem fæli það í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar yrðu skorin niður um fimmtán prósent næsta áratuginn. Auk þess vilja þeir drepa loftslagsaðgerðir Biden, draga tennurnar úr eftirliti með skattsvikum og fella niður skuldafyrirgefningu námslána gegn því að þeir samþykki að hækka þakið í skamma stund. Biden hafnaði tillögu repúblikana. Hann krefst þess að þingið samþykkja að hækka þakið skilyrðislaust. Efnahagslegar hamfarir komi til þrots Nú er orðið aðsteðjandi að hækka skuldaþakið. Yellen fjármálaráðherra lét Bandaríkjaþing vita í gær að fjármálaráðuneytið teldi að ríkissjóður gæti lent í greiðsluþroti strax 1. júní verði skuldaþakið ekki hækkað eða fellt niður. Ekki sé þó hægt að spá nákvæmlega fyrir um dagsetninguna þegar ríkið þrýtur reiðufé. Sjálfstæð fjárlagaskrifstofu Bandaríkjaþings tilkynnti einnig í gær að hún telji aukna hættu á að ríkissjóður lendi í greiðsluþroti í júní vegna lægri skatttekna en reiknað hafði verið með í apríl, að sögn AP-fréttastofunnar. Yellen varaði sérstaklega við því að þingmenn biðu fram á elleftu stundu með að hækka þakið. Fyrri reynsla hafi sýnt að það gæti haft alvarlega efnahagslegar afleiðingar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjaþing til þess að hækka skuldaþakið eða fella það niður tafarlaust í gær.AP/Manuel Balce Ceneta Færi bandaríska alríkisstjórnin í greiðsluþrot gæti það þýtt efnahagslegar hamfarir, ekki aðeins fyrir Bandaríkin, heldur fyrir heimsbyggðina. Rekstur alríkisstofnana gæti stöðvast, opinberir starfsmenn fengju ekki greitt og lánshæfismat Bandaríkjanna lækkaði. Það þýddi hærri vexti fyrir það opinbera, fyrirtæki og einstaklinga og líklega efnahagslegan samdrátt sem gæti drepið heimshagkerfið í dróma. Áætlað er að það hafi kostað bandaríska skattgreiðendur um milljarð dollara í hærri vexti á ríkisskuldabréf þegar aðeins nokkrum dögum munaði að ríkið lenti í greiðsluþroti árið 2011. Þá sem nú notaði þingmeirihluti repúblikana skuldaþakið sem tól til að berja á Barack Obama forseta. Jafnvel þó að ríkið hafi ekki farið í þrot leiddi þráteflið til óróa á mörkuðum og lækkunar á lánshæfismati ríkissjóðs, að sögn Washington Post. Matsfyrirtæki hafa þegar varað við því að lánshæfi alríkisstjórnarinnar gæti enn lækkað semji Bandaríkjaþing ekki um að hækka þakið á næstunni. Joe Biden hefur engan áhuga á að semja við repúblikana um að drepa helstu stefnumál sín gegn því að þeir samþykki að leyfa ekki alríkisstjórninni að fara í þrot.Win McNamee/Getty Ræða málin í næstu viku Fram að þessu hefur Biden staðfastlega neitað að semja við repúblikana um hækkun eða niðurfellingu skuldaþaksins. Hann sé tilbúinn að ræða ríkisfjármál ef repúblikanar leggja fram skýra áætlun um hvernig þeir ætla sér að rétta úr rekstri ríkisins. Innanflokkserjur innan Repúblikanaflokksins þýða að þeir eiga erfitt með að tala einni röddu í þeim efnum. Það kostaði Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingins, blóð svita og tár að fá flokksystkini sín til þess að samþykkja tillöguna um hækkun skuldaþaksins í síðustu viku. Óljóst er hvort hann geti reitt sig á að þingflokkurinn standi saman í átökum næstu vikna. Nú virðist Biden ætla að láta undan og semja um skuldaþakið. Hann hefur boðið leiðtogum flokkanna í báðum deildum þingsins til fundar við sig um málið í næstu viku. Biden var engu að síður harðorður í garð repúblikana. Sakaði hann þá um að leggja fram öfgafulla tillögu um hækkun skuldaþaksins sem fæli í sér niðurskurð á nauðsynlegum opinberum fjárútlátum. Um sextíu þúsund grunnaskólakennurum yrði sagt upp störfum og milljónir snauðra fjölskyldna misstu aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð með áætlun repúblikana. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi repúblikana. Hann sakar Biden forseta um aðgerðaleysi.AP/Matt Rourke Benti forsetinn á að ekki þyrfti að hækka skuldaþakið vegna útgjalda ríkisstjórnar hans. Gagnrýndi hann Trump forvera sinn fyrir að hlaða skuldum á ríkið í sinni forsetatíð. McCarthy gaf lítið fyrir fundarboð Biden og sakaði forsetinn um aðgerðaleysi. Hann hætti nú á að klaufast í átt að fyrsta greiðsluþroti í sögu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira