Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 17:54 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, er allt annað en sáttur við vinnubrögð Sýnar og KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. Leikur Þróttar og Selfoss átti upphaflega að fara fram í gær, mánudag. Vegna veðurs var hins vegar ákveðið að fresta leiknum um tvo daga og átti hann því að fara fram á morgun, miðvikudag. Nú hefur leiknum hins vegar verið frestað í annað sinn og verður hann leikinn á fimmtudagskvöld klukkan 19:15 á Selfossi. Ástæða þess að leiknum var frestað í annað sinn var svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Fyrsti heimaleikur Selfoss í Bestu deildinni 2023 verður á FIMMTUDAGINN kl 19:15Hvetjum alla til að mæta á JÁVERK-VÖLLINN og láta heyra í sér Áfram Selfoss :) pic.twitter.com/5GAmMWgDaY— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) May 2, 2023 „Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum“ Eins og áður segir er Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, allt annað en sáttur við þessa ákvörðun. Í samtali við mbl.is í dag segir hann að vinnubrögðin séu til skammar og að hvorki hann né leikmenn Þróttar muni ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leik liðsins gegn Selfyssingum. „Þessi vinnubrögð eru til skammar og ég fæ að vita það fyrir klukkutíma síðan að þeir séu búnir að færa leikinn fram til fimmtudagsins,“ sagði Nik í samtali við mbl.is. „Það stóð til að við myndum æfa í dag, fyrir leikinn á morgun, en þetta setur allan undirbúninginn okkar úr skorðum. Leikmenn Þróttar eru ekki með hundruð þúsunda í laun á mánuði eins og og sumir leikmenn karlamegin,“ segir Nik og bætir við að það geti verið heljarinnar vesen fyrir leikmenn liðsins þegar verið sé að riðla skipulaginu svona. „Þær eru í vinnum, í námi og eiga börn. Þær þurfa frí úr vinnu, þær þurfa að mæta í próf og stundum þurfa þær að redda barnapössun fyrir börnin sín. Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum fyrir bæði leikmenn og þjálfara og það versta er að þetta var gert í engu samráði við hvorugt lið.“ Þá mun hvorki Nik né nokkur leikmanna Þróttar ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leikinn á fimmtudaginn. Þjálfarinn hótar því einnig að fjölmiðlabannið muni standa eitthvað lengur. „Hvorki ég, né leikmenn Þróttar munu ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir þennan leik og við erum alvarlega að íhuga að ræða ekki við neinn frá þessum miðli eitthvað inn í sumarið,“ sagði Nik að lokum í samtali við mbl.is. The game v Selfoss was meant to be yesterday 1/5 but because of snow it was advised that the game was postponed until 3/5. This could've been handled a little better from KSI to start but what has happened this afternoon is, again, a complete lack of respect to those involved..— Nik Chamberlain (@NikChambers16) May 2, 2023 „Vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, tekur undir þessa gagnrýni kollega síns og segir vinnubrögðin vera vanvriðringu gagnvar tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara,“ ritar Björn á Twitter-síðu sína. Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara. https://t.co/Zbpyebz1Ff— Björn Sigurbjörnsson (@bjossisibba) May 2, 2023 Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Leikur Þróttar og Selfoss átti upphaflega að fara fram í gær, mánudag. Vegna veðurs var hins vegar ákveðið að fresta leiknum um tvo daga og átti hann því að fara fram á morgun, miðvikudag. Nú hefur leiknum hins vegar verið frestað í annað sinn og verður hann leikinn á fimmtudagskvöld klukkan 19:15 á Selfossi. Ástæða þess að leiknum var frestað í annað sinn var svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Fyrsti heimaleikur Selfoss í Bestu deildinni 2023 verður á FIMMTUDAGINN kl 19:15Hvetjum alla til að mæta á JÁVERK-VÖLLINN og láta heyra í sér Áfram Selfoss :) pic.twitter.com/5GAmMWgDaY— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) May 2, 2023 „Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum“ Eins og áður segir er Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, allt annað en sáttur við þessa ákvörðun. Í samtali við mbl.is í dag segir hann að vinnubrögðin séu til skammar og að hvorki hann né leikmenn Þróttar muni ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leik liðsins gegn Selfyssingum. „Þessi vinnubrögð eru til skammar og ég fæ að vita það fyrir klukkutíma síðan að þeir séu búnir að færa leikinn fram til fimmtudagsins,“ sagði Nik í samtali við mbl.is. „Það stóð til að við myndum æfa í dag, fyrir leikinn á morgun, en þetta setur allan undirbúninginn okkar úr skorðum. Leikmenn Þróttar eru ekki með hundruð þúsunda í laun á mánuði eins og og sumir leikmenn karlamegin,“ segir Nik og bætir við að það geti verið heljarinnar vesen fyrir leikmenn liðsins þegar verið sé að riðla skipulaginu svona. „Þær eru í vinnum, í námi og eiga börn. Þær þurfa frí úr vinnu, þær þurfa að mæta í próf og stundum þurfa þær að redda barnapössun fyrir börnin sín. Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum fyrir bæði leikmenn og þjálfara og það versta er að þetta var gert í engu samráði við hvorugt lið.“ Þá mun hvorki Nik né nokkur leikmanna Þróttar ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leikinn á fimmtudaginn. Þjálfarinn hótar því einnig að fjölmiðlabannið muni standa eitthvað lengur. „Hvorki ég, né leikmenn Þróttar munu ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir þennan leik og við erum alvarlega að íhuga að ræða ekki við neinn frá þessum miðli eitthvað inn í sumarið,“ sagði Nik að lokum í samtali við mbl.is. The game v Selfoss was meant to be yesterday 1/5 but because of snow it was advised that the game was postponed until 3/5. This could've been handled a little better from KSI to start but what has happened this afternoon is, again, a complete lack of respect to those involved..— Nik Chamberlain (@NikChambers16) May 2, 2023 „Vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, tekur undir þessa gagnrýni kollega síns og segir vinnubrögðin vera vanvriðringu gagnvar tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara,“ ritar Björn á Twitter-síðu sína. Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara. https://t.co/Zbpyebz1Ff— Björn Sigurbjörnsson (@bjossisibba) May 2, 2023
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira