Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 18:29 Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir ekkert til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki semji við viðbragðsaðila. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum. Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum.
Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00