Davis gaf Lakers frumkvæðið Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 08:30 Anthony Davis átti stjörnuleik í San Francisco í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Í einvígi sem lýst hefur verið sem nýjum kafla í löngu stríði LeBron James og Stephen Curry þá var það Anthony Davis sem stal senunni þegar LA Lakers unnu Golden State Warriors í nótt. Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira