Ákærður fyrir að beita stúlku kynferðisofbeldi í tólf ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 14:26 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn áfengislögum gegn stúlku yfir tólf ára tímabil. Stúlkan hefur farið fram á að maðurinn greiði sér sjö milljónir króna í miskabætur. Ákæran ver gefin út þann 23. mars síðastliðinn en brotin eru sögð hafa gerst á árunum 2001 til 2012. Ákæran er í sex liðum. Í fyrsta ákærulið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa ítrekað haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku á heimilum þeirra beggja í Reykjavík á árunum 2001 til 2005. Segir í ákærunni að maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað sem hún bar til hans. Maðurinn hafi káfað á berum kynfærum hennar, reynt að þröngva getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar, stungið fingri í leggöng hennar, látið hana snerta getnaðarlim sinn og eiga við sig munnmök. Ekki kemur fram hversu gömul stúlkan var á þessum tíma. Hafi sýnt stúlkunni klám Þá er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum, með því að hafa ítrekað á sama tímabili kysst stúlkuna tungukossum, berað sig fyrir henni og sýnt henni klámfengið myndefni. Myndefnið hafi meðal annars sýnt fólk hafa samræði og maðurinn hafi sagt henni að þau myndu gera þetta einn daginn. Maðurinn er einnig ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, en til vara tilraun til tælingar, með því að hafa eitt sinn vorið 2007 gefið stúlkunni áfengi, kysst hana tungukossum, gripið um brjóst hennar og reynt að hafa við hana kynferðismök með því að nýta sér yfirburði gagnvart stúlkunni. Fram kemur í ákærunni að í þetta sinn hafi stúlkan komist undan manninum og læst sig inni á baðherbergi. Kynferðisleg sms-skilaboð Í fjórða ákærulið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í minnst tvö skipti milli september 2007 og janúar 2008 haft önnur kynferðismök við stúlkuna með því að klæða hana úr buxunum, nærbuxunum, káfað á líkama hennar, kynfærum og stungið fingrum í leggöng hennar. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa ítrekað á árunum 2007 til 2012 áreitt stúlkuna kynferðislega með því að strjúka henni um rassinn utan klæða og sent henni kynferðisleg sms-skilaboð, meðal annars um að hún ætti að koma og nudda manninn. Að lokum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa í eitt sinn árið 2011 eða 2012 í bíl sem stúlkan ók reynt að hafa önnur kynferðismök við stúlkuna. Segir í ákærunni að maðurinn hafi látið hana stöðva bílinn, kysst hana tungukossum og reynt að láta hana hafa við sig munnmök með því að hneppa frá buxum sínum og taka út getnaðarlim sinn og ýta höfði hennar að honum. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ákæran ver gefin út þann 23. mars síðastliðinn en brotin eru sögð hafa gerst á árunum 2001 til 2012. Ákæran er í sex liðum. Í fyrsta ákærulið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa ítrekað haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku á heimilum þeirra beggja í Reykjavík á árunum 2001 til 2005. Segir í ákærunni að maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað sem hún bar til hans. Maðurinn hafi káfað á berum kynfærum hennar, reynt að þröngva getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar, stungið fingri í leggöng hennar, látið hana snerta getnaðarlim sinn og eiga við sig munnmök. Ekki kemur fram hversu gömul stúlkan var á þessum tíma. Hafi sýnt stúlkunni klám Þá er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum, með því að hafa ítrekað á sama tímabili kysst stúlkuna tungukossum, berað sig fyrir henni og sýnt henni klámfengið myndefni. Myndefnið hafi meðal annars sýnt fólk hafa samræði og maðurinn hafi sagt henni að þau myndu gera þetta einn daginn. Maðurinn er einnig ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, en til vara tilraun til tælingar, með því að hafa eitt sinn vorið 2007 gefið stúlkunni áfengi, kysst hana tungukossum, gripið um brjóst hennar og reynt að hafa við hana kynferðismök með því að nýta sér yfirburði gagnvart stúlkunni. Fram kemur í ákærunni að í þetta sinn hafi stúlkan komist undan manninum og læst sig inni á baðherbergi. Kynferðisleg sms-skilaboð Í fjórða ákærulið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í minnst tvö skipti milli september 2007 og janúar 2008 haft önnur kynferðismök við stúlkuna með því að klæða hana úr buxunum, nærbuxunum, káfað á líkama hennar, kynfærum og stungið fingrum í leggöng hennar. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa ítrekað á árunum 2007 til 2012 áreitt stúlkuna kynferðislega með því að strjúka henni um rassinn utan klæða og sent henni kynferðisleg sms-skilaboð, meðal annars um að hún ætti að koma og nudda manninn. Að lokum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa í eitt sinn árið 2011 eða 2012 í bíl sem stúlkan ók reynt að hafa önnur kynferðismök við stúlkuna. Segir í ákærunni að maðurinn hafi látið hana stöðva bílinn, kysst hana tungukossum og reynt að láta hana hafa við sig munnmök með því að hneppa frá buxum sínum og taka út getnaðarlim sinn og ýta höfði hennar að honum.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira