Sá verðmætasti sneri aftur í stóru tapi Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 07:31 MVP-inn Joel Embiid sneri aftur til leiks í gærkvöld og á hér í harðri baráttu við Al Horford og Marcus Smart um boltann. AP/Charles Krupa Boston Celtics svöruðu vel fyrir sig í gærkvöld eftir tapið í fyrsta leik gegn Philadelphia 76ers, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Boston vann leikinn í gærkvöld með yfirburðum, 121-87, eftir að hafa stungið af í þriðja leikhluta og komið muninum í 92-65 með 19-5 kafla í lok hans. Liðin halda nú til Philadelphia og þar vonast heimamenn sjálfsagt eftir meira framlagi frá nýkjörnum verðmætasta leikmanni deildarinnar, Joel Embiid, sem sneri aftur eftir meiðsli í gær. Embiid var augljóslega ekki alveg búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og sagði að það myndi taka nokkrar vikur, en reyndi samt að gera sitt þær mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði aðeins 15 stig en kvaðst á réttri leið: „Mér leið nokkuð vel með að spila og fannst að ég gæti hjálpað liðinu. Mér finnst eins og að ég sé búinn að losna við þetta [meiðslin]. Vonsvikinn yfir tapinu en þetta var skref í þá átt að ná aftur fram mínu besta,“ sagði Embiid. James Harden, sem skoraði 45 stig í fyrsta leik, átti dapurt kvöld og klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum, og endaði með 12 stig og 10 fráköst. Tatum Smart pic.twitter.com/sGrooc9ZHv— NBA TV (@NBATV) May 4, 2023 Leikmenn Boston spiluðu nefnilega fantagóða vörn og á hinum enda vallarins létu margir til sín taka. Jayson Tatum lenti þó snemma í villuvandræðum og skoraði aðeins sjö stig í leiknum, en það segir sitt að Boston hafi engu að síður unnið 34 stiga sigur. Jaylen Brown skoraði 25 stig og Malcolm Brogdon skoraði 23 en hann setti niður sex af tuttugu þristum Boston-liðsins í leiknum. Derrick White og Marcus Smart skoruðu 15 stig hvor. Brogdon sagði mikilvægt að Boston héldi áfram með sama hætti í næsta leik sem fram fer annað kvöld. „Þetta hefur enga þýðingu ef við höldum ekki svona áfram,“ sagði Brogdon. NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Boston vann leikinn í gærkvöld með yfirburðum, 121-87, eftir að hafa stungið af í þriðja leikhluta og komið muninum í 92-65 með 19-5 kafla í lok hans. Liðin halda nú til Philadelphia og þar vonast heimamenn sjálfsagt eftir meira framlagi frá nýkjörnum verðmætasta leikmanni deildarinnar, Joel Embiid, sem sneri aftur eftir meiðsli í gær. Embiid var augljóslega ekki alveg búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og sagði að það myndi taka nokkrar vikur, en reyndi samt að gera sitt þær mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði aðeins 15 stig en kvaðst á réttri leið: „Mér leið nokkuð vel með að spila og fannst að ég gæti hjálpað liðinu. Mér finnst eins og að ég sé búinn að losna við þetta [meiðslin]. Vonsvikinn yfir tapinu en þetta var skref í þá átt að ná aftur fram mínu besta,“ sagði Embiid. James Harden, sem skoraði 45 stig í fyrsta leik, átti dapurt kvöld og klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum, og endaði með 12 stig og 10 fráköst. Tatum Smart pic.twitter.com/sGrooc9ZHv— NBA TV (@NBATV) May 4, 2023 Leikmenn Boston spiluðu nefnilega fantagóða vörn og á hinum enda vallarins létu margir til sín taka. Jayson Tatum lenti þó snemma í villuvandræðum og skoraði aðeins sjö stig í leiknum, en það segir sitt að Boston hafi engu að síður unnið 34 stiga sigur. Jaylen Brown skoraði 25 stig og Malcolm Brogdon skoraði 23 en hann setti niður sex af tuttugu þristum Boston-liðsins í leiknum. Derrick White og Marcus Smart skoruðu 15 stig hvor. Brogdon sagði mikilvægt að Boston héldi áfram með sama hætti í næsta leik sem fram fer annað kvöld. „Þetta hefur enga þýðingu ef við höldum ekki svona áfram,“ sagði Brogdon.
NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira