„Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna“ Jón Már Ferro skrifar 5. maí 2023 09:01 Andri Snær Stefánsson er ný hættur sem þjálfari kvennaliðs KA/Þór. vísir/Pawel Cieslikiewicz Andri Snær Stefánsson segir að undanfarin þrjú ár hafi verið stórkostleg með kvennalið KA/Þórs í handbolta. Hann lætur af störfum og segist stoltur af félaginu og leikmönnum sínum. „Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
„Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34