Stóraukinn stuðningur við ungt fólk í viðkvæmri stöðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. maí 2023 15:00 Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu. Það þarf að bjóða upp á úrræði sem hjálpa þeim að komast aftur af stað. Fyrirbyggjum ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði Það var einkar ánægjulegt að undirrita í vikunni, ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, samkomulag um stóraukinn stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Markmiðið með samkomulaginu er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Öll viljum við hafa tilgang og hlutverk í daglegu lífi og vinnan er stór partur af því að tilheyra stærri heild. Ég legg áherslu á í störfum mínum, að við séum eitt samfélag þar sem við eigum öll greiðan aðgang burtséð frá tímabundnum eða langvarandi hindrunum. Endurhæfing sem skilar árangri Við ætlum að verja meira en 450 milljónum króna til þessa verkefnis yfir þriggja ára tímabil. Notuð verður aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri ráðgjöf til að finna störf á almennum vinnumarkaði og styðja við fólk eftir að það fær vinnu. Aðferðin heitir á ensku Individual placement and support en það er gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hefur framúrskarandi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. Við erum öll með Samkvæmt samkomulaginu munu Vinnumálastofnun og VIRK auka þjónustu sína sérstaklega með það að markmiði að fjölga þeim sem geti orðið virk á vinnumarkaði. Sérstök áhersla verður á þjónustu við unga einstaklinga sem glíma við margvíslegar geðrænar áskoranir. Vinnumálastofnun mun meðal annars ráða tíu ráðgjafa til að aðstoða ungt fólk við að fá störf. VIRK mun í þessu samstarfi efla enn frekar þjónustu sína á þessu sviði með fjölgun ráðgjafa, þar á meðal fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK hingað til. Samtök atvinnulífsins munu skuldbinda sig til þess að liðsinna VIRK og Vinnumálastofnun við að finna störf fyrir ungt fólk og er ákaflega ánægjulegt að geta haft samstarfið svona sterkt og breitt. Þjónusta ekki þröskuldar Verkefnið er hluti af heildarendurskoðun á málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem ég hef unnið að á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með mismikla starfsorku. Við gerum það með nýrri hugsun þar sem fólk mætir þjónustu en ekki þröskuldum, og þjónustan miðar að notandanum og eykur möguleika fólks til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Þetta verkefni er hluti af þeirri vegferð en þegar höfum við hækkað frítekjumark atvinnutekna öryrkja- og endurhæfingalífeyrisþega sem og lengt í tímabilinu sem fólk hefur til endurhæfingar. Framundan eru svo enn frekari breytingar sem ég hlakka til að kynna og hrinda í framkvæmd á komandi misserum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Geðheilbrigði Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu. Það þarf að bjóða upp á úrræði sem hjálpa þeim að komast aftur af stað. Fyrirbyggjum ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði Það var einkar ánægjulegt að undirrita í vikunni, ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, samkomulag um stóraukinn stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Markmiðið með samkomulaginu er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Öll viljum við hafa tilgang og hlutverk í daglegu lífi og vinnan er stór partur af því að tilheyra stærri heild. Ég legg áherslu á í störfum mínum, að við séum eitt samfélag þar sem við eigum öll greiðan aðgang burtséð frá tímabundnum eða langvarandi hindrunum. Endurhæfing sem skilar árangri Við ætlum að verja meira en 450 milljónum króna til þessa verkefnis yfir þriggja ára tímabil. Notuð verður aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri ráðgjöf til að finna störf á almennum vinnumarkaði og styðja við fólk eftir að það fær vinnu. Aðferðin heitir á ensku Individual placement and support en það er gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hefur framúrskarandi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. Við erum öll með Samkvæmt samkomulaginu munu Vinnumálastofnun og VIRK auka þjónustu sína sérstaklega með það að markmiði að fjölga þeim sem geti orðið virk á vinnumarkaði. Sérstök áhersla verður á þjónustu við unga einstaklinga sem glíma við margvíslegar geðrænar áskoranir. Vinnumálastofnun mun meðal annars ráða tíu ráðgjafa til að aðstoða ungt fólk við að fá störf. VIRK mun í þessu samstarfi efla enn frekar þjónustu sína á þessu sviði með fjölgun ráðgjafa, þar á meðal fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK hingað til. Samtök atvinnulífsins munu skuldbinda sig til þess að liðsinna VIRK og Vinnumálastofnun við að finna störf fyrir ungt fólk og er ákaflega ánægjulegt að geta haft samstarfið svona sterkt og breitt. Þjónusta ekki þröskuldar Verkefnið er hluti af heildarendurskoðun á málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem ég hef unnið að á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með mismikla starfsorku. Við gerum það með nýrri hugsun þar sem fólk mætir þjónustu en ekki þröskuldum, og þjónustan miðar að notandanum og eykur möguleika fólks til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Þetta verkefni er hluti af þeirri vegferð en þegar höfum við hækkað frítekjumark atvinnutekna öryrkja- og endurhæfingalífeyrisþega sem og lengt í tímabilinu sem fólk hefur til endurhæfingar. Framundan eru svo enn frekari breytingar sem ég hlakka til að kynna og hrinda í framkvæmd á komandi misserum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun