Stóraukinn stuðningur við ungt fólk í viðkvæmri stöðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. maí 2023 15:00 Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu. Það þarf að bjóða upp á úrræði sem hjálpa þeim að komast aftur af stað. Fyrirbyggjum ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði Það var einkar ánægjulegt að undirrita í vikunni, ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, samkomulag um stóraukinn stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Markmiðið með samkomulaginu er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Öll viljum við hafa tilgang og hlutverk í daglegu lífi og vinnan er stór partur af því að tilheyra stærri heild. Ég legg áherslu á í störfum mínum, að við séum eitt samfélag þar sem við eigum öll greiðan aðgang burtséð frá tímabundnum eða langvarandi hindrunum. Endurhæfing sem skilar árangri Við ætlum að verja meira en 450 milljónum króna til þessa verkefnis yfir þriggja ára tímabil. Notuð verður aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri ráðgjöf til að finna störf á almennum vinnumarkaði og styðja við fólk eftir að það fær vinnu. Aðferðin heitir á ensku Individual placement and support en það er gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hefur framúrskarandi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. Við erum öll með Samkvæmt samkomulaginu munu Vinnumálastofnun og VIRK auka þjónustu sína sérstaklega með það að markmiði að fjölga þeim sem geti orðið virk á vinnumarkaði. Sérstök áhersla verður á þjónustu við unga einstaklinga sem glíma við margvíslegar geðrænar áskoranir. Vinnumálastofnun mun meðal annars ráða tíu ráðgjafa til að aðstoða ungt fólk við að fá störf. VIRK mun í þessu samstarfi efla enn frekar þjónustu sína á þessu sviði með fjölgun ráðgjafa, þar á meðal fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK hingað til. Samtök atvinnulífsins munu skuldbinda sig til þess að liðsinna VIRK og Vinnumálastofnun við að finna störf fyrir ungt fólk og er ákaflega ánægjulegt að geta haft samstarfið svona sterkt og breitt. Þjónusta ekki þröskuldar Verkefnið er hluti af heildarendurskoðun á málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem ég hef unnið að á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með mismikla starfsorku. Við gerum það með nýrri hugsun þar sem fólk mætir þjónustu en ekki þröskuldum, og þjónustan miðar að notandanum og eykur möguleika fólks til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Þetta verkefni er hluti af þeirri vegferð en þegar höfum við hækkað frítekjumark atvinnutekna öryrkja- og endurhæfingalífeyrisþega sem og lengt í tímabilinu sem fólk hefur til endurhæfingar. Framundan eru svo enn frekari breytingar sem ég hlakka til að kynna og hrinda í framkvæmd á komandi misserum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Geðheilbrigði Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu. Það þarf að bjóða upp á úrræði sem hjálpa þeim að komast aftur af stað. Fyrirbyggjum ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði Það var einkar ánægjulegt að undirrita í vikunni, ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, samkomulag um stóraukinn stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Markmiðið með samkomulaginu er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Öll viljum við hafa tilgang og hlutverk í daglegu lífi og vinnan er stór partur af því að tilheyra stærri heild. Ég legg áherslu á í störfum mínum, að við séum eitt samfélag þar sem við eigum öll greiðan aðgang burtséð frá tímabundnum eða langvarandi hindrunum. Endurhæfing sem skilar árangri Við ætlum að verja meira en 450 milljónum króna til þessa verkefnis yfir þriggja ára tímabil. Notuð verður aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri ráðgjöf til að finna störf á almennum vinnumarkaði og styðja við fólk eftir að það fær vinnu. Aðferðin heitir á ensku Individual placement and support en það er gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hefur framúrskarandi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. Við erum öll með Samkvæmt samkomulaginu munu Vinnumálastofnun og VIRK auka þjónustu sína sérstaklega með það að markmiði að fjölga þeim sem geti orðið virk á vinnumarkaði. Sérstök áhersla verður á þjónustu við unga einstaklinga sem glíma við margvíslegar geðrænar áskoranir. Vinnumálastofnun mun meðal annars ráða tíu ráðgjafa til að aðstoða ungt fólk við að fá störf. VIRK mun í þessu samstarfi efla enn frekar þjónustu sína á þessu sviði með fjölgun ráðgjafa, þar á meðal fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK hingað til. Samtök atvinnulífsins munu skuldbinda sig til þess að liðsinna VIRK og Vinnumálastofnun við að finna störf fyrir ungt fólk og er ákaflega ánægjulegt að geta haft samstarfið svona sterkt og breitt. Þjónusta ekki þröskuldar Verkefnið er hluti af heildarendurskoðun á málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem ég hef unnið að á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með mismikla starfsorku. Við gerum það með nýrri hugsun þar sem fólk mætir þjónustu en ekki þröskuldum, og þjónustan miðar að notandanum og eykur möguleika fólks til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Þetta verkefni er hluti af þeirri vegferð en þegar höfum við hækkað frítekjumark atvinnutekna öryrkja- og endurhæfingalífeyrisþega sem og lengt í tímabilinu sem fólk hefur til endurhæfingar. Framundan eru svo enn frekari breytingar sem ég hlakka til að kynna og hrinda í framkvæmd á komandi misserum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun