Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 08:32 Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið 21. febrúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. Íslenska landsliðið er reyndar búið að spila fjóra landsleiki og tryggja sig inn á Evrópumótið í millitíðinni en það gerði það undir stjórn þeirra Gunnars Magnússonar og Ágústs Þórs Jóhannssonar sem tóku við liðinu tímabundið. Eftir stendur að Handknattleiksambandið er enn að leita að næsta framtíðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það er reyndar sterkur orðrómur um að sá útvaldi sé Snorri Steinn Guðjónsson en það hefur ekki verið staðfest af þeim sem ráða. Það er vitað að viðkomandi þjálfari mun taka við gríðarlega spennandi liði sem hefur allt til alls til að gera góða hluti á næstu árum. HSÍ vill halda leit sinni á bak við tjöldin en á þessum tíma hafa menn verið að hlera að viðræður við nokkra aðila, innlenda sem erlenda, hafa verið í gangi. Fréttirnir hafa hins vegar meira snúist um það hvaða erlendir þjálfarar hafa gefið starfið frá sér auk þess að Dagur Sigurðsson þótti vinnubrögð sambandsins ekki boðleg og sagðist ekki getað unnið með þeim mönnum sem stýra HSÍ-skútunni í dag. Smám saman hefur því fækkað á óskalistanum og því stendur eftir nafn Snorra Steins Guðjónssonar með stórum stöfum. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983. Reyndar má deila um hvort ráðning Bogdans hafi í raun aðeins tekið nokkra daga eða allt sumarið því stjórnin sagði fjölmiðlum frá viðræðum sínum við Bogdan um leið og það kom í ljós að Hilmar Björnsson yrði ekki áfram. Það er því hægt að segja að þetta sé lengsta landsliðsþjálfaraleitin. Opinberlega kom það í ljós að Hilmar yrði ekki með liðið um leið og viðræður hófust við Bogdan í lok apríl 1983 og í júlímánuði sama ár fjölluðu fjölmiðlar að aðeins formsatriði stæðu í vegi fyrir að Bogdan tæki við. Bogdan þurfti að ganga frá sínum málum í Póllandi áður en hann gat endanlega tekið við íslenska liðinu en það var þó öllum ljóst að Bogdan yrði þjálfari liðsins. Hann átti síðan eftir að stýra íslenska liðinu í næstum því sjö ár með frábærum árangri. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir lengstu bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara það er frá því að það var tilkynnt að forverinn sé formlega hættur þar til að ráðning nýs þjálfara er staðfest. Lengsta bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara frá 1990: 73 dagar Ráðning eftirmanns Guðmundar Guðmundssonar 2023 70 dagar Ráðning Bogdan Kowalczyk 1983 69 dagar Ráðning Geirs Sveinssonar 2016 49 dagar Ráðning Hilmars Björnssonar 1980 32 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2008 24 dagar Ráðning Alfreðs Gíslason 2006 20 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2018 14 dagar Ráðning Þorbergs Aðalsteinssonar 1990 14 dagar Ráðning Arons Kristjánssonar 2012 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. 23. febrúar 2023 10:01 Bogdan heiðursgestur í Víkinni í kvöld Bogdan Kowalczyk, mjög sigursæll þjálfari handboltaliðs Víkinga á áttunda og níunda áratugnum verður sérstakur heiðursgestur Víkinga í Víkinni í kvöld. 20. apríl 2015 15:30 Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Íslenska landsliðið er reyndar búið að spila fjóra landsleiki og tryggja sig inn á Evrópumótið í millitíðinni en það gerði það undir stjórn þeirra Gunnars Magnússonar og Ágústs Þórs Jóhannssonar sem tóku við liðinu tímabundið. Eftir stendur að Handknattleiksambandið er enn að leita að næsta framtíðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það er reyndar sterkur orðrómur um að sá útvaldi sé Snorri Steinn Guðjónsson en það hefur ekki verið staðfest af þeim sem ráða. Það er vitað að viðkomandi þjálfari mun taka við gríðarlega spennandi liði sem hefur allt til alls til að gera góða hluti á næstu árum. HSÍ vill halda leit sinni á bak við tjöldin en á þessum tíma hafa menn verið að hlera að viðræður við nokkra aðila, innlenda sem erlenda, hafa verið í gangi. Fréttirnir hafa hins vegar meira snúist um það hvaða erlendir þjálfarar hafa gefið starfið frá sér auk þess að Dagur Sigurðsson þótti vinnubrögð sambandsins ekki boðleg og sagðist ekki getað unnið með þeim mönnum sem stýra HSÍ-skútunni í dag. Smám saman hefur því fækkað á óskalistanum og því stendur eftir nafn Snorra Steins Guðjónssonar með stórum stöfum. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983. Reyndar má deila um hvort ráðning Bogdans hafi í raun aðeins tekið nokkra daga eða allt sumarið því stjórnin sagði fjölmiðlum frá viðræðum sínum við Bogdan um leið og það kom í ljós að Hilmar Björnsson yrði ekki áfram. Það er því hægt að segja að þetta sé lengsta landsliðsþjálfaraleitin. Opinberlega kom það í ljós að Hilmar yrði ekki með liðið um leið og viðræður hófust við Bogdan í lok apríl 1983 og í júlímánuði sama ár fjölluðu fjölmiðlar að aðeins formsatriði stæðu í vegi fyrir að Bogdan tæki við. Bogdan þurfti að ganga frá sínum málum í Póllandi áður en hann gat endanlega tekið við íslenska liðinu en það var þó öllum ljóst að Bogdan yrði þjálfari liðsins. Hann átti síðan eftir að stýra íslenska liðinu í næstum því sjö ár með frábærum árangri. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir lengstu bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara það er frá því að það var tilkynnt að forverinn sé formlega hættur þar til að ráðning nýs þjálfara er staðfest. Lengsta bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara frá 1990: 73 dagar Ráðning eftirmanns Guðmundar Guðmundssonar 2023 70 dagar Ráðning Bogdan Kowalczyk 1983 69 dagar Ráðning Geirs Sveinssonar 2016 49 dagar Ráðning Hilmars Björnssonar 1980 32 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2008 24 dagar Ráðning Alfreðs Gíslason 2006 20 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2018 14 dagar Ráðning Þorbergs Aðalsteinssonar 1990 14 dagar Ráðning Arons Kristjánssonar 2012
Lengsta bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara frá 1990: 73 dagar Ráðning eftirmanns Guðmundar Guðmundssonar 2023 70 dagar Ráðning Bogdan Kowalczyk 1983 69 dagar Ráðning Geirs Sveinssonar 2016 49 dagar Ráðning Hilmars Björnssonar 1980 32 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2008 24 dagar Ráðning Alfreðs Gíslason 2006 20 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2018 14 dagar Ráðning Þorbergs Aðalsteinssonar 1990 14 dagar Ráðning Arons Kristjánssonar 2012
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. 23. febrúar 2023 10:01 Bogdan heiðursgestur í Víkinni í kvöld Bogdan Kowalczyk, mjög sigursæll þjálfari handboltaliðs Víkinga á áttunda og níunda áratugnum verður sérstakur heiðursgestur Víkinga í Víkinni í kvöld. 20. apríl 2015 15:30 Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00
Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. 23. febrúar 2023 10:01
Bogdan heiðursgestur í Víkinni í kvöld Bogdan Kowalczyk, mjög sigursæll þjálfari handboltaliðs Víkinga á áttunda og níunda áratugnum verður sérstakur heiðursgestur Víkinga í Víkinni í kvöld. 20. apríl 2015 15:30
Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59