Látið fjörðinn í friði Pálmi Gunnarsson skrifar 5. maí 2023 10:30 Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar