Gjaldþrot Engilberts nam 245 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2023 12:30 Engilbert Runólfsson athafnamaður var stórtækur í byggingargeiranum fyrir hrun. Fréttablaðið/E.ÓL. Engar eignir fundust í þrotabúi Engilberts Runólfssonar athafnamanns og verktaka á Akranesi. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 245 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Engilbert var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2020 nokkrum mánuðum eftir að hafa játað stórfelld skattsvik og peningaþvætti fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 58 milljónir. Upphæðin miðað við þrefalda fjárhæð vanskila hans vegna ársins 2017 að frádregnu álagi, en tvöfalda fjárhæð vanskila vegna ársins 2018. Héraðssaksóknari ákærði Engilbert fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals námu skattsvik Engilberts um 23 milljónum króna. Stórtækur á fasteignamarkaði Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Undanfarin ár hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2017 var það í helmingseigu Engilberts og Kristínar Minneyjar Pétursdóttur eiginkonu hans. Í dag er félagið að fullu í eigu Kristínar Minneyjar í gegnum félagið Barium ehf. Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Ekkert bólar á boðaðri umfjöllun Athygli vakti í nóvember þegar Engilbert boðaði umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. „Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!,“ skrifaði Engilbert á Facebook. Ekkert hefur þó bólað á þessari boðuðu umfjöllun Engilberts. DV greindi frá gjaldþroti Engilberts í gær sem Engilbert tók óstinnt upp í færslu á Facebook. „Klassískt kennitöluflakk og glæpamennska hjá þessum marggjaldþrota aumingjum og glæpahyski hjá Torg/DV/Fréttablaðinu aka Helgi Magnússon og co !!!“ sagði Engilbert. „Hef það fyrir víst að fjöldinn allur af verktökum sitji eftir með allt í rúst eftir þetta pakk í vísvítandi gervi gjaldþroti Fréttablaðsins og hafi ekki getað greitt leikskólagjöld núna um mánaðamótin og eigi ekki fyrir mat!!“ Segir hann að orðasambandið að kasta grjóti úr glerhúsi komi upp í hugann í því samhengi. Gjaldþrot Akranes Byggingariðnaður Tengdar fréttir Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. 21. janúar 2020 09:30 Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16 Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Engilbert var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2020 nokkrum mánuðum eftir að hafa játað stórfelld skattsvik og peningaþvætti fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 58 milljónir. Upphæðin miðað við þrefalda fjárhæð vanskila hans vegna ársins 2017 að frádregnu álagi, en tvöfalda fjárhæð vanskila vegna ársins 2018. Héraðssaksóknari ákærði Engilbert fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals námu skattsvik Engilberts um 23 milljónum króna. Stórtækur á fasteignamarkaði Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Undanfarin ár hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2017 var það í helmingseigu Engilberts og Kristínar Minneyjar Pétursdóttur eiginkonu hans. Í dag er félagið að fullu í eigu Kristínar Minneyjar í gegnum félagið Barium ehf. Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Ekkert bólar á boðaðri umfjöllun Athygli vakti í nóvember þegar Engilbert boðaði umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. „Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!,“ skrifaði Engilbert á Facebook. Ekkert hefur þó bólað á þessari boðuðu umfjöllun Engilberts. DV greindi frá gjaldþroti Engilberts í gær sem Engilbert tók óstinnt upp í færslu á Facebook. „Klassískt kennitöluflakk og glæpamennska hjá þessum marggjaldþrota aumingjum og glæpahyski hjá Torg/DV/Fréttablaðinu aka Helgi Magnússon og co !!!“ sagði Engilbert. „Hef það fyrir víst að fjöldinn allur af verktökum sitji eftir með allt í rúst eftir þetta pakk í vísvítandi gervi gjaldþroti Fréttablaðsins og hafi ekki getað greitt leikskólagjöld núna um mánaðamótin og eigi ekki fyrir mat!!“ Segir hann að orðasambandið að kasta grjóti úr glerhúsi komi upp í hugann í því samhengi.
Gjaldþrot Akranes Byggingariðnaður Tengdar fréttir Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. 21. janúar 2020 09:30 Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16 Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. 21. janúar 2020 09:30
Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16
Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00