Jokic refsað fyrir að gefa eiganda mótherjanna olnbogaskot í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:31 Nikola Jokic lenti í útistöðum við eiganda mótherjanna í leiknum. Þarna gekk mikið á við hliðarlínuna. AP/Matt York Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en það dugði þó ekki til því Phoenix Suns vann sigur á Denver Nuggets og jafnaði undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni í 2-2. Phoenix Suns vann leikinn 129-124 og hefur þar með unnið tvo leiki í röð og jafnað einvígið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Devin Booker og Kevin Durant voru báðir í stuði og báðir með 36 stig fyrir Suns liðið auk þess sem hinn sjóðheiti Booker bætti við tólf stoðsendingum. Þegar Denver reyndi að loka á stórskyttur Suns í fjórða leikhlutanum þá kom Landry Shamet sterkur inn í lokin og skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Shamet endaði óvænt með nítján stig og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann var búinn að skora fjórtán stig samanlagt alla úrslitakeppnina fyrir leikinn. Jokic skoraði alls 53 stig í leiknum auk þess að gefa 11 stoðsendingar en hann hitti úr 20 af 30 skotum sínum. Þessi frammistaða var ekki nóg fyrir Denver liðið. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Það var ekki aðeins frammistaða Jokic sem komst í fréttirnar því það urðu læti á milli hans og eiganda Phoenix Suns í öðrum leikhluta. Josh Okogie, leikmaður Phoenix Suns, reyndi þá að bjarga boltanum en endaði í fínu sætunum á hliðarlínunni. Jokic er þekktur fyrir að drífa boltann í leik og hann reyndi það þarna. Boltinn var hins vegar í höndunum á Mat Ishbia, eiganda Phoenix Suns. Nikola Jokic sets the @nuggets record for points in a Playoff game in Game 4 53 PTS11 AST20-30 FGPHX/DEN Game 5 | Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/i952K7gdpe— NBA (@NBA) May 8, 2023 Þegar Jokic reyndi að taka boltann þá flaug boltinn í burtu og inn í áhorfendahópinn. Jokic gaf þá Ishbia olnbogaskot og eigandinn datt aftur á bak. Dómarar leiksins ákváðu að gefa Jokic tæknivillu fyrir atvikið en Serbinn sá ekki eftir neinu í leikslok. „Áhorfandinn setti hendur á mig fyrst. Ég hélt að deildin ætlaði að verja okkur. Kannski hef ég ekki rétt fyrir mér þar. Ég veit hver hann er en er hann ekki stuðningsmaður. Er það ekki?,“ spurði Nikola Jokic eftir leikinn. „Jokic er að ná í boltann og einhver áhorfandi heldur á boltanum eins og hann vilji vera með í leiknum. Láttu boltann vera maður,“ sagði Michael Malone, þjálfari Jokic hjá Denver Nuggets. Devin Booker is MASTERFUL once again as the @suns win Game 4 to even the series!36 PTS12 AST (Playoff career high)14-18 FGPHX/DEN Game 5: Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/XpNs3Slshx— NBA (@NBA) May 8, 2023 Devin Booker has recorded his third straight Playoff game with 35+ points, the most in Suns franchise history:Amar e Stoudemire (2 straight, 2002)Kevin Johnson (2 straight, 1994) pic.twitter.com/sks9Uu13gu— NBA History (@NBAHistory) May 8, 2023 NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Phoenix Suns vann leikinn 129-124 og hefur þar með unnið tvo leiki í röð og jafnað einvígið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Devin Booker og Kevin Durant voru báðir í stuði og báðir með 36 stig fyrir Suns liðið auk þess sem hinn sjóðheiti Booker bætti við tólf stoðsendingum. Þegar Denver reyndi að loka á stórskyttur Suns í fjórða leikhlutanum þá kom Landry Shamet sterkur inn í lokin og skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Shamet endaði óvænt með nítján stig og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann var búinn að skora fjórtán stig samanlagt alla úrslitakeppnina fyrir leikinn. Jokic skoraði alls 53 stig í leiknum auk þess að gefa 11 stoðsendingar en hann hitti úr 20 af 30 skotum sínum. Þessi frammistaða var ekki nóg fyrir Denver liðið. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Það var ekki aðeins frammistaða Jokic sem komst í fréttirnar því það urðu læti á milli hans og eiganda Phoenix Suns í öðrum leikhluta. Josh Okogie, leikmaður Phoenix Suns, reyndi þá að bjarga boltanum en endaði í fínu sætunum á hliðarlínunni. Jokic er þekktur fyrir að drífa boltann í leik og hann reyndi það þarna. Boltinn var hins vegar í höndunum á Mat Ishbia, eiganda Phoenix Suns. Nikola Jokic sets the @nuggets record for points in a Playoff game in Game 4 53 PTS11 AST20-30 FGPHX/DEN Game 5 | Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/i952K7gdpe— NBA (@NBA) May 8, 2023 Þegar Jokic reyndi að taka boltann þá flaug boltinn í burtu og inn í áhorfendahópinn. Jokic gaf þá Ishbia olnbogaskot og eigandinn datt aftur á bak. Dómarar leiksins ákváðu að gefa Jokic tæknivillu fyrir atvikið en Serbinn sá ekki eftir neinu í leikslok. „Áhorfandinn setti hendur á mig fyrst. Ég hélt að deildin ætlaði að verja okkur. Kannski hef ég ekki rétt fyrir mér þar. Ég veit hver hann er en er hann ekki stuðningsmaður. Er það ekki?,“ spurði Nikola Jokic eftir leikinn. „Jokic er að ná í boltann og einhver áhorfandi heldur á boltanum eins og hann vilji vera með í leiknum. Láttu boltann vera maður,“ sagði Michael Malone, þjálfari Jokic hjá Denver Nuggets. Devin Booker is MASTERFUL once again as the @suns win Game 4 to even the series!36 PTS12 AST (Playoff career high)14-18 FGPHX/DEN Game 5: Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/XpNs3Slshx— NBA (@NBA) May 8, 2023 Devin Booker has recorded his third straight Playoff game with 35+ points, the most in Suns franchise history:Amar e Stoudemire (2 straight, 2002)Kevin Johnson (2 straight, 1994) pic.twitter.com/sks9Uu13gu— NBA History (@NBAHistory) May 8, 2023
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira