Söfn stuðla að vellíðan fólks og samfélaga Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun