Sex skilorðsbundnir mánuðir fyrir stórfellda líkamsárás við Paddy's Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 16:20 Árásin varð fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ. Vísir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Paddy's í Reykjanesbæ í október 2021. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða brotaþolanum, karlmanni á fimmtugsaldri, tvær milljónir króna í miskabætur. Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01