Everton kláraði Brighton í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2023 18:30 Þessir tveir voru frábærir í dag. Charlie Crowhurst/Getty Images Everton vann magnaðan 5-1 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir frá Bítlaborginni eru í bullandi fallbaráttu á meðan Brighton lætur sig dreyma um að spila í Evrópu á næstu leiktíð. Fyrir leik var hinn 21 árs gamli João Pedro kynntur til leiks hjá Brighton en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar eftir að hafa spilað með Watford frá 2020. Um er að ræða framherja frá Brasilíu og hefði Brighton getað nýtt krafta hans í dag. Joao Pedro was on the pitch at the Amex during the half-time break Brighton have agreed a £30million deal to sign the Brazilian from Watford when the summer transfer window opens Wonder what he makes of the performance so far? #BBCFootball #PremierLeague pic.twitter.com/5UY9WCGCKp— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2023 Það tók lærisveinar Sean Dyche innan við mínútu að komast yfir. Abdoulaye Doucoure kom boltanum þá í netið eftir sendingu frá Dominic Calvert-Lewin. Þegar tæpur hálftími var liðinn tvöfaldaði Doucoure forystuna eftir undirbúning Dwight McNeil. McNeil var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann komst upp að endalínu og gaf fyrir en Jason Steele, markvörður Brighton, tókst ekki betur til og „varði“ boltann í netið. Sjálfsmark niðurstaðan og staðan 3-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. HALF-TIME Brighton 0-3 EvertonAn Abdoulaye Doucoure brace and Jason Steele own goal give Everton a three-nil lead at Amex Stadium#BHAEVE pic.twitter.com/SpAQqMA77S— Premier League (@premierleague) May 8, 2023 Heimaliðið gerði fjórar skiptingar í hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn náðu ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn gestanna og McNeil bætti við fjórða marki Everton þegar stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Alexis Mac Allister minnkaði muninn í 1-4 þegar tíu mínútur lifðu leiks og við það virtust heimamenn vakna af værum blundi. Nær komst Brighton ekki og til að fullkomna daginn þá skoraði McNeil eftir skyndisókn þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 1-5 og Everton vann dýrmætan sigur í fallbaráttunni. Everton lyftir sér með sigrinum upp í 16. sæti með 32 stig eftir 35 leiki, tveimur stigum meira Leicester City, Nottingham Forest og Leeds United sem sitja í sætunum þar fyrir neðan. Brighton er í 7. sæti - sem gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð - með 55 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Fyrir leik var hinn 21 árs gamli João Pedro kynntur til leiks hjá Brighton en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar eftir að hafa spilað með Watford frá 2020. Um er að ræða framherja frá Brasilíu og hefði Brighton getað nýtt krafta hans í dag. Joao Pedro was on the pitch at the Amex during the half-time break Brighton have agreed a £30million deal to sign the Brazilian from Watford when the summer transfer window opens Wonder what he makes of the performance so far? #BBCFootball #PremierLeague pic.twitter.com/5UY9WCGCKp— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2023 Það tók lærisveinar Sean Dyche innan við mínútu að komast yfir. Abdoulaye Doucoure kom boltanum þá í netið eftir sendingu frá Dominic Calvert-Lewin. Þegar tæpur hálftími var liðinn tvöfaldaði Doucoure forystuna eftir undirbúning Dwight McNeil. McNeil var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann komst upp að endalínu og gaf fyrir en Jason Steele, markvörður Brighton, tókst ekki betur til og „varði“ boltann í netið. Sjálfsmark niðurstaðan og staðan 3-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. HALF-TIME Brighton 0-3 EvertonAn Abdoulaye Doucoure brace and Jason Steele own goal give Everton a three-nil lead at Amex Stadium#BHAEVE pic.twitter.com/SpAQqMA77S— Premier League (@premierleague) May 8, 2023 Heimaliðið gerði fjórar skiptingar í hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn náðu ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn gestanna og McNeil bætti við fjórða marki Everton þegar stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Alexis Mac Allister minnkaði muninn í 1-4 þegar tíu mínútur lifðu leiks og við það virtust heimamenn vakna af værum blundi. Nær komst Brighton ekki og til að fullkomna daginn þá skoraði McNeil eftir skyndisókn þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 1-5 og Everton vann dýrmætan sigur í fallbaráttunni. Everton lyftir sér með sigrinum upp í 16. sæti með 32 stig eftir 35 leiki, tveimur stigum meira Leicester City, Nottingham Forest og Leeds United sem sitja í sætunum þar fyrir neðan. Brighton er í 7. sæti - sem gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð - með 55 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira