Vill fá að mæta pabba sínum í Olís deildinni næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 08:30 Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason spila með Víkingi og FH. Vísir/Sigurjón Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason standa í stórræðum þessa dagana í úrslitakeppnum handboltans. Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg
Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti