Ranghugmyndir Seðlabankans um efnahagsmál Stefán Ólafsson skrifar 10. maí 2023 15:01 Seðlabankinn segir réttilega að það sé þensla (ofhitun) í hagkerfinu, en horfir framhjá helstu orsökunum. Helsta orsökin er taumlaus ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem kallar á mikla fjárfestingu og gríðarlegan innflutning á vinnuafli, sem kyndir undir verðbólgu. Mikil einkaneysla efnaðri hluta þjóðarinnar er einnig mikilvæg orsök þenslunnar. Til að bregðast við þessari ofþenslu ræðst seðlabankinn á kaupmátt almennings með fordæmalausum vaxtahækkunum, sem miða að því að draga niður kaupgetu þorra almennings (það kallar bankinn „að draga úr eftirspurn“ í hagkerfinu). Verðbólguhvetjandi ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins í landinu er sem sé mætt með því að lækka kaupmátt almennings (einkum þeirra sem eru með húsnæðisskuldir). En er það almenningur, tekju- og eignaminni helmingur þjóðarinnar, sem er helsta orsök ofþenslunnar, of mikillar eftirspurnar (neyslu og fjárfestinga)? Er það fólkið sem á erfitt með að ná endum saman sem er að eyða of miklu? Það er einmitt tæpur helmingur launafólks sem er í þeirri stöðu að ná endum illa saman, skv. nýrri könnun Vörðu. Nei, öðru nær. Það er ferðaþjónustan og efnaðri helmingur þjóðarinnar sem eru helstu orsakavaldar ofþenslunnar og innlends verðbólguþrýstings. En það er ekki verið að taka á þessum helstu orsakavöldum. Stór hluti ferðaþjónustunnar býr meira að segja við skattaafslátt (eru í lægra þrepi virðisaukaskatts) umfram fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er sem sagt með skattahvata til vaxtar, einmitt þegar hún er að vaxta of hratt! Er eitthvert vit í þessu? Ríkasta fólkið skuldar almennt minna í húsnæði sínu og finnur heldur ekki fyrir vaxtahækkunum vegna rúmrar kaupgetu sinnar. Úrræði Seðlabankans bíta því fyrst og fremst á kjörum þeirra sem minna eiga og lægri tekjur hafa – einmitt á þeim sem eru saklausir af ofþenslunni í samfélaginu. Aðrar afleiðingar ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins eru t.d. gríðarleg aukning á innflutningi vinnuafls. Það hjálpar svo til við að eyðileggja húsnæðismarkaðinn fyrir almenningi, með skorti íbúða og gríðarlegum verðhækkunum. Óhóflegar vaxtahækkanir Seðlabankans draga nú orðið að auki úr framleiðslu nýrra íbúða fyrir lægri tekjuhópa. Vítahringur á húsnæðismarkaði magnast þannig og húsnæðisstuðningur stjórnvalda er alltof lítill. Meira að segja Alþjóðabankinn hefur orð á þessu (sjá hér). Seðlabankastjórinn viðurkennir þetta í nýlegu blaðaviðtali og kallar það „þversögn á íbúðamarkaði“ (sjá hér)! En þetta endurspeglar einfaldlega ranga kenningu Seðlabankans um orsakir vandans og þar af leiðandi röng viðbrögð. Seðlabankastjóri sýnir þó engin merki um að breytinga sé að vænta á stefnunni, en hann kennir ríkisstjórninni um aðgerðaleysi. Bankinn og ríkisstjórnin eru að hengja láglaunafólk og þá eignaminni fyrir þá eignameiri og hærra launuðu – og einnig fyrir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja og annarra fyrirtækja sem búa nú við methagnað. Þetta er eins öfugsnúið og frekast má vera. Spurningin er hvort Seðlabankinn ætli að genga enn lengra á þessu feigðarflani sínu í næstu vaxtaákvörðun? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Stefán Ólafsson Efnahagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Seðlabankinn segir réttilega að það sé þensla (ofhitun) í hagkerfinu, en horfir framhjá helstu orsökunum. Helsta orsökin er taumlaus ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem kallar á mikla fjárfestingu og gríðarlegan innflutning á vinnuafli, sem kyndir undir verðbólgu. Mikil einkaneysla efnaðri hluta þjóðarinnar er einnig mikilvæg orsök þenslunnar. Til að bregðast við þessari ofþenslu ræðst seðlabankinn á kaupmátt almennings með fordæmalausum vaxtahækkunum, sem miða að því að draga niður kaupgetu þorra almennings (það kallar bankinn „að draga úr eftirspurn“ í hagkerfinu). Verðbólguhvetjandi ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins í landinu er sem sé mætt með því að lækka kaupmátt almennings (einkum þeirra sem eru með húsnæðisskuldir). En er það almenningur, tekju- og eignaminni helmingur þjóðarinnar, sem er helsta orsök ofþenslunnar, of mikillar eftirspurnar (neyslu og fjárfestinga)? Er það fólkið sem á erfitt með að ná endum saman sem er að eyða of miklu? Það er einmitt tæpur helmingur launafólks sem er í þeirri stöðu að ná endum illa saman, skv. nýrri könnun Vörðu. Nei, öðru nær. Það er ferðaþjónustan og efnaðri helmingur þjóðarinnar sem eru helstu orsakavaldar ofþenslunnar og innlends verðbólguþrýstings. En það er ekki verið að taka á þessum helstu orsakavöldum. Stór hluti ferðaþjónustunnar býr meira að segja við skattaafslátt (eru í lægra þrepi virðisaukaskatts) umfram fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er sem sagt með skattahvata til vaxtar, einmitt þegar hún er að vaxta of hratt! Er eitthvert vit í þessu? Ríkasta fólkið skuldar almennt minna í húsnæði sínu og finnur heldur ekki fyrir vaxtahækkunum vegna rúmrar kaupgetu sinnar. Úrræði Seðlabankans bíta því fyrst og fremst á kjörum þeirra sem minna eiga og lægri tekjur hafa – einmitt á þeim sem eru saklausir af ofþenslunni í samfélaginu. Aðrar afleiðingar ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins eru t.d. gríðarleg aukning á innflutningi vinnuafls. Það hjálpar svo til við að eyðileggja húsnæðismarkaðinn fyrir almenningi, með skorti íbúða og gríðarlegum verðhækkunum. Óhóflegar vaxtahækkanir Seðlabankans draga nú orðið að auki úr framleiðslu nýrra íbúða fyrir lægri tekjuhópa. Vítahringur á húsnæðismarkaði magnast þannig og húsnæðisstuðningur stjórnvalda er alltof lítill. Meira að segja Alþjóðabankinn hefur orð á þessu (sjá hér). Seðlabankastjórinn viðurkennir þetta í nýlegu blaðaviðtali og kallar það „þversögn á íbúðamarkaði“ (sjá hér)! En þetta endurspeglar einfaldlega ranga kenningu Seðlabankans um orsakir vandans og þar af leiðandi röng viðbrögð. Seðlabankastjóri sýnir þó engin merki um að breytinga sé að vænta á stefnunni, en hann kennir ríkisstjórninni um aðgerðaleysi. Bankinn og ríkisstjórnin eru að hengja láglaunafólk og þá eignaminni fyrir þá eignameiri og hærra launuðu – og einnig fyrir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja og annarra fyrirtækja sem búa nú við methagnað. Þetta er eins öfugsnúið og frekast má vera. Spurningin er hvort Seðlabankinn ætli að genga enn lengra á þessu feigðarflani sínu í næstu vaxtaákvörðun? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun