Hvað verður loftlagssektin há vegna 35.000 íbúða? Björt Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2023 09:30 800 milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins ársins 2023 er ráðstafað til sektar vegna þess að við Íslendingar höfum sofið á verðinum og ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Kyoto loftlagsbókunarinnar. Parísarsamningurinn sem við höfum líkt og aðrar ábyrgðafullar þjóðir undirgengist, er mun viðameiri og skilyrði hans koma til kasta fjárlaga innan skamms eða 2030. Við Íslendingar erum neyslurík þjóð og viljum flest hver halda í þau gæði sem við þekkjum nú þegar. En þessi neysla og hefðbundnar venjur okkar kosta loftslagið og þannig líka ríkissjóð. Við drógum lítillega úr losun á covid-árunum vegna hafta, en nú hefur heldur betur bæst í og losun á beina ábyrgð Íslands hefur aldrei verið meiri. Okkur er að fjölga, og í okkar víðfeðma landi er það mjög jákvætt að fólk vilji flytja hingað og sjá sér og sínum farborða, því það styður við sameiginlega sjóði og skatttekjur ríkisins sem aftur stendur straum af menntun okkar, heilbrigðisþjónustu, vegasamgöngum og öðrum mikilvægum innviðum og gæðum sem við viljum efla frekar en hitt. Uppbygging sómasamlegra heimila til að mæta fólksfjölgun (innlendri sem og innfluttri) hefur oft verið sett upp í markmið stjórnvalda og það er vel. Við viljum vera undirbúin fyrir framtíðinni því að skortur á húsnæði hefur þýtt hækkanir á fasteignamarkaði með tilheyrandi dýrtíð og erfiðleikum, til dæmis fyrir ungar fjölskyldur sem eiga við ramman reip að draga við að koma undir sig fótunum og veita börnum sínum samfellu, öryggi og gott líf. Nú síðast hafa sveitarfélögin og ríki gert með sér samkomulag um að tryggja í það minnsta 35.000 íbúðir á næstu 10 árum fyrir fólkið í landinu en kunnugir segja að líklega þurfi talan að vera ívið hærri til að mæta uppsafnaðri þörf. Við erum orðin nokkuð vön því að ræða um loftlagsmál og skiljum til dæmis vel að orkuskipti í samgöngum eru okkur mikilvæg ekki bara fyrir loftslagið, líka fyrir budduna. Við erum orðin verseruð í tali um að atvinnuvegir skuli draga úr losun, en því miður kannski síst þegar kemur að þeirri starfsemi sem losar gróðurhúsalofttegundir á beina ábyrgð Íslands og íslenskra skattgreiðenda. Mannvirkjageirinn er þannig iðnaður og hann er á heimsvísu ábyrgur fyrir um 40% losunar gróðurhúsalofttegunda, meira ef úrgangur og sóun auðlinda á ábyrgð iðnaðarins er talin með. Afleiðingin er hröð hlýnun jarðar og röskun í jafnvægi vistkerfa með hrikalegum afleiðingum. Íslendingar fara svo sannarlega ekki varhluta af þessu því að ofsar í veðurfari, gegndarlausar rigningar og tíð skriðuföll á mannabyggðir erum við því miður farin að farin að þekkja of vel af eigin raun. Það er ekki annað í boði en að vakna núna og undirbúa framtíðina. 35.000 íbúðir á 10 árum byggðar á hefðbundinn hátt með mikilli losun munu ekki bara þýða milljarða útgjöld frá skattgreiðendum í sektarfé, eða kaupum á losunarheimildum eins og það kallast líka. Það mun þýða að engin breyting verður heldur að þeim 10 árum liðnum því að verktakar og þróunaraðilar þurftu ekki að leggja það á sig að breyta frá vananum og fara umhverfisvænni leiðir. Góðu fréttirnar eru þær að byggingageirinn er tilbúinn í breytingar, til eru gagnreyndar aðferðir og leiðbeiningar frá þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við til að draga úr umfangsmikilli losun sem reiknast á hvert byggt mannvirki. Þetta hefur geirinn ásamt HMS og ýmsum öðrum hagaðilum rýnt og undirbúið. En við eigum á hættu með að verða allt of sein, ekkert af annars góðri vinnu í þessa átt er komið til framkvæmda, og það eru aðeins 7 ár til 2030. Ef við náum ekki loftslagsmarkmiðunum þá verður sektin ekki eingreiðsla upp á 800 milljónir líkt og nú, heldur árleg útgjöld sem metin hafa verið á bilinu 1-10 milljarðar. Eigum við ekki að nýta þá fjármuni í annað skynsamlegra? Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, eldri borgarar, öryrkjar myndu þiggja betri stuðning. Stjórnvöld verða að fara í aðgerðir strax í byggingageiranum og setja skyldur á loftlagsvænni uppbyggingu mannvirkja. Annars situr fólkið uppi með reikninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Iðu ehf. og fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Húsnæðismál Björt Ólafsdóttir Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
800 milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins ársins 2023 er ráðstafað til sektar vegna þess að við Íslendingar höfum sofið á verðinum og ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Kyoto loftlagsbókunarinnar. Parísarsamningurinn sem við höfum líkt og aðrar ábyrgðafullar þjóðir undirgengist, er mun viðameiri og skilyrði hans koma til kasta fjárlaga innan skamms eða 2030. Við Íslendingar erum neyslurík þjóð og viljum flest hver halda í þau gæði sem við þekkjum nú þegar. En þessi neysla og hefðbundnar venjur okkar kosta loftslagið og þannig líka ríkissjóð. Við drógum lítillega úr losun á covid-árunum vegna hafta, en nú hefur heldur betur bæst í og losun á beina ábyrgð Íslands hefur aldrei verið meiri. Okkur er að fjölga, og í okkar víðfeðma landi er það mjög jákvætt að fólk vilji flytja hingað og sjá sér og sínum farborða, því það styður við sameiginlega sjóði og skatttekjur ríkisins sem aftur stendur straum af menntun okkar, heilbrigðisþjónustu, vegasamgöngum og öðrum mikilvægum innviðum og gæðum sem við viljum efla frekar en hitt. Uppbygging sómasamlegra heimila til að mæta fólksfjölgun (innlendri sem og innfluttri) hefur oft verið sett upp í markmið stjórnvalda og það er vel. Við viljum vera undirbúin fyrir framtíðinni því að skortur á húsnæði hefur þýtt hækkanir á fasteignamarkaði með tilheyrandi dýrtíð og erfiðleikum, til dæmis fyrir ungar fjölskyldur sem eiga við ramman reip að draga við að koma undir sig fótunum og veita börnum sínum samfellu, öryggi og gott líf. Nú síðast hafa sveitarfélögin og ríki gert með sér samkomulag um að tryggja í það minnsta 35.000 íbúðir á næstu 10 árum fyrir fólkið í landinu en kunnugir segja að líklega þurfi talan að vera ívið hærri til að mæta uppsafnaðri þörf. Við erum orðin nokkuð vön því að ræða um loftlagsmál og skiljum til dæmis vel að orkuskipti í samgöngum eru okkur mikilvæg ekki bara fyrir loftslagið, líka fyrir budduna. Við erum orðin verseruð í tali um að atvinnuvegir skuli draga úr losun, en því miður kannski síst þegar kemur að þeirri starfsemi sem losar gróðurhúsalofttegundir á beina ábyrgð Íslands og íslenskra skattgreiðenda. Mannvirkjageirinn er þannig iðnaður og hann er á heimsvísu ábyrgur fyrir um 40% losunar gróðurhúsalofttegunda, meira ef úrgangur og sóun auðlinda á ábyrgð iðnaðarins er talin með. Afleiðingin er hröð hlýnun jarðar og röskun í jafnvægi vistkerfa með hrikalegum afleiðingum. Íslendingar fara svo sannarlega ekki varhluta af þessu því að ofsar í veðurfari, gegndarlausar rigningar og tíð skriðuföll á mannabyggðir erum við því miður farin að farin að þekkja of vel af eigin raun. Það er ekki annað í boði en að vakna núna og undirbúa framtíðina. 35.000 íbúðir á 10 árum byggðar á hefðbundinn hátt með mikilli losun munu ekki bara þýða milljarða útgjöld frá skattgreiðendum í sektarfé, eða kaupum á losunarheimildum eins og það kallast líka. Það mun þýða að engin breyting verður heldur að þeim 10 árum liðnum því að verktakar og þróunaraðilar þurftu ekki að leggja það á sig að breyta frá vananum og fara umhverfisvænni leiðir. Góðu fréttirnar eru þær að byggingageirinn er tilbúinn í breytingar, til eru gagnreyndar aðferðir og leiðbeiningar frá þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við til að draga úr umfangsmikilli losun sem reiknast á hvert byggt mannvirki. Þetta hefur geirinn ásamt HMS og ýmsum öðrum hagaðilum rýnt og undirbúið. En við eigum á hættu með að verða allt of sein, ekkert af annars góðri vinnu í þessa átt er komið til framkvæmda, og það eru aðeins 7 ár til 2030. Ef við náum ekki loftslagsmarkmiðunum þá verður sektin ekki eingreiðsla upp á 800 milljónir líkt og nú, heldur árleg útgjöld sem metin hafa verið á bilinu 1-10 milljarðar. Eigum við ekki að nýta þá fjármuni í annað skynsamlegra? Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, eldri borgarar, öryrkjar myndu þiggja betri stuðning. Stjórnvöld verða að fara í aðgerðir strax í byggingageiranum og setja skyldur á loftlagsvænni uppbyggingu mannvirkja. Annars situr fólkið uppi með reikninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Iðu ehf. og fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun