„Þetta var alveg hryllingur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 11:44 Guðmundur Felix Grétarsson segir að staðan á sér sé góð í dag. Hann bindur vonir við að komast heim fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson þurfti á dögunum að gangast undir fimm aðgerðir eftir að líkaminn hans byrjaði að hafna öðrum handleggnum hans. Um tíma hafi hann verið skíthræddur um að missa handlegginn. Hann segir þó að í dag sé staðan á sér nokkuð góð. „Ég stend í þeirri von að ég jafnvel geti farið heim fyrir helgi,“ segir Guðmundur í samtali við Bítið á Bylgjunni. Guðmundur greindi frá því í lok apríl að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Hann hafi byrjað að bólgna í kringum neglurnar og í kjölfarið hafi þær byrjað að detta af. Þegar læknarnir komust að því að líkaminn væri að hafna handleggnum gáfu þeir Guðmundir stóra steraskammta. „Ég tek þrjú lyf daglega til þess að bæla ónæmiskerfið gegn því að ráðast á handleggina og eitt af því eru sterar. Ég hef verið að taka fimm milligrömm á dag, það sem þeir gera þegar svona kemur upp er að þeir gefa mér 500 milligrömm á dag í þrjá daga - sem er í rauninni rúmlega fjögurra ára skammtur.“ Sterarnir bitu ekki á drulluna Þessir steraskammtar slökkvi algjörlega á ónæmiskerfinu og yfirleitt dugi það til að koma í veg fyrir höfnun. Það sem gerist þó í þessu tilfelli hjá Guðmundi er að þegar hann er búinn að taka þrjá stóra steraskammta kemur í ljós að það er sýking í handleggnum. Guðmundur segir að eins konar drulla hafi þá legið milli vöðva og húðar handleggsins: „Þá er ég ekki með neitt ónæmiskerfi og þessi sýking bara blossar svona svakalega upp að handleggurinn á mér, yfir nóttina eftir að ég kláraði þessa meðferð, varð eins og lærleggur. Þetta var mjög vont, þetta var alveg hryllingur, því hann var svo rosalegur þrýstingurinn.“ Þar sem sýklalyfin ferðist með æðakerfinu nái þau ekki að hafa áhrif á drulluna. „Þannig þeir þurftu að opna handlegginn, alveg frá miðjum framhandlegg og upp að öxl, og ég var með hann opinn í rúma viku.“ Þá segir Guðmundur að hann hafi farið í fimm aðgerðir þar sem hann var svæfður og handleggurinn hreinsaður. Stóð alls ekkert á sama Aðspurður um það hvort þessi sýking hafi valdið því að hann geti ekki notað handlegginn segir Guðmundur að hann sé að verða aftur eðlilegur. „En á meðan á þessu stóð þá gat ég ekki einu sinni rétt úr olnboganum,“ segir hann. „Þetta var, sérstaklega þarna í síðustu vikunni, mjög tvísýnt. Því sýkingin var alveg komin upp í axlir, ég var aumur og þrútinn á öxlunum, og það sem má alls ekki gerast er að þetta dreifi sér út um líkamann - þá er þetta bara búið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundur er þá spurður hvernig honum hafi liðið andlega á meðan á þessu stóð. Hann minnist þess þá þegar hann missti hendurnar á sínum tíma. Upphaflega hafi hendurnar verið teknar rétt ofan við olnboga en í ellefu mánuði hafi hann verið með sýkingar. Því hafi hann farið í aðgerðir aftur og aftur þar sem það var alltaf tekið meira af höndunum. „Þær minningar náttúrulega komu upp, þá var ég meira að segja með ónæmiskerfi líka til að hjálpa til. En nú vorum við búin að slökkva á ónæmiskerfinu mínu og þurftum eingöngu að treysta á sýklalyf. Þannig mér stóð alls ekkert á sama, ég var svolítið skíthræddur við að þeir myndu eiginlega taka hann af.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Ég stend í þeirri von að ég jafnvel geti farið heim fyrir helgi,“ segir Guðmundur í samtali við Bítið á Bylgjunni. Guðmundur greindi frá því í lok apríl að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Hann hafi byrjað að bólgna í kringum neglurnar og í kjölfarið hafi þær byrjað að detta af. Þegar læknarnir komust að því að líkaminn væri að hafna handleggnum gáfu þeir Guðmundir stóra steraskammta. „Ég tek þrjú lyf daglega til þess að bæla ónæmiskerfið gegn því að ráðast á handleggina og eitt af því eru sterar. Ég hef verið að taka fimm milligrömm á dag, það sem þeir gera þegar svona kemur upp er að þeir gefa mér 500 milligrömm á dag í þrjá daga - sem er í rauninni rúmlega fjögurra ára skammtur.“ Sterarnir bitu ekki á drulluna Þessir steraskammtar slökkvi algjörlega á ónæmiskerfinu og yfirleitt dugi það til að koma í veg fyrir höfnun. Það sem gerist þó í þessu tilfelli hjá Guðmundi er að þegar hann er búinn að taka þrjá stóra steraskammta kemur í ljós að það er sýking í handleggnum. Guðmundur segir að eins konar drulla hafi þá legið milli vöðva og húðar handleggsins: „Þá er ég ekki með neitt ónæmiskerfi og þessi sýking bara blossar svona svakalega upp að handleggurinn á mér, yfir nóttina eftir að ég kláraði þessa meðferð, varð eins og lærleggur. Þetta var mjög vont, þetta var alveg hryllingur, því hann var svo rosalegur þrýstingurinn.“ Þar sem sýklalyfin ferðist með æðakerfinu nái þau ekki að hafa áhrif á drulluna. „Þannig þeir þurftu að opna handlegginn, alveg frá miðjum framhandlegg og upp að öxl, og ég var með hann opinn í rúma viku.“ Þá segir Guðmundur að hann hafi farið í fimm aðgerðir þar sem hann var svæfður og handleggurinn hreinsaður. Stóð alls ekkert á sama Aðspurður um það hvort þessi sýking hafi valdið því að hann geti ekki notað handlegginn segir Guðmundur að hann sé að verða aftur eðlilegur. „En á meðan á þessu stóð þá gat ég ekki einu sinni rétt úr olnboganum,“ segir hann. „Þetta var, sérstaklega þarna í síðustu vikunni, mjög tvísýnt. Því sýkingin var alveg komin upp í axlir, ég var aumur og þrútinn á öxlunum, og það sem má alls ekki gerast er að þetta dreifi sér út um líkamann - þá er þetta bara búið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundur er þá spurður hvernig honum hafi liðið andlega á meðan á þessu stóð. Hann minnist þess þá þegar hann missti hendurnar á sínum tíma. Upphaflega hafi hendurnar verið teknar rétt ofan við olnboga en í ellefu mánuði hafi hann verið með sýkingar. Því hafi hann farið í aðgerðir aftur og aftur þar sem það var alltaf tekið meira af höndunum. „Þær minningar náttúrulega komu upp, þá var ég meira að segja með ónæmiskerfi líka til að hjálpa til. En nú vorum við búin að slökkva á ónæmiskerfinu mínu og þurftum eingöngu að treysta á sýklalyf. Þannig mér stóð alls ekkert á sama, ég var svolítið skíthræddur við að þeir myndu eiginlega taka hann af.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira