Íslendingar borða mest af dýraafurðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 13:11 Hver Íslendingur borðar að meðaltali rúmlega 170 grömm af kjöti á dag. Nærri helmingur kaloríuinntöku Íslendinga kemur frá dýraafurðum. Neysla sjávarafurða spilar þar stóra rullu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent. Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent.
Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira