Er ég ekki með alvöru sjúkdóm? Svanhildur A. Sigurgeirsdóttir skrifar 11. maí 2023 15:30 Samkvæmt nýjustu greiningar og meðferðarleiðbeiningum frá NICE í Bretlandi 2022 kemur fram að ME sé taugasjúkdómur sem leiðir til fötlunar, sjúkdómurinn var viðurkenndur af WHO sem taugasjúkdómur 1969 en af einhverjum ástæðum hefur alvarleikinn og það hversu algengur sjúkdómurinn er farið framhjá fólki og týnst, það hefur ekki fengist nægt fé til rannsókna og meðferðarúrræði eru sára fá. Fólkið sem veikst hefur hverfur af vinnumarkaði og oftar en ekki gleymist það heima hjá sér, mýta hefur myndast um að ME,sem fólk veit sjaldan hvað er en þekkir sem síþreytu, að hér séu sálrænir kvillar sem hamlar fólki, ákveðin leti og sérhlífni sem gerir það að verkum að þau veslist upp við að leggjast bara í rúmið og hætti að reyna. Lífið með ME hefur þó í för með sér breytta áætlun á lífinu,ókunnar slóðir á milli lækna og annarra meðferðaraðila, mikil breyting á lífshögum og jafnvel fjölskyldulífi. Það að veikjast er ekki alltaf einungis barátta við líkamann heldur lífsbarátta, einnig andlega og félagslega. Að reyna að lifa innan þess ramma sem við erum sett í getur orðið flókið og alls ekki auðvelt að sætta sig við. Það er okkur þó eðlislægt að aðlaga okkur að lífinu hverju sinni og því sem við höfum en misjafnt er við hvaða lífsskilyrði við getum lifað við til langs tíma, hvað gefur okkur lífsfyllingu. Nýlega fékk ég að hitta mann sem hefur unnið við rannsóknir á sjúkdómnum sl 10 ár og var mér mjög dýrmætt að fá að heyra það staðfest að efnafræðilegar breytingar hafi orðið á líkamsstarfseminni og allt sem ég upplifi,verkirnir,máttleysið og hugrænu erfiðleikarnir eiga sér skýringar, að einkenni sjúkdómsins hafa verið staðfest með rannsóknum, vandinn er að orsökin er ekki fundin,ekki til lyf sem lækna eða halda niðri einkennum enn sem komið er, þó til séu ákveðin lyf sem hjálpa mörgum með erfið einkenni. Á meðan þurfum við að reyna að lifa með sjúkdómnum sem er oft flókið því sjúkdómurinn er flókinn og almenn þekking lítil. Aðgengi fyrir ME veika til að fá réttan stuðning er ekki nóg og fötlun ekki alltaf sýnileg. Fyrst þegar ég veiktist vissi ég ekki neitt af tilvist ME, vissi ekki hvað væri að gerast og fann ekki orðin yfir til að lýsa líðan minni og fannst ég engan vegin fá skilning um hvað ég væri að tala, þreyta og verkir lýsa ekki nógu vel ástandinu og fékk ég oft að heyra að ég þyrfti bara að hreyfa mig meira,sofa nóg og breyta mataræðinu. Eftir tilraunir til endurhæfingar, þjálfun og menntun í hvernig èg ætti að lifa þá þurfti ég að horfast í augu við það að ég færi líklegast ekki að vinna aftur,reyndi ég að fara í nám en það gekk ekki eftir,ég var orðin öryrki. Það þótti þó ekki sönnun þess að ég væri með raunverulegan sjúkdóm, síðan fékk ég greiningu og ekki hringdi það neinum bjöllum. Ég var bara í fínu orlofi rúmlega fertug að hafa það næs heima.Fólk þreytist ekki á að spyrja hvort það sé ekki nóg að gera, hvort ég sé ekki dugleg að fara út og svona. Sannleikurinn er að ég er mest heima, fer út að meðaltali 1-2 var í viku,þá 1-3 tíma í einu fer eftir orku,hvað ég geri og hvað ég þarf að ganga eða standa lengi. Hitti fólk sjaldan því það tekur of mikla orku,þarf jafnvel að passa tímann sem ég hef til að eiga með barnabörnum mínum og hef hætt virkni sem mér var kær. Þegar heimsfaraldurinn skall hér á með lokunum og takmörkun fólks til að fjölmenna og hittast,stunda félgslíf og annað fékk ég áfall þegar ég uppgötvaði hvað mörgum fannst lífstíllinn minn hræðilega erfiður, að vera skikkuð í inniveru og að þurfa að vera heima,þeim fannst þau hafa rétt til að reiðast, þetta væri óréttlæti og ýtti undir einmanaleika og hefði skelfileg áhrif á fólk. Þessar tilfinningar sem ég hafði bælt niður vegna hve lítil viðbrögð ég fékk frá öðrum við mínum breyttu aðstæðum. ME veikir þurfa að sætta sig við að vera heima,sum rúmliggjandi og mæta ekki skilningi frá samfélaginu. Að fara út 1 dag í viku þýðir 313 dagar heima á ári. Stofufangelsi er ákveðið úrræði sem er talið til refsingar. Að hafa takmarkað frelsi til að komast frà heimilinu,til að hitta fólk,samfélags eða vinnu hlýtur að vera jafngildi refsingar en ekki kósílíf. Því spyr ég er ég ekki veik af alvöru sjúkdóm? Er fötlun mín ekki raunveruleg? Og ég svara, jú það er raunverulegt. Höfundur er meðstjórnandi ME félags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu greiningar og meðferðarleiðbeiningum frá NICE í Bretlandi 2022 kemur fram að ME sé taugasjúkdómur sem leiðir til fötlunar, sjúkdómurinn var viðurkenndur af WHO sem taugasjúkdómur 1969 en af einhverjum ástæðum hefur alvarleikinn og það hversu algengur sjúkdómurinn er farið framhjá fólki og týnst, það hefur ekki fengist nægt fé til rannsókna og meðferðarúrræði eru sára fá. Fólkið sem veikst hefur hverfur af vinnumarkaði og oftar en ekki gleymist það heima hjá sér, mýta hefur myndast um að ME,sem fólk veit sjaldan hvað er en þekkir sem síþreytu, að hér séu sálrænir kvillar sem hamlar fólki, ákveðin leti og sérhlífni sem gerir það að verkum að þau veslist upp við að leggjast bara í rúmið og hætti að reyna. Lífið með ME hefur þó í för með sér breytta áætlun á lífinu,ókunnar slóðir á milli lækna og annarra meðferðaraðila, mikil breyting á lífshögum og jafnvel fjölskyldulífi. Það að veikjast er ekki alltaf einungis barátta við líkamann heldur lífsbarátta, einnig andlega og félagslega. Að reyna að lifa innan þess ramma sem við erum sett í getur orðið flókið og alls ekki auðvelt að sætta sig við. Það er okkur þó eðlislægt að aðlaga okkur að lífinu hverju sinni og því sem við höfum en misjafnt er við hvaða lífsskilyrði við getum lifað við til langs tíma, hvað gefur okkur lífsfyllingu. Nýlega fékk ég að hitta mann sem hefur unnið við rannsóknir á sjúkdómnum sl 10 ár og var mér mjög dýrmætt að fá að heyra það staðfest að efnafræðilegar breytingar hafi orðið á líkamsstarfseminni og allt sem ég upplifi,verkirnir,máttleysið og hugrænu erfiðleikarnir eiga sér skýringar, að einkenni sjúkdómsins hafa verið staðfest með rannsóknum, vandinn er að orsökin er ekki fundin,ekki til lyf sem lækna eða halda niðri einkennum enn sem komið er, þó til séu ákveðin lyf sem hjálpa mörgum með erfið einkenni. Á meðan þurfum við að reyna að lifa með sjúkdómnum sem er oft flókið því sjúkdómurinn er flókinn og almenn þekking lítil. Aðgengi fyrir ME veika til að fá réttan stuðning er ekki nóg og fötlun ekki alltaf sýnileg. Fyrst þegar ég veiktist vissi ég ekki neitt af tilvist ME, vissi ekki hvað væri að gerast og fann ekki orðin yfir til að lýsa líðan minni og fannst ég engan vegin fá skilning um hvað ég væri að tala, þreyta og verkir lýsa ekki nógu vel ástandinu og fékk ég oft að heyra að ég þyrfti bara að hreyfa mig meira,sofa nóg og breyta mataræðinu. Eftir tilraunir til endurhæfingar, þjálfun og menntun í hvernig èg ætti að lifa þá þurfti ég að horfast í augu við það að ég færi líklegast ekki að vinna aftur,reyndi ég að fara í nám en það gekk ekki eftir,ég var orðin öryrki. Það þótti þó ekki sönnun þess að ég væri með raunverulegan sjúkdóm, síðan fékk ég greiningu og ekki hringdi það neinum bjöllum. Ég var bara í fínu orlofi rúmlega fertug að hafa það næs heima.Fólk þreytist ekki á að spyrja hvort það sé ekki nóg að gera, hvort ég sé ekki dugleg að fara út og svona. Sannleikurinn er að ég er mest heima, fer út að meðaltali 1-2 var í viku,þá 1-3 tíma í einu fer eftir orku,hvað ég geri og hvað ég þarf að ganga eða standa lengi. Hitti fólk sjaldan því það tekur of mikla orku,þarf jafnvel að passa tímann sem ég hef til að eiga með barnabörnum mínum og hef hætt virkni sem mér var kær. Þegar heimsfaraldurinn skall hér á með lokunum og takmörkun fólks til að fjölmenna og hittast,stunda félgslíf og annað fékk ég áfall þegar ég uppgötvaði hvað mörgum fannst lífstíllinn minn hræðilega erfiður, að vera skikkuð í inniveru og að þurfa að vera heima,þeim fannst þau hafa rétt til að reiðast, þetta væri óréttlæti og ýtti undir einmanaleika og hefði skelfileg áhrif á fólk. Þessar tilfinningar sem ég hafði bælt niður vegna hve lítil viðbrögð ég fékk frá öðrum við mínum breyttu aðstæðum. ME veikir þurfa að sætta sig við að vera heima,sum rúmliggjandi og mæta ekki skilningi frá samfélaginu. Að fara út 1 dag í viku þýðir 313 dagar heima á ári. Stofufangelsi er ákveðið úrræði sem er talið til refsingar. Að hafa takmarkað frelsi til að komast frà heimilinu,til að hitta fólk,samfélags eða vinnu hlýtur að vera jafngildi refsingar en ekki kósílíf. Því spyr ég er ég ekki veik af alvöru sjúkdóm? Er fötlun mín ekki raunveruleg? Og ég svara, jú það er raunverulegt. Höfundur er meðstjórnandi ME félags Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun