Útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum? Magnús Jóhannesson skrifar 11. maí 2023 16:01 Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun