Boston tryggði sér oddaleik en Durant og félagar í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 07:31 Jayson Tatum hitti ekkert fram eftir leik en sjóðhitnaði á lokasprettinum og það skipti öllu máli fyrir Boston Celtics. AP/Matt Slocum Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætast í oddaleik og hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA en Denver Nuggets er komið í úrslitin í Vesturdeildinni. Boston jafnaði metin á móti 76ers með því að vinna 95-86 sigur í Philadelphia en gestirnir frá Boston unnu fjórða leikhlutann 24-13. Jayson Tatum hjá Boston leit út fyrir að vera eiga einn sinn versta leik á tímabilinu og það á úrslitastund. Hann átti hins vegar eftir að vera hetja liðsins í lokin. Jayson Tatum went OFF in Q4 of Game 6 16 PTS4/5 3PMCeltics force Game 7 on Sunday #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/bvHuRTOZdh— NBA (@NBA) May 12, 2023 Tatum setti niður fjóra þrista á lokakaflanum og var með fjórtán af nítján stigum á síðustu sjö mínútum leiksins. Tatum hafði klikkað á fjórtán af fimmtán fyrstu skotum sínum í leiknum. Boston Celtics fór erfiðu leiðina í fyrstu umferðinni eftir að hafa lent 3-2 undir á móti Milwaukee Bucks og eru nú aftur komnir í oddaleik á heimavelli sínum eftir að hafa verið 3-2 undir. Marcus Smart var stigahæstur með 22 stig auk þess að taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jaylen Brown var með 17 stig. Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, Tyrese Maxey var með 26 stig en James Harden skoraði bara 13 stig og klikkaði meðal annars á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic 30-point Playoff triple-double 32 points10 rebounds12 assistsNuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/sYjSopsNHG— NBA (@NBA) May 12, 2023 Denver Nuggets sendi Phoenix Suns í sumarfrí með sannfærandi 25 stiga sigri í Phoenix, 125-100. Denver vann þar með einvígi 4-2 og mætir annað hvort Los Angeles Lakers eða Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Nikola Jokic bauð upp á þrennu en hann var með 32 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jamal Murray skoraði 26 stig og Kentavious Caldwell-Pope var með 21 stig. Þetta var þriðja þrenna Jokic í síðustu fjórum leikjum en hann hitti úr 13 af 18 skotum sínum í leiknum. Það var baulað á leikmenn Suns í hálfleik enda þá komnir þrjátíu stigum undir, 81-51, og leikurinn nánast búinn. Liðið var án Chris Paul, sem meiddist í öðrum leik einvígisins og miðherjinn Deandre Ayton gat heldur ekki spilað í nótt. Cameron Payne var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig, Kevin Durant skoraði 23 stig en Devin Booker var bara með 12 stig eftir að hafa farið á kostum alla úrslitakeppnina. The @nuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/k3u1MWVC7O— NBA (@NBA) May 12, 2023 FINAL SCORE THREAD Jayson Tatum dropped 16 PTS in the fourth quarter to help the @celtics win Game 6 and force Game 7 in Boston!Marcus Smart: 22 PTS, 7 REB, 7 AST#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/4viC5xfoPL— NBA (@NBA) May 12, 2023 NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Boston jafnaði metin á móti 76ers með því að vinna 95-86 sigur í Philadelphia en gestirnir frá Boston unnu fjórða leikhlutann 24-13. Jayson Tatum hjá Boston leit út fyrir að vera eiga einn sinn versta leik á tímabilinu og það á úrslitastund. Hann átti hins vegar eftir að vera hetja liðsins í lokin. Jayson Tatum went OFF in Q4 of Game 6 16 PTS4/5 3PMCeltics force Game 7 on Sunday #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/bvHuRTOZdh— NBA (@NBA) May 12, 2023 Tatum setti niður fjóra þrista á lokakaflanum og var með fjórtán af nítján stigum á síðustu sjö mínútum leiksins. Tatum hafði klikkað á fjórtán af fimmtán fyrstu skotum sínum í leiknum. Boston Celtics fór erfiðu leiðina í fyrstu umferðinni eftir að hafa lent 3-2 undir á móti Milwaukee Bucks og eru nú aftur komnir í oddaleik á heimavelli sínum eftir að hafa verið 3-2 undir. Marcus Smart var stigahæstur með 22 stig auk þess að taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jaylen Brown var með 17 stig. Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, Tyrese Maxey var með 26 stig en James Harden skoraði bara 13 stig og klikkaði meðal annars á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic 30-point Playoff triple-double 32 points10 rebounds12 assistsNuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/sYjSopsNHG— NBA (@NBA) May 12, 2023 Denver Nuggets sendi Phoenix Suns í sumarfrí með sannfærandi 25 stiga sigri í Phoenix, 125-100. Denver vann þar með einvígi 4-2 og mætir annað hvort Los Angeles Lakers eða Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Nikola Jokic bauð upp á þrennu en hann var með 32 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jamal Murray skoraði 26 stig og Kentavious Caldwell-Pope var með 21 stig. Þetta var þriðja þrenna Jokic í síðustu fjórum leikjum en hann hitti úr 13 af 18 skotum sínum í leiknum. Það var baulað á leikmenn Suns í hálfleik enda þá komnir þrjátíu stigum undir, 81-51, og leikurinn nánast búinn. Liðið var án Chris Paul, sem meiddist í öðrum leik einvígisins og miðherjinn Deandre Ayton gat heldur ekki spilað í nótt. Cameron Payne var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig, Kevin Durant skoraði 23 stig en Devin Booker var bara með 12 stig eftir að hafa farið á kostum alla úrslitakeppnina. The @nuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/k3u1MWVC7O— NBA (@NBA) May 12, 2023 FINAL SCORE THREAD Jayson Tatum dropped 16 PTS in the fourth quarter to help the @celtics win Game 6 and force Game 7 in Boston!Marcus Smart: 22 PTS, 7 REB, 7 AST#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/4viC5xfoPL— NBA (@NBA) May 12, 2023
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira