Hrossinu rænt á Vestfjörðum í annarri tilraun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 10:26 Dýravelferðarsinnar höfðu áður bent á aðbúnað hrossanna á bænum. Reynt var að ræna hrossinu í fyrrinótt og aftur í gærkvöldi, þegar það tókst. Steinunn Árnadóttir Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar hrossaþjófnað á bóndabæ í Arnarfirði. Um er að ræða sama hross og gert var tilraun til að ræna í fyrrinótt. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, staðfestir í samtali við Vísi að lögreglan hafi málið til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða bóndabæ í Arnarfirði þar sem eigandi hefur verið tilkynntur til Matvælastofnunar vegna aðbúnaðar hrossa á bænum. Eigandinn hafði áður kallað til lögreglu í fyrrinótt þar sem tveir mættu með hestakerru og reyndu að fjarlæga hrossið. Lögreglan skarst hins vegar í leikinn og var hrossinu skilað aftur til eiganda í það skiptið. Hlynur segir málið til rannsóknar og að hann muni ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Vísir náði ekki í eiganda hrossanna á bóndabænum í Arnarfirði vegna málsins. Áður hafði eigandinn sagt í samtali við fréttastofu að hestarnir væru við hestaheilsu, utan eins þeirra sem sé með hófsperru. Hann hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér og Matvælastofnun hefði beint því til hans að aflífa hestinn, sem hann hugðist gera um helgina. Dýravelferðarsinninn Steinunn Árnadóttir vakti athygli á aðbúnaði hestanna sem hún sagði slæman. Hún var ekki sátt við viðbrögð Matvælastofnunar og lýsti þeim viðbrögðum í samtali við Vísi í fyrradag. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. 10. maí 2023 18:53 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, staðfestir í samtali við Vísi að lögreglan hafi málið til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða bóndabæ í Arnarfirði þar sem eigandi hefur verið tilkynntur til Matvælastofnunar vegna aðbúnaðar hrossa á bænum. Eigandinn hafði áður kallað til lögreglu í fyrrinótt þar sem tveir mættu með hestakerru og reyndu að fjarlæga hrossið. Lögreglan skarst hins vegar í leikinn og var hrossinu skilað aftur til eiganda í það skiptið. Hlynur segir málið til rannsóknar og að hann muni ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Vísir náði ekki í eiganda hrossanna á bóndabænum í Arnarfirði vegna málsins. Áður hafði eigandinn sagt í samtali við fréttastofu að hestarnir væru við hestaheilsu, utan eins þeirra sem sé með hófsperru. Hann hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér og Matvælastofnun hefði beint því til hans að aflífa hestinn, sem hann hugðist gera um helgina. Dýravelferðarsinninn Steinunn Árnadóttir vakti athygli á aðbúnaði hestanna sem hún sagði slæman. Hún var ekki sátt við viðbrögð Matvælastofnunar og lýsti þeim viðbrögðum í samtali við Vísi í fyrradag. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“
Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. 10. maí 2023 18:53 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. 10. maí 2023 18:53