Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 13:32 Grunnskólar í Kópavogi brutu í bága við persónuverndarlöggjöf með notkun Seesaw. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti. Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti.
Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02