Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:43 Morðið var framið á bílastæði í Dallas á miðvikudag. Maðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn síðar um daginn. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof. Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof.
Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira