„Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 13:11 Formaður BSRB segir ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir Samband íslenskra sveitarfélaga ekki hafa sýnt neinn samningsvilja í kjaraviðræðum. Því séu allar líkur á að verkföll meðal félagsfólks hefjist eftir helgi. Foreldrar geti búist við því að þurfa mögulega að vera heima með börnunum sínum sökum verkfallanna. Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir að hafa verið stunginn í rassinn Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir að hafa verið stunginn í rassinn Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira