Telur leiguverð of lágt og boðar hækkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. maí 2023 13:22 Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, segir leiguverð vera of lágt. Vísir/Aðsend/Vilhelm Stjórnarformaður Ölmu leigufélags segir umræðu um félagið hafa verið mjög harða og ekki í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn. Húsnæði sé einfaldlega dýrt, sama hvort fólk eigi húsnæðið sjálft eða leigi það. Hann segir leiguverð of lágt og boðar hækkun. Leigufélagið Alma hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin misseri fyrir hátt leiguverð og meinta vægðarlausa leiguhækkun. Vakti það til að mynda athygli á dögunum þegar áttræður maður var borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. „Okkur finnst umræðan hafa verið kannski fullhörð og kannski ekki alveg í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn,“ segir Gunnar. Það sé þó rétt að leiguverð hafi verið hækkað hjá þeim á þessu ári þegar leigusamningar hafa komið til endurnýjunar. Hann segir að síðustu ár hafi þróun á leiguverði ekki verið í samræmi við þróun á fasteignaverði. „Til lengri tíma þá mun leiguverð fylgja margfeldi af vöxtum og markaðsverði á fasteignum. Til skemmri tíma er það bara sambland eða jafnvægi á markaði, framboð og eftirspurn sem ræður leiguverðinu.“ Hann segist átta sig á því þrátt fyrir þetta að leigan sé mjög há. Horfa þurfi á málið bæði frá sjónarhorni leigutakans og leigusalans. „Sem verður að fá arðsemi af fjárfestingunni, annars tekur það því ekki að standa í þessari starfsemi. Hins vegar frá leigutakanum, sem er að borga mikla peninga fyrir að leigja íbúð. Það er bara þannig að húsnæði er dýrt, sama hvort þú átt og rekur það sjálfur og borgar fjármagnskostnað af því sjálfur eða hvort þú leigir,“ segir Gunnar. Hann telur leiguverð vera of lágt. „Miðað við fasteignaverð eins og það er núna, vaxtastig eins og það er núna, eftirspurnina eins og hún er núna, samanborið við nágrannalöndin tel ég, og Seðlabankinn segir þetta, að leiguverð muni hækka,“ segir Gunnar. „Auðvitað eru þetta háar tölur, ef þú borgar 200 til 300 þúsund krónur í leigu á mánuði, það er há tala. Þessi umræða um að leiguverð sé hátt er rétt en það er af því að húsnæðisliðurinn er langstærsti útgjaldaliðurinn hjá öllum.“ Leigumarkaður Sprengisandur Húsnæðismál Tengdar fréttir „Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11 „Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. 10. maí 2023 23:30 Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. 6. maí 2023 12:27 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Leigufélagið Alma hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin misseri fyrir hátt leiguverð og meinta vægðarlausa leiguhækkun. Vakti það til að mynda athygli á dögunum þegar áttræður maður var borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. „Okkur finnst umræðan hafa verið kannski fullhörð og kannski ekki alveg í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn,“ segir Gunnar. Það sé þó rétt að leiguverð hafi verið hækkað hjá þeim á þessu ári þegar leigusamningar hafa komið til endurnýjunar. Hann segir að síðustu ár hafi þróun á leiguverði ekki verið í samræmi við þróun á fasteignaverði. „Til lengri tíma þá mun leiguverð fylgja margfeldi af vöxtum og markaðsverði á fasteignum. Til skemmri tíma er það bara sambland eða jafnvægi á markaði, framboð og eftirspurn sem ræður leiguverðinu.“ Hann segist átta sig á því þrátt fyrir þetta að leigan sé mjög há. Horfa þurfi á málið bæði frá sjónarhorni leigutakans og leigusalans. „Sem verður að fá arðsemi af fjárfestingunni, annars tekur það því ekki að standa í þessari starfsemi. Hins vegar frá leigutakanum, sem er að borga mikla peninga fyrir að leigja íbúð. Það er bara þannig að húsnæði er dýrt, sama hvort þú átt og rekur það sjálfur og borgar fjármagnskostnað af því sjálfur eða hvort þú leigir,“ segir Gunnar. Hann telur leiguverð vera of lágt. „Miðað við fasteignaverð eins og það er núna, vaxtastig eins og það er núna, eftirspurnina eins og hún er núna, samanborið við nágrannalöndin tel ég, og Seðlabankinn segir þetta, að leiguverð muni hækka,“ segir Gunnar. „Auðvitað eru þetta háar tölur, ef þú borgar 200 til 300 þúsund krónur í leigu á mánuði, það er há tala. Þessi umræða um að leiguverð sé hátt er rétt en það er af því að húsnæðisliðurinn er langstærsti útgjaldaliðurinn hjá öllum.“
Leigumarkaður Sprengisandur Húsnæðismál Tengdar fréttir „Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11 „Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. 10. maí 2023 23:30 Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. 6. maí 2023 12:27 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
„Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11
„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. 10. maí 2023 23:30
Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. 6. maí 2023 12:27