Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Sæberg skrifa 14. maí 2023 14:45 Stuðningsmenn Tindastóls létu snjókomuna ekki stoppa sig. Aðsend Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15. Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15.
Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira