Körfubolti

Met slegið er Boston kláraði seríuna gegn 76ers

Aron Guðmundsson skrifar
Jayson Tatum var frábær í nótt
Jayson Tatum var frábær í nótt Vísir/Getty

Boston Celtics er komið á­fram í úr­slita­ein­vígi Austur­deildarinnar í NBA deildinni í körfu­bolta eftir sigur á Phila­delphia 76ers í odda­leik liðanna í nótt.

Jay­son Tatum, leik­maður Boston Celtics setti nýtt met í nótt með því að skora 51 stig af alls þeim 112 sem Boston Celtics skoraði gegn 76ers. Það er mesti fjöldi stiga sem nokkur leik­maður hefur skorað í odda­leik í úr­slita­keppni NBA-deildarinnar.

Ein­vígi Celtics og 76ers hefur verið spennandi og á sama tíma afar skemmti­leg og þurfti odda­leikinn til þess að skera úr um hvort liðið kæmist í úr­slita­ein­vígi Austur­deildarinnar.

Segja mætti að Celtics hafi tekið þetta á reynslunni, þetta er annað tíma­bilið í röð sem liðinu tekst að tryggja sér sæti í úr­slita­ein­víginu.

Í fyrra þurftu leik­menn Boston að sætta sig við tap gegn Golden Sta­te Warri­ors, sem á endanum enduðu uppi sem NBA-meistarar en núna verður and­stæðingurinn Miami Heat.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×