Fótbolti

Sló í brýnu milli fyrrum liðs­fé­laga í Liver­pool

Aron Guðmundsson skrifar
Torres og Arbeloa léku á sínum tíma saman hjá Liverpool
Torres og Arbeloa léku á sínum tíma saman hjá Liverpool Vísir/Skjáskot

Fernando Tor­res, fyrrum fram­herji enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool fékk að líta rauða spjaldið í leik undir 19 ára liða At­letico Madrid og Real Madrid um ný­liðna helgi. Brott­reksturinn hlaut Tor­res eftir að hann hótaði fyrrum liðs­fé­laga sínum hjá Liver­pool, Al­varo Arbeloa.

Þessir fyrrum liðs­fé­lagar starfa nú hjá sitt hvoru ung­linga­liðinu í Madríd og upp úr sauð í viður­eign liðanna í spænska ung­liða bikarnum um helgina sem lauk með 4-2 sigri Real Madrid.

Atletico Madrid, undir stjórn Fernando Torres, komst tveimur mörkum yfir í leiknum en glutraði á endanum niður forystunni. 

Leikurinn fór í framlengingu þar sem Real Madrid reyndist sterkara liðið.

Á einum tíma­punkti leiksins lenti Arbeloa og Tor­res saman á hliðarlínunni, upp­tökur af vellinum virðast gefa það til kynna að orða­skipti þeirra á milli hafi verið hörð og má síðan sjá Tor­res ýta við Arbeloa í kjölfarið.

Arbeloa fékk að launum gult spjald frá dómara leiksins á meðan að Tor­res fékk að líta rauða spjaldið.

Um­rætt mynd­skeið má sjá hér fyrir neðan: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×