Okur- og fátæktargildrunefnd búvara Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2023 10:01 Nýlegar fréttir greindu frá því að verðlagsnefnd búvara kynnti undir verðbólgu með hækkunum á afurðum. Formaður Neytendasamtakanna benti á að mjólkurvörur hefðu hækkað meira en sem nemur almennri verðbólgu og að neytendur væru einir látnir bera þungann af hækkunum. Ráðstöfunin ýtir ekki bara undir frekari verðbólgu heldur er hún óréttlát í ofanálag. Verðlagsnefnd búvara er fjölmenn nefnd hagsmunaaðila, starfrækt á vegum hins opinbera og hefur það hlutverk að ákvarða verð á framleiðslu bænda til verslana og annarra sem kaupa af þeim vörur. Sem sagt ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið. Verðlagsnefndin og ríkisstjórnin treysta nefnilega ekki frjálsum viðskiptum á eðlilegum markaði. Fyrirkomulagið treystir bændum heldur ekki til þess að reka bú sín án þess að hið opinbera hlutist þar til um og taki ákvörðun um á hvaða verði bændur skuli selja vörur sínar. Dæmi eru um að stöndug, íslensk matvælaframleiðslufyrirtæki veigri sér við því að hefja innreið inn á mjólkurvörumarkað vegna ósanngjarnra leikreglna sem þar ríkja og minna einna helst á Sovétríkin forðum daga. Á því tapa neytendur. Þannig heldur núverandi fyrirkomulag bændum föstum í kerfi þar sem þeir eru ofurseldir makindalegum milliliðum og ríkið skapar umgjörð sem sviptir bændurnar tækifærinu til þess að uppskera í samræmi við erfiði. Íslensk framleiðsla er umhverfisvæn Viðreisn vill treysta bændum og styrkja þá til þess að stunda sína atvinnustarfsemi á grundvelli frelsis, sjálfbærni og heilbrigðrar samkeppni. Því við höfum trú á að þær vörur sem framleiddar eru af bændum séu samkeppnishæfar. Við höfum líka trú á því að meira frelsi geti leyst mikla krafta úr læðingi og eflt þannig bæði neytendur og bændur. Allar kannanir benda til þess að vaxandi hópur neytenda líti mjög til umhverfisþátta þegar kemur að því að versla. Íslensk framleiðsla hefur mun minna kolefnisspor en innflutt. Í því eru fólgin mikil tækifæri fyrir öflugar íslenskar landbúnaðarvörur. Skýrar upprunamerkingar munu einnig styðja við íslenska framleiðslu. Stefna Viðreisnar um að stíga skref í átt að frelsi í þessum efnum virðist fara sérstaklega fyrir brjóstið á ríkisstjórninni. Framtíðarsýn Viðreisnar um að byggja undir bændur í sveitum landsins og koma í veg fyrir að það séu milliliðir sem njóti ávaxtanna af striti bænda á ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórnarflokkunum sem koma sér saman um fátt nema þá helst að engu megi breyta. Þrátt fyrir að horfa upp á meingallað kerfi sem er hvorki bændum né neytendum til framdráttar. Gallsúr mjólkurkú Í sömu frétt og getið var um í upphafi kom fram að Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra. Auðhumla er vissulega í eigu bænda og Viðreisn sér engar ofsjónir yfir því að bændur græði pening frekar en aðrir. Það er hins vegar ekki sama hvernig peninganna er aflað. Auðhumla hefur í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi. Hún býr líka við þá hagfelldu miðstýringu að mjólkurverð er ákveðið af hinu opinbera í gegnum títtnefnda verðlagsnefnd. Auðhumla er líka milliliður alveg eins og Mjólkursamsalan. Milliliður í lögbundinni einokunarstöðu sem vinnur gegn frelsi og samkeppni. Framtíðarsýn Viðreisnar snýst einfaldlega um að bændur séu lausir undan þessum hrammi ríkisins. Við viljum ýta undir nýsköpun í landbúnaði og veita bændum verðskuldað frelsi til að brydda upp á nýjungum. Við viljum að þeir hafi aðgang að stærri mörkuðum með sínar hollu og bragðgóðu vörur og að verðlagning þeirra ráðist af framboði og eftirspurn en ekki óljósum leikreglum embættismanna. Það er ekki hlutverk embættismanna að miðstýra verði hlutanna. Það er sannarlega ekki leiðin til að búa til samkeppni um matarkörfuna. Hvað þá að tryggja fjölbreytni og nýsköpun í matvælaiðnaði. En þessi aðferð virðist vera ágæt leið fyrir milliliði í einokunarstöðu til að passa uppá sitt. Losum bændur úr spennitreyjunni Viðreisn treystir nefnilega bændum, líkt og öðrum, til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér. Við viljum kerfi sem eykur vægi bænda - og neytenda um leið. En sem minnkar vægi milliliða og ríkisafskipta. Opinberir styrkir til landbúnaðar hér á landi slaga hátt í 40 milljarða á ári í beinum og óbeinum styrkjum. Skammarlega lítill hluti þeirra styrkja skilar sér beint til býlis. Íslenskur landbúnaður er framúrskarandi, en kerfið sem er sniðið utan um hann skeytir ekki um hagsmuni bænda né neytenda. Það eru milliliðir í einokunarstöðu sem tútna út á kostnað bænda og Gunnu og Jóns sem unnu sér fátt annað til saka en að versla í matinn. Treystum frelsinu og einkaframtakinu. Losum bændur úr spennitreyjunni. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Landbúnaður Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir greindu frá því að verðlagsnefnd búvara kynnti undir verðbólgu með hækkunum á afurðum. Formaður Neytendasamtakanna benti á að mjólkurvörur hefðu hækkað meira en sem nemur almennri verðbólgu og að neytendur væru einir látnir bera þungann af hækkunum. Ráðstöfunin ýtir ekki bara undir frekari verðbólgu heldur er hún óréttlát í ofanálag. Verðlagsnefnd búvara er fjölmenn nefnd hagsmunaaðila, starfrækt á vegum hins opinbera og hefur það hlutverk að ákvarða verð á framleiðslu bænda til verslana og annarra sem kaupa af þeim vörur. Sem sagt ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið. Verðlagsnefndin og ríkisstjórnin treysta nefnilega ekki frjálsum viðskiptum á eðlilegum markaði. Fyrirkomulagið treystir bændum heldur ekki til þess að reka bú sín án þess að hið opinbera hlutist þar til um og taki ákvörðun um á hvaða verði bændur skuli selja vörur sínar. Dæmi eru um að stöndug, íslensk matvælaframleiðslufyrirtæki veigri sér við því að hefja innreið inn á mjólkurvörumarkað vegna ósanngjarnra leikreglna sem þar ríkja og minna einna helst á Sovétríkin forðum daga. Á því tapa neytendur. Þannig heldur núverandi fyrirkomulag bændum föstum í kerfi þar sem þeir eru ofurseldir makindalegum milliliðum og ríkið skapar umgjörð sem sviptir bændurnar tækifærinu til þess að uppskera í samræmi við erfiði. Íslensk framleiðsla er umhverfisvæn Viðreisn vill treysta bændum og styrkja þá til þess að stunda sína atvinnustarfsemi á grundvelli frelsis, sjálfbærni og heilbrigðrar samkeppni. Því við höfum trú á að þær vörur sem framleiddar eru af bændum séu samkeppnishæfar. Við höfum líka trú á því að meira frelsi geti leyst mikla krafta úr læðingi og eflt þannig bæði neytendur og bændur. Allar kannanir benda til þess að vaxandi hópur neytenda líti mjög til umhverfisþátta þegar kemur að því að versla. Íslensk framleiðsla hefur mun minna kolefnisspor en innflutt. Í því eru fólgin mikil tækifæri fyrir öflugar íslenskar landbúnaðarvörur. Skýrar upprunamerkingar munu einnig styðja við íslenska framleiðslu. Stefna Viðreisnar um að stíga skref í átt að frelsi í þessum efnum virðist fara sérstaklega fyrir brjóstið á ríkisstjórninni. Framtíðarsýn Viðreisnar um að byggja undir bændur í sveitum landsins og koma í veg fyrir að það séu milliliðir sem njóti ávaxtanna af striti bænda á ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórnarflokkunum sem koma sér saman um fátt nema þá helst að engu megi breyta. Þrátt fyrir að horfa upp á meingallað kerfi sem er hvorki bændum né neytendum til framdráttar. Gallsúr mjólkurkú Í sömu frétt og getið var um í upphafi kom fram að Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra. Auðhumla er vissulega í eigu bænda og Viðreisn sér engar ofsjónir yfir því að bændur græði pening frekar en aðrir. Það er hins vegar ekki sama hvernig peninganna er aflað. Auðhumla hefur í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi. Hún býr líka við þá hagfelldu miðstýringu að mjólkurverð er ákveðið af hinu opinbera í gegnum títtnefnda verðlagsnefnd. Auðhumla er líka milliliður alveg eins og Mjólkursamsalan. Milliliður í lögbundinni einokunarstöðu sem vinnur gegn frelsi og samkeppni. Framtíðarsýn Viðreisnar snýst einfaldlega um að bændur séu lausir undan þessum hrammi ríkisins. Við viljum ýta undir nýsköpun í landbúnaði og veita bændum verðskuldað frelsi til að brydda upp á nýjungum. Við viljum að þeir hafi aðgang að stærri mörkuðum með sínar hollu og bragðgóðu vörur og að verðlagning þeirra ráðist af framboði og eftirspurn en ekki óljósum leikreglum embættismanna. Það er ekki hlutverk embættismanna að miðstýra verði hlutanna. Það er sannarlega ekki leiðin til að búa til samkeppni um matarkörfuna. Hvað þá að tryggja fjölbreytni og nýsköpun í matvælaiðnaði. En þessi aðferð virðist vera ágæt leið fyrir milliliði í einokunarstöðu til að passa uppá sitt. Losum bændur úr spennitreyjunni Viðreisn treystir nefnilega bændum, líkt og öðrum, til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér. Við viljum kerfi sem eykur vægi bænda - og neytenda um leið. En sem minnkar vægi milliliða og ríkisafskipta. Opinberir styrkir til landbúnaðar hér á landi slaga hátt í 40 milljarða á ári í beinum og óbeinum styrkjum. Skammarlega lítill hluti þeirra styrkja skilar sér beint til býlis. Íslenskur landbúnaður er framúrskarandi, en kerfið sem er sniðið utan um hann skeytir ekki um hagsmuni bænda né neytenda. Það eru milliliðir í einokunarstöðu sem tútna út á kostnað bænda og Gunnu og Jóns sem unnu sér fátt annað til saka en að versla í matinn. Treystum frelsinu og einkaframtakinu. Losum bændur úr spennitreyjunni. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun