Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion
![Hátt vaxtastig leiðir til þess að íbúðafjárfesting gefur lítillega eftir.](https://www.visir.is/i/F79398892D4128FB54135F4E3E891C10DCCBEFA1E46B0991C5C7D1405936FBC4_713x0.jpg)
Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025.