Smiður í mannauðsmálin: „Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2023 07:00 Daníel Gunnarsson, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Alvotech, lærði og starfaði lengi sem smiður áður en hann fór aftur í skóla og endaði með að klára meistaranám í mannauðstjórnun. Hann segir mögulega skýringu á því að ungir menn velja síður en stúlkur að fara í háskólanám geta verið þá að ef þeir hafa ekki skýra sýn á því hvað þeir vilja gera, sjá þeir síður tilganginn í því að læra bóklegt nám. Vísir/Vilhelm „Ég segi fyrir mitt leyti að það hafði ekki tekist í grunnskóla að vekja áhuga minn á einhverju til að stefna á í framhaldsskóla. Ég fór í Verkmenntaskólann á Akureyri eftir grunnskóla en það var eiginlega bara af skyldurækni. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þar,“ segir Daníel Gunnarsson, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech. Daníel er dæmi um karlmann sem fann sig ekki í framhaldsskóla en endaði með að klára sveinspróf í húsasmíði, sem hann starfaði við í um sautján ár. Þar til hann skellti sér aftur á skólabekk. Fór í háskóla og kláraði á endanum meistaranám í mannauðsstjórnun. Þá þegar rúmlega fertugur. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er í þessari viku og af því tilefni beinum við sjónum okkar að því hvernig ungt fólk velur nám og leggjum þar sérstaka áherslu á að skoða hvað ungir karlmenn velja að læra. Þegar strákar sjá ekki tilganginn í náminu Í mörg ár hefur verið um það fjallað að mun fleiri konur útskrifast úr háskólanámi en karlmenn, sem þó hefur ekki skilað þeim stjórnunarstörfum í sama mæli. Á sama tíma sýna tölur að ungir karlmenn velja frekar að fara í starfsnám en háskólanám, því í framhaldsskólum eru það strákar sem eru 68% nemenda í starfsnámi. Eflaust væri það hlutfall enn hærra ef ekki væri fyrir einstaka fög sem eru vinsælli hjá stúlkum, eins og hárgreiðslunámið og snyrtifræði. Vísbendingar eru um að ungt fólk í dag velji sér nám með öðrum hætti en áður og alls ekki með það fyrir augum að það sé að velja sér starfsgrein til að starfa við út ævina. Ekkert frekar en Daníel gerði. Sem lengi vann við smíðar en starfar nú í mannauðsmálum með áherslu á ráðningar. En hvers vegna eru strákar ekki að finna sig eins vel í bóklega náminu, hentar starfsnám þeim kannski betur? „Ekkert endilega,“ svarar Daníel. „Ef ég til dæmis ber saman mína sögu og sögu bróður míns þá var það þannig að strax eftir grunnskóla var hann með skýra sýn á því hvað hann vildi gera. Þannig að eftir tíunda bekkinn fór hann í stúdentinn, síðan í háskólanám og strax að starfa við það sem hann stefndi á og lærði.“ Hjá Daníel var staðan öðruvísi. Ég ráfaði í rauninni bara um fyrst eftir að ég byrjaði í framhaldsnámi og sá ekkert fyrir mér að útskrifast. Ég bara var þarna og hugsaði meira að segja um að hætta. Þá setti mamma mér stólinn fyrir dyrnar og sagði að það kæmi ekki til greina; ég yrði að klára eitthvað!“ Úr varð að Daníel kláraði sveinsprófið í smíðinni eins og áður sagði og starfaði við það lengst af. Sem verktaki, sem launþegi, hjá stofnunum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og svo framvegis. „En ég brann ekkert sérstaklega fyrir því starfi. Ég valdi það vegna þess að ég var ágætur í því en mér fannst ég aldrei vera á toppnum á tilverunni þegar að ég var að smíða.“ Daníel segist samt ekkert sannfærður um að starfsnám henti drengjum betur en bóknám neitt sérstaklega. „Ég velti frekar fyrir mér hvort þetta snúist um að sjá tilganginn. Því ef strákar sjá ekki tilganginn í náminu þá eru þeir ekki að upplifa að það meiki neitt sens að vera að læra misáhugaverð fög eins og í íslensku, dönsku, stærðfræði eða öðru. Hvað gagnast þetta mér svo sem? er hugsun sem fylgir en þegar strákar vita ekkert hvað þeir vilja gera meikar það betur sens að læra iðnám sem skilar einhverju. Að læra að smíða, gera tilboð og byggja hús meikar sens. Því þá gerir maður akkúrat það: Byggir hús.“ Margir sögðu við Daníel að hann ætti að velja byggingatæknifræði eða eitthvað sambærilegt þegar hann fór í háskólanám, vegna þess að hann hafði starfað sem smiður. Daníel mælir hins vegar frekar með því að fólk velji sér fag sem það brennur fyrir. Sjálfur hefur hann smátt og smátt farið að sérhæfa sig í ráðningum hjá Alvotech.Vísir/Vilhelm Ástríða, áhugi eða praktísk ákvörðun Þótt átakið snúist um að virkja fleiri drengi til háskólanáms, eru það þó iðngreinarnar sem vinnumarkaðurinn er í meira mæli að kalla eftir. Þar er vöntun á vinnuafli nánast í öllum fagreinum og óhjákvæmilegt annað en að atvinnulífið flytji inn fjöldann allan af fólki til starfa næstu árin og jafnvel áratugi. Að fara allt í einu í mannauðsmálin var hins vegar eitthvað sem Daníel vildi fara í af ástríðu og áhuga en ekki praktískum ástæðum. „Það fannst mjög mörgum að fyrst ég væri að fara í háskólanám þá ætti ég að velja byggingatæknifræði eða eitthvað sem tengdist smíðinni og þeirri reynslu sem ég hafði þar. Þetta sögðu nánast allir og margir sem hreinlega hváðu þegar ég sagðist vera í félagsvísindum. Hvað ætlar þú að gera við BA í félagsvísindum? var ég oft spurður um,“ segir Daníel og bætir við: „Þetta er líka partur af því sem eflaust hefur áhrif á það hvað ungir karlmenn eru að velja. Þessi skylda, þessi sameiginlega skoðun annarra á því hvað maður eigi að gera og hvað er praktískast fyrir mann að gera. Ég vildi hins vegar velja nám sem ég hefði ástríðu fyrir.“ Daníel segist sjálfur telja ástríðuna og áhugann vera lykilinn af öllu. „Til dæmis var það þannig að í gagnfræðiskóla var heimilisfræðin rosalega vinsæl því þar var kennari sem náði að vekja áhuga okkar á faginu. Sem leiddi til þess að við vorum allnokkur, bæði strákar og stelpur, sem byrjuðum á því að velja matvælafræðina þegar við fórum í Verkmenntaskólann.“ Þótt það hafi ekki átt við lengi í tilviki Daníels, segir hann margt hafa hjálpað sér meira þegar hann settist aftur á skólabekk miðað við það sem var þegar hann var ungur. „Í dag eru námsráðgjafar og sálfræðingar og fleiri starfsmenn sem geta liðsinnt manni og það hjálpaði mér til dæmis mjög mikið að fara í áhugasviðspróf. Það var síðan verkefni sem tengdist vinnumarkaðinum sem leiddi mig að því að fá sérstakan áhuga á stjórnun og síðar mannauðsstjórnun.“ Að mati Daníels hjálpar þetta mikið því það að vera ungur og vita ekki hvað þú vilt gera þegar þú ert orðinn stór, en ,,eiga“ samt að vera í skóla til þess að verða eitthvað þegar þú ert orðinn stór er hreinlega svo ómarkvisst. „Þá er maður í raun bara í skóla af skyldurækni. Án þess að vita nokkuð hvað manni langar að gera.“ Daníel segist ekki telja að bóklegt nám eigi síður við stráka en stelpur. Oft vanti hreinlega fyrirmyndir í starfsstéttirnar og þá sé það sorgleg staðreynd að margar kvenlægar starfsstéttir eru talaðar niður í virðingu, launum og öðru. Vísbendingar eru um að þróunin verði svipuð og hjá Daníel: Að ungt fólk eigi í auknum mæli eftir að velja sér nám miðað við áhugasviðið hverju sinni og skipta síðan jafnvel um starfsvettvang síðar.Vísir/Vilhelm Fyrirmyndir og samfélagslegt viðhorf Annað sem Daníel segist líka telja vera áhrifaþátt eru fyrirmyndir. Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina svo ég taki dæmi. Því ef það vantar fyrirmyndir í fögunum þá hefur það áhrif. Án efa er það líka að hafa áhrif á það hvað það eru fáar stelpur sem eru að velja iðngreinarnar. Sem skiptir þó svo miklu máli því ég man eftir því í smíðunum að það þurfti ekki nema eina konu til að fara að vinna í hópnum, þá breyttist andrúmsloftið algjörlega og það til góðs,“ segir Daníel og bætir við: „Það er líka bara staðreynd að jafn illa og mér er við að tala um kvennastéttir, þá eru þær starfsgreinar sem eru kvenlægar og oft kallaðar kvennastéttir, ólíklegar til að ná áhuga ungra karlmanna því það er hreinlega talað svo niður til þeirra, þetta er ákveðið samfélagslegt mein. Viðhorfið til þessara stétta er niðrandi og lítillækkandi og það síðan endurspeglast í allri umræðu, launum og svo framvegis. Þetta hjálpar ekki til við að fá unga menn til að velja í meira mæli þessi fög.“ Þá segir hann aukna fræðslu skipta máli. Fyrir bæði ungar konur og menn. „Það til dæmis veit enginn hvað það felur í sér að fara í kennslu og rannsóknir, nema að fá á því sérstaka kynningu. Það sama á við um margt annað. Ég man eftir ungri konu sem var í HR á sama tíma og ég og talaði um það hversu ánægð hún hefði verið með það ef einhver hefði kynnt fyrir henni tæknifræðigreinarnar. Þá var hún að læra að búa til róbóta og fannst það æðislegt. En hefði viljað átta sig á þeim áhuga fyrr.“ Vísbendingar eru um að ungt fólk í dag eigi eftir að feta sömu leið og Daníel í meira mæli en áður og taka ákvörðun um það síðar á ævinni að setjast aftur á skólabekk og skipta jafnvel um starfsvettvang. Daníel segir enn gloppur í kerfinu til þess að þetta gangi sem best fyrir sig. „Í mínu tilviki þurfti ég að klára stúdentinn fyrst sem ég hélt að yrði nánast óvinnandi vegur þar til ég komst að því fyrir tilviljun að það voru miklu færri áfangar sem ég þurfti að taka en ég hélt að væri. Hins vegar eru önnur atriði í kerfinu sem má skoða betur ef ætlunin er að skólakerfið taki opnum örmum á móti fólki á hvaða aldurskeiði sem er aftur í nám.“ Daníel nefnir dæmi. „Ég var til dæmis orðinn fertugur þegar ég er að fara í mitt meistaranám og kemst þá að því að námslánakerfið virkar þannig að ef þú ert orðinn fertugur þegar þú útskrifast úr háskólanámi þá þýðir það að tekjutengingin við afborganir lána fellur niður.“ Og hvað þýðir það? „Það þýðir að ef þú útskrifast úr háskólanámi fertugur eða eldri þá þarftu að borga námslánin til baka með sama hætti og hvert annað lán sem þú tekur. Tekjutengingin við starfið þitt á ekki lengur við. Þetta getur verið þyrnir í augum margra sem eru kannski búin að koma sér upp heimili og fjölskyldu og það eitt og sér að taka ákvörðun um að fara aftur í háskólanám, endurmenntun eða eitthvað sambærilegt gæti verið eitthvað sem þú ákveður ekki að gera, einfaldlega vegna þess að þá getur það verið of erfitt skref fjárhagslega.“ Skóla - og menntamál Starfsframi Mannauðsmál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Tengdar fréttir Breytt viðhorf: Unga fólkið að velja nám á allt annan hátt en áður „Við lifum á mjög merkilegum tímum. Gervigreindin mun til dæmis hafa mikil áhrif á nám og það hvernig fólk mun læra, en við erum ekki enn farin að sjá hvernig,“ segir Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Sem meðal annars heldur utan um sveinspróf í iðngreinum. 17. maí 2023 07:01 Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. 3. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Daníel er dæmi um karlmann sem fann sig ekki í framhaldsskóla en endaði með að klára sveinspróf í húsasmíði, sem hann starfaði við í um sautján ár. Þar til hann skellti sér aftur á skólabekk. Fór í háskóla og kláraði á endanum meistaranám í mannauðsstjórnun. Þá þegar rúmlega fertugur. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er í þessari viku og af því tilefni beinum við sjónum okkar að því hvernig ungt fólk velur nám og leggjum þar sérstaka áherslu á að skoða hvað ungir karlmenn velja að læra. Þegar strákar sjá ekki tilganginn í náminu Í mörg ár hefur verið um það fjallað að mun fleiri konur útskrifast úr háskólanámi en karlmenn, sem þó hefur ekki skilað þeim stjórnunarstörfum í sama mæli. Á sama tíma sýna tölur að ungir karlmenn velja frekar að fara í starfsnám en háskólanám, því í framhaldsskólum eru það strákar sem eru 68% nemenda í starfsnámi. Eflaust væri það hlutfall enn hærra ef ekki væri fyrir einstaka fög sem eru vinsælli hjá stúlkum, eins og hárgreiðslunámið og snyrtifræði. Vísbendingar eru um að ungt fólk í dag velji sér nám með öðrum hætti en áður og alls ekki með það fyrir augum að það sé að velja sér starfsgrein til að starfa við út ævina. Ekkert frekar en Daníel gerði. Sem lengi vann við smíðar en starfar nú í mannauðsmálum með áherslu á ráðningar. En hvers vegna eru strákar ekki að finna sig eins vel í bóklega náminu, hentar starfsnám þeim kannski betur? „Ekkert endilega,“ svarar Daníel. „Ef ég til dæmis ber saman mína sögu og sögu bróður míns þá var það þannig að strax eftir grunnskóla var hann með skýra sýn á því hvað hann vildi gera. Þannig að eftir tíunda bekkinn fór hann í stúdentinn, síðan í háskólanám og strax að starfa við það sem hann stefndi á og lærði.“ Hjá Daníel var staðan öðruvísi. Ég ráfaði í rauninni bara um fyrst eftir að ég byrjaði í framhaldsnámi og sá ekkert fyrir mér að útskrifast. Ég bara var þarna og hugsaði meira að segja um að hætta. Þá setti mamma mér stólinn fyrir dyrnar og sagði að það kæmi ekki til greina; ég yrði að klára eitthvað!“ Úr varð að Daníel kláraði sveinsprófið í smíðinni eins og áður sagði og starfaði við það lengst af. Sem verktaki, sem launþegi, hjá stofnunum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og svo framvegis. „En ég brann ekkert sérstaklega fyrir því starfi. Ég valdi það vegna þess að ég var ágætur í því en mér fannst ég aldrei vera á toppnum á tilverunni þegar að ég var að smíða.“ Daníel segist samt ekkert sannfærður um að starfsnám henti drengjum betur en bóknám neitt sérstaklega. „Ég velti frekar fyrir mér hvort þetta snúist um að sjá tilganginn. Því ef strákar sjá ekki tilganginn í náminu þá eru þeir ekki að upplifa að það meiki neitt sens að vera að læra misáhugaverð fög eins og í íslensku, dönsku, stærðfræði eða öðru. Hvað gagnast þetta mér svo sem? er hugsun sem fylgir en þegar strákar vita ekkert hvað þeir vilja gera meikar það betur sens að læra iðnám sem skilar einhverju. Að læra að smíða, gera tilboð og byggja hús meikar sens. Því þá gerir maður akkúrat það: Byggir hús.“ Margir sögðu við Daníel að hann ætti að velja byggingatæknifræði eða eitthvað sambærilegt þegar hann fór í háskólanám, vegna þess að hann hafði starfað sem smiður. Daníel mælir hins vegar frekar með því að fólk velji sér fag sem það brennur fyrir. Sjálfur hefur hann smátt og smátt farið að sérhæfa sig í ráðningum hjá Alvotech.Vísir/Vilhelm Ástríða, áhugi eða praktísk ákvörðun Þótt átakið snúist um að virkja fleiri drengi til háskólanáms, eru það þó iðngreinarnar sem vinnumarkaðurinn er í meira mæli að kalla eftir. Þar er vöntun á vinnuafli nánast í öllum fagreinum og óhjákvæmilegt annað en að atvinnulífið flytji inn fjöldann allan af fólki til starfa næstu árin og jafnvel áratugi. Að fara allt í einu í mannauðsmálin var hins vegar eitthvað sem Daníel vildi fara í af ástríðu og áhuga en ekki praktískum ástæðum. „Það fannst mjög mörgum að fyrst ég væri að fara í háskólanám þá ætti ég að velja byggingatæknifræði eða eitthvað sem tengdist smíðinni og þeirri reynslu sem ég hafði þar. Þetta sögðu nánast allir og margir sem hreinlega hváðu þegar ég sagðist vera í félagsvísindum. Hvað ætlar þú að gera við BA í félagsvísindum? var ég oft spurður um,“ segir Daníel og bætir við: „Þetta er líka partur af því sem eflaust hefur áhrif á það hvað ungir karlmenn eru að velja. Þessi skylda, þessi sameiginlega skoðun annarra á því hvað maður eigi að gera og hvað er praktískast fyrir mann að gera. Ég vildi hins vegar velja nám sem ég hefði ástríðu fyrir.“ Daníel segist sjálfur telja ástríðuna og áhugann vera lykilinn af öllu. „Til dæmis var það þannig að í gagnfræðiskóla var heimilisfræðin rosalega vinsæl því þar var kennari sem náði að vekja áhuga okkar á faginu. Sem leiddi til þess að við vorum allnokkur, bæði strákar og stelpur, sem byrjuðum á því að velja matvælafræðina þegar við fórum í Verkmenntaskólann.“ Þótt það hafi ekki átt við lengi í tilviki Daníels, segir hann margt hafa hjálpað sér meira þegar hann settist aftur á skólabekk miðað við það sem var þegar hann var ungur. „Í dag eru námsráðgjafar og sálfræðingar og fleiri starfsmenn sem geta liðsinnt manni og það hjálpaði mér til dæmis mjög mikið að fara í áhugasviðspróf. Það var síðan verkefni sem tengdist vinnumarkaðinum sem leiddi mig að því að fá sérstakan áhuga á stjórnun og síðar mannauðsstjórnun.“ Að mati Daníels hjálpar þetta mikið því það að vera ungur og vita ekki hvað þú vilt gera þegar þú ert orðinn stór, en ,,eiga“ samt að vera í skóla til þess að verða eitthvað þegar þú ert orðinn stór er hreinlega svo ómarkvisst. „Þá er maður í raun bara í skóla af skyldurækni. Án þess að vita nokkuð hvað manni langar að gera.“ Daníel segist ekki telja að bóklegt nám eigi síður við stráka en stelpur. Oft vanti hreinlega fyrirmyndir í starfsstéttirnar og þá sé það sorgleg staðreynd að margar kvenlægar starfsstéttir eru talaðar niður í virðingu, launum og öðru. Vísbendingar eru um að þróunin verði svipuð og hjá Daníel: Að ungt fólk eigi í auknum mæli eftir að velja sér nám miðað við áhugasviðið hverju sinni og skipta síðan jafnvel um starfsvettvang síðar.Vísir/Vilhelm Fyrirmyndir og samfélagslegt viðhorf Annað sem Daníel segist líka telja vera áhrifaþátt eru fyrirmyndir. Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina svo ég taki dæmi. Því ef það vantar fyrirmyndir í fögunum þá hefur það áhrif. Án efa er það líka að hafa áhrif á það hvað það eru fáar stelpur sem eru að velja iðngreinarnar. Sem skiptir þó svo miklu máli því ég man eftir því í smíðunum að það þurfti ekki nema eina konu til að fara að vinna í hópnum, þá breyttist andrúmsloftið algjörlega og það til góðs,“ segir Daníel og bætir við: „Það er líka bara staðreynd að jafn illa og mér er við að tala um kvennastéttir, þá eru þær starfsgreinar sem eru kvenlægar og oft kallaðar kvennastéttir, ólíklegar til að ná áhuga ungra karlmanna því það er hreinlega talað svo niður til þeirra, þetta er ákveðið samfélagslegt mein. Viðhorfið til þessara stétta er niðrandi og lítillækkandi og það síðan endurspeglast í allri umræðu, launum og svo framvegis. Þetta hjálpar ekki til við að fá unga menn til að velja í meira mæli þessi fög.“ Þá segir hann aukna fræðslu skipta máli. Fyrir bæði ungar konur og menn. „Það til dæmis veit enginn hvað það felur í sér að fara í kennslu og rannsóknir, nema að fá á því sérstaka kynningu. Það sama á við um margt annað. Ég man eftir ungri konu sem var í HR á sama tíma og ég og talaði um það hversu ánægð hún hefði verið með það ef einhver hefði kynnt fyrir henni tæknifræðigreinarnar. Þá var hún að læra að búa til róbóta og fannst það æðislegt. En hefði viljað átta sig á þeim áhuga fyrr.“ Vísbendingar eru um að ungt fólk í dag eigi eftir að feta sömu leið og Daníel í meira mæli en áður og taka ákvörðun um það síðar á ævinni að setjast aftur á skólabekk og skipta jafnvel um starfsvettvang. Daníel segir enn gloppur í kerfinu til þess að þetta gangi sem best fyrir sig. „Í mínu tilviki þurfti ég að klára stúdentinn fyrst sem ég hélt að yrði nánast óvinnandi vegur þar til ég komst að því fyrir tilviljun að það voru miklu færri áfangar sem ég þurfti að taka en ég hélt að væri. Hins vegar eru önnur atriði í kerfinu sem má skoða betur ef ætlunin er að skólakerfið taki opnum örmum á móti fólki á hvaða aldurskeiði sem er aftur í nám.“ Daníel nefnir dæmi. „Ég var til dæmis orðinn fertugur þegar ég er að fara í mitt meistaranám og kemst þá að því að námslánakerfið virkar þannig að ef þú ert orðinn fertugur þegar þú útskrifast úr háskólanámi þá þýðir það að tekjutengingin við afborganir lána fellur niður.“ Og hvað þýðir það? „Það þýðir að ef þú útskrifast úr háskólanámi fertugur eða eldri þá þarftu að borga námslánin til baka með sama hætti og hvert annað lán sem þú tekur. Tekjutengingin við starfið þitt á ekki lengur við. Þetta getur verið þyrnir í augum margra sem eru kannski búin að koma sér upp heimili og fjölskyldu og það eitt og sér að taka ákvörðun um að fara aftur í háskólanám, endurmenntun eða eitthvað sambærilegt gæti verið eitthvað sem þú ákveður ekki að gera, einfaldlega vegna þess að þá getur það verið of erfitt skref fjárhagslega.“
Skóla - og menntamál Starfsframi Mannauðsmál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Tengdar fréttir Breytt viðhorf: Unga fólkið að velja nám á allt annan hátt en áður „Við lifum á mjög merkilegum tímum. Gervigreindin mun til dæmis hafa mikil áhrif á nám og það hvernig fólk mun læra, en við erum ekki enn farin að sjá hvernig,“ segir Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Sem meðal annars heldur utan um sveinspróf í iðngreinum. 17. maí 2023 07:01 Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. 3. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Breytt viðhorf: Unga fólkið að velja nám á allt annan hátt en áður „Við lifum á mjög merkilegum tímum. Gervigreindin mun til dæmis hafa mikil áhrif á nám og það hvernig fólk mun læra, en við erum ekki enn farin að sjá hvernig,“ segir Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Sem meðal annars heldur utan um sveinspróf í iðngreinum. 17. maí 2023 07:01
Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01
Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02
Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. 3. febrúar 2022 07:01