Sigur Alanyaspor virtist aldrei í hættu en eftir rétt rúman stundarfjórðung af leiknum var liðið komið tveimur mörkum yfir.
Tvö mörk í seinni hálfleik innsigluðu síðan 4-0 sigur liðsins en hann fleytir Alanyaspor upp í 10.sæti tyrknesku deildarinnar þar sem liðið situr með 41 stig eftir 34 leiki.
Rúnar Alex er á láni hjá félaginu út yfirstandandi tímabil frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.