Gömlu stefnumálunum pakkað ofan í pappakassa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. maí 2023 14:06 Bjarni og Kristrún tókust á í Silfrinu líkt og oft áður. vísir Talsmenn allra flokka á þingi mættu í Silfrið á RÚV í dag til að fara yfir veturinn. Aðallega var tekist á um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðbólgu og húsnæðisvandanum sem vofir yfir. Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira