Baunaði á Boston fyrir að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 07:31 Jimmy Butler reynir að finna sendingu í sigrinum örugga gegn Boston Celtics í gærkvöld. AP/Wilfredo Lee Miami Heat er komið í þá stöðu að geta sópað Boston Celtics út í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta, eftir þriðja sigurinn í gærkvöld, 128-102. Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti