Carmelo Anthony hættur í körfubolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 18:01 Carmelo Anthony lék með Denver Nuggets fyrstu ár ferilsins í NBA-deildinni. getty/Doug Pensinger Körfuboltamaðurinn Carmelo Anthony hefur lagt skóna á hilluna. Hann er níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA og þrefaldur Ólympíumeistari. Thank you #STAYME7O pic.twitter.com/4au8cOd13s— Carmelo Anthony (@carmeloanthony) May 22, 2023 Eftir að hafa orðið háskólameistari með Syracuse 2003 valdi Denver Nuggets Anthony með þriðja valrétti í nýliðavalinu það ár. Denver komst í úrslitakeppnina öll tímabil Anthonys hjá liðinu og alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar 2009. Tveimur árum síðar var Anthony skipt til New York Knicks. Hann lék með Knicks í sex ár en liðið vann aðeins eitt einvígi í úrslitakeppninni á þeim tíma. Anthony á metið yfir flest stig í leik hjá Knicks en hann skoraði 62 stig í leik gegn Charlotte Bobcats í janúar 2014. Anthony varð stigakóngur NBA tímabilið 2012-13 en þá var hann með 28,7 stig að meðaltali í leik. Congratulations, @carmeloanthony on an amazing career! #STAYME7O pic.twitter.com/Z3GYLOE0dc— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 22, 2023 Anthony var skipt til Oklahoma City Thunder 2017 og lék þar í eitt tímabil. Hann fór svo til Houston Rockets, Portland Trail Blazers og loks Los Angeles Lakers á síðasta tímabili. Á ferli sínum í NBA var Anthony tíu sinnum valinn til að spila í stjörnuleiknum, tvisvar sinnum í öðru úrvalsliði deildarinnar og fjórum sinnum í því þriðja. Anthony skoraði 28.289 stig í 1.260 leikjum í NBA, eða 22,5 stig að meðaltali í leik. Aðeins átta leikmenn hafa skorað meira. Carmelo Anthony has officially called it a career. His resume is loaded - 19 seasons in the NBA- 10x NBA All-Star- 28,289 career points (9th all-time)- NBA scoring champion- 6x All-NBA selection- NBA 75th anniversary team- 3x Olympic gold medalist- NCAA Champion pic.twitter.com/BCcMV25CfV— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) May 22, 2023 Anthony varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008, 2012 og 2016. Hann er sá eini sem hefur unnið þrjár gullmedalíur. Anthony er stiga-, frákasta- og leikjahæstur í Ólympíusögu bandaríska landsliðsins. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Thank you #STAYME7O pic.twitter.com/4au8cOd13s— Carmelo Anthony (@carmeloanthony) May 22, 2023 Eftir að hafa orðið háskólameistari með Syracuse 2003 valdi Denver Nuggets Anthony með þriðja valrétti í nýliðavalinu það ár. Denver komst í úrslitakeppnina öll tímabil Anthonys hjá liðinu og alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar 2009. Tveimur árum síðar var Anthony skipt til New York Knicks. Hann lék með Knicks í sex ár en liðið vann aðeins eitt einvígi í úrslitakeppninni á þeim tíma. Anthony á metið yfir flest stig í leik hjá Knicks en hann skoraði 62 stig í leik gegn Charlotte Bobcats í janúar 2014. Anthony varð stigakóngur NBA tímabilið 2012-13 en þá var hann með 28,7 stig að meðaltali í leik. Congratulations, @carmeloanthony on an amazing career! #STAYME7O pic.twitter.com/Z3GYLOE0dc— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 22, 2023 Anthony var skipt til Oklahoma City Thunder 2017 og lék þar í eitt tímabil. Hann fór svo til Houston Rockets, Portland Trail Blazers og loks Los Angeles Lakers á síðasta tímabili. Á ferli sínum í NBA var Anthony tíu sinnum valinn til að spila í stjörnuleiknum, tvisvar sinnum í öðru úrvalsliði deildarinnar og fjórum sinnum í því þriðja. Anthony skoraði 28.289 stig í 1.260 leikjum í NBA, eða 22,5 stig að meðaltali í leik. Aðeins átta leikmenn hafa skorað meira. Carmelo Anthony has officially called it a career. His resume is loaded - 19 seasons in the NBA- 10x NBA All-Star- 28,289 career points (9th all-time)- NBA scoring champion- 6x All-NBA selection- NBA 75th anniversary team- 3x Olympic gold medalist- NCAA Champion pic.twitter.com/BCcMV25CfV— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) May 22, 2023 Anthony varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008, 2012 og 2016. Hann er sá eini sem hefur unnið þrjár gullmedalíur. Anthony er stiga-, frákasta- og leikjahæstur í Ólympíusögu bandaríska landsliðsins.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira