Gyðingasamtök vilja lögbann á síðu sem hýst er á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. maí 2023 15:00 Sigurður Kári segir síðuna hafa vakið óhug vegna fjölda skotárása í Bandaríkjunum. LLG Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni. Bandarísku gyðingasamtökin Anti Defamation League, ADL, hafa farið fram á að lagt verði lögbann á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Síðan kallast The Mapping Project og er hýst hjá íslenska hýsingarfyrirtækinu 1984 en ADL telur efni síðunnar hvetja til kynþáttahaturs og ofbeldis. Á síðunni eru skráð nöfn, heimilisföng og fleiri upplýsingar um gyðinga, stofnanir og fyrirtæki í þeirra eigu í Massachusetts fylki. Meðal annars skóla og þjónustumiðstöðvar fyrir fatlað fólk. Heimilisföngin eru svo tengd á korti, sem heiti vefsíðunnar vísar til. Samkvæmt síðunni er tilgangurinn með birtingu heimilisfanganna að „upplýsa um staðbundnar einingar og kerfi sem valda eyðileggingu, svo við getum tekið þær í sundur. Allar einingar hafa heimilisfang, öll kerfi geta verið trufluð.“ Eru viðkomandi sökuð um að styðja við síonisma og nýlendustefnu Ísraels. Óhugur vegna skotárása Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður ADL, segir lögbannskröfuna gerða á grundvelli hatursorðræðu og hvatningu til ofbeldis og skemmdarverka. Málið verður þingfest á miðvikudag en sýslumaður hafði áður hafnað kröfunni. „Þetta hefur vakið mjög mikinn óhug þarna á svæðinu vegna þess að, eins og fólki hefur tekið eftir, þá hefur skotárásum á almenna borgara í Bandaríkjunum, svo sem í Texas og Pittsburgh, fjölgað mjög. Umbjóðendur mínir telja að þetta sé liður í því að kynda undir slíkt ofbeldi,“ segir Sigurður. Um fimm hundruð heimilisföng eru skrásett á síðunni.Skjáskot Margsinnis hafa komið upp mál þar sem ólögleg eða vafasöm netstarfsemi hefur verið hýst hjá íslenskum hýsingaraðilum. Meðal annars var vefsíða hryðjuverkasamtakanna ISIS hýst hjá íslenska fyrirtækinu Orange Website. Einnig hafa nýnasistar og fjársvikarar fundið hæli hjá íslenskum hýsingaraðilum á undanförnum árum. Sigurður Kári segir að málið kunni að vera prófmál. „Íslenskir hýsingaraðilar þurfa kannski að velta því fyrir sér hvers konar efni þeir eru að hýsa sem birt er í öðrum löndum. Ég held að það sé spurning sem þeir þurfa að velta fyrir sér,“ segir hann. Fordæmingar þingmanna ADL lýsti áhyggjum sínum af síðunni sumarið 2022 en alls eru um fimm hundruð heimilisföng skráð. Meðal þeirra sem skráð eru á síðunni er öldungardeildarþingmennirnir Elizabeth Warren og Edward J Markey. En það var samflokksmaður hennar í Demókrataflokknum, Josh Gottheimer, frá New Jersey sem vakti fyrst athygli á síðunni samkvæmt frétt Fréttablaðsins. „Á þessum tíma þegar gyðingahatur, kynþáttahaturs árásir og ofbeldi með stjórnmálalegar tengingar er á uppleið er þessi kortlagning gyðingasamfélagsins hættuleg og óábyrg. Við sterklega fordæmum gyðingahatur og höldum áfram að vinna að öryggi viðkvæmra hópa hér heima og erlendis,“ sögðu öldungarþingmennirnir Warren og Edward J. Markey í yfirlýsingu. Heimilisfang Elilzabeth Warren er á listanum og hún hefur fordæmt síðuna.Getty Fleiri stjórnmála og embættismenn úr báðum flokkum lýstu áhyggjum af síðunni. Meðal annars Rachel Rollins, ríkissaksóknari Massachusetts, og Charlie Baker ríkisstjóri. Í yfirlýsingu sögðust ADL ekki hafa haft erindi sem erfiði þegar þau leituðu til íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Forstjórinn Jonathan Greenblatt sagði að leitað hafi verið bæði til ríkislögreglustjóra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum en engin merkingarfull viðbrögð borist. Sagðist hann harma værukærð íslenskra embættismanna þrátt fyrir þá ógn sem steðjaði að samfélagi gyðinga í Massachusetts. Ekkert ólöglegt eða ósiðlegt Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984, segir að ekki sé hvatt til ofbeldis á síðunni The Mapping Project. Heldur ekki hryðjuverka eða neins ólöglegs eða ósiðlegs. „Við tökum niður hvatningar til ofbeldis og hryðjuverka, gyðingahatur og allt ólöglegt og ósiðlegt efni. Við gerum það við vefi í hundraða vís á hverju ári,“ segir Mörður. Aðspurður um hvers vegna heimilisföng séu birt og hvað sé átt við með að „taka í sundur“ segir Mörður að 1984 túlki það ekki. „Við túlkum það ekki en við sjáum ekki að það sé hvatning til ofbeldis,“ segir hann. Bendir hann á að auk þess að hafa verið hafnað af sýslumanni hér á Íslandi hafi lénaskráningaraðilinn Go Daddy hafnað því að síðan sé tekin niður þegar leitað var eftir því þar. Þá sé ekki hægt að álykta annað af aðgerðarleysi ríkissaksóknara Massachusetts að málið hafi verið látið niður falla þar. Alls staðar þar sem óskað hafi verið eftir því að síðan sé tekin niður hafi því verið hafnað. „Það gerum við líka,“ segir Mörður. Bandaríkin Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Bandarísku gyðingasamtökin Anti Defamation League, ADL, hafa farið fram á að lagt verði lögbann á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Síðan kallast The Mapping Project og er hýst hjá íslenska hýsingarfyrirtækinu 1984 en ADL telur efni síðunnar hvetja til kynþáttahaturs og ofbeldis. Á síðunni eru skráð nöfn, heimilisföng og fleiri upplýsingar um gyðinga, stofnanir og fyrirtæki í þeirra eigu í Massachusetts fylki. Meðal annars skóla og þjónustumiðstöðvar fyrir fatlað fólk. Heimilisföngin eru svo tengd á korti, sem heiti vefsíðunnar vísar til. Samkvæmt síðunni er tilgangurinn með birtingu heimilisfanganna að „upplýsa um staðbundnar einingar og kerfi sem valda eyðileggingu, svo við getum tekið þær í sundur. Allar einingar hafa heimilisfang, öll kerfi geta verið trufluð.“ Eru viðkomandi sökuð um að styðja við síonisma og nýlendustefnu Ísraels. Óhugur vegna skotárása Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður ADL, segir lögbannskröfuna gerða á grundvelli hatursorðræðu og hvatningu til ofbeldis og skemmdarverka. Málið verður þingfest á miðvikudag en sýslumaður hafði áður hafnað kröfunni. „Þetta hefur vakið mjög mikinn óhug þarna á svæðinu vegna þess að, eins og fólki hefur tekið eftir, þá hefur skotárásum á almenna borgara í Bandaríkjunum, svo sem í Texas og Pittsburgh, fjölgað mjög. Umbjóðendur mínir telja að þetta sé liður í því að kynda undir slíkt ofbeldi,“ segir Sigurður. Um fimm hundruð heimilisföng eru skrásett á síðunni.Skjáskot Margsinnis hafa komið upp mál þar sem ólögleg eða vafasöm netstarfsemi hefur verið hýst hjá íslenskum hýsingaraðilum. Meðal annars var vefsíða hryðjuverkasamtakanna ISIS hýst hjá íslenska fyrirtækinu Orange Website. Einnig hafa nýnasistar og fjársvikarar fundið hæli hjá íslenskum hýsingaraðilum á undanförnum árum. Sigurður Kári segir að málið kunni að vera prófmál. „Íslenskir hýsingaraðilar þurfa kannski að velta því fyrir sér hvers konar efni þeir eru að hýsa sem birt er í öðrum löndum. Ég held að það sé spurning sem þeir þurfa að velta fyrir sér,“ segir hann. Fordæmingar þingmanna ADL lýsti áhyggjum sínum af síðunni sumarið 2022 en alls eru um fimm hundruð heimilisföng skráð. Meðal þeirra sem skráð eru á síðunni er öldungardeildarþingmennirnir Elizabeth Warren og Edward J Markey. En það var samflokksmaður hennar í Demókrataflokknum, Josh Gottheimer, frá New Jersey sem vakti fyrst athygli á síðunni samkvæmt frétt Fréttablaðsins. „Á þessum tíma þegar gyðingahatur, kynþáttahaturs árásir og ofbeldi með stjórnmálalegar tengingar er á uppleið er þessi kortlagning gyðingasamfélagsins hættuleg og óábyrg. Við sterklega fordæmum gyðingahatur og höldum áfram að vinna að öryggi viðkvæmra hópa hér heima og erlendis,“ sögðu öldungarþingmennirnir Warren og Edward J. Markey í yfirlýsingu. Heimilisfang Elilzabeth Warren er á listanum og hún hefur fordæmt síðuna.Getty Fleiri stjórnmála og embættismenn úr báðum flokkum lýstu áhyggjum af síðunni. Meðal annars Rachel Rollins, ríkissaksóknari Massachusetts, og Charlie Baker ríkisstjóri. Í yfirlýsingu sögðust ADL ekki hafa haft erindi sem erfiði þegar þau leituðu til íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Forstjórinn Jonathan Greenblatt sagði að leitað hafi verið bæði til ríkislögreglustjóra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum en engin merkingarfull viðbrögð borist. Sagðist hann harma værukærð íslenskra embættismanna þrátt fyrir þá ógn sem steðjaði að samfélagi gyðinga í Massachusetts. Ekkert ólöglegt eða ósiðlegt Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984, segir að ekki sé hvatt til ofbeldis á síðunni The Mapping Project. Heldur ekki hryðjuverka eða neins ólöglegs eða ósiðlegs. „Við tökum niður hvatningar til ofbeldis og hryðjuverka, gyðingahatur og allt ólöglegt og ósiðlegt efni. Við gerum það við vefi í hundraða vís á hverju ári,“ segir Mörður. Aðspurður um hvers vegna heimilisföng séu birt og hvað sé átt við með að „taka í sundur“ segir Mörður að 1984 túlki það ekki. „Við túlkum það ekki en við sjáum ekki að það sé hvatning til ofbeldis,“ segir hann. Bendir hann á að auk þess að hafa verið hafnað af sýslumanni hér á Íslandi hafi lénaskráningaraðilinn Go Daddy hafnað því að síðan sé tekin niður þegar leitað var eftir því þar. Þá sé ekki hægt að álykta annað af aðgerðarleysi ríkissaksóknara Massachusetts að málið hafi verið látið niður falla þar. Alls staðar þar sem óskað hafi verið eftir því að síðan sé tekin niður hafi því verið hafnað. „Það gerum við líka,“ segir Mörður.
Bandaríkin Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira